Umfang olíusamráðs verður minna hjá Ríkissaksóknara 9. ágúst 2006 03:30 Samráð olíufélaganna var til rannsóknar hjá samkeppnisyfirvöldum og lögreglu í meira en fjögur ár áður en ríkissaksóknari fékk málið til meðferðar. fréttablaðið/hörður Búast má við því að umfang málsmeðferðar vegna samráðs olíufélaganna verði umtalsvert minna þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Ríkissaksóknara, miðað við niðurstöðu Samkeppniseftirlits. Þetta staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson lögfræðingur, sem unnið hefur að málinu. Málsmeðferð hjá Ríkissaksóknara lýkur á haustmánuðum. „Það má búast við því að málið verði umtalsvert minna um sig heldur en það var í meðferð samkeppnisyfirvalda. Eðli málsins samkvæmt, er meðferð opinberra mála allt önnur en meðferð mála hjá samkeppnisyfirvöldum. Meginmunurinn liggur í því að það eru gerðar meiri kröfur í opinberum málum. Þess vegna verður umfang málsins minna," segir Helgi Magnús. Hinn 28. október 2004 úrskurðaði samkeppnisráð að olíufélögin, sem til rannsóknar höfðu verið, skyldu greiða sektir upp á 2,6 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum. Þremur mánuðum síðar var upphæðin lækkuð í 1,5 milljarða króna. Sektir Kers og Olíufélagsins voru lækkaðar, þar sem félögin störfuðu með samkeppnisyfirvöldum á meðan. Sektir sem Skeljungur hlaut voru ekki lækkaðar þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs við samkeppnisyfirvöld. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir eðlilegt að einn maður hafi umsjón með samráðsmálinu sem er til meðferðar hjá embættinu. „Það er mikilvægt að samfellu sé haldið í málum af þessu tagi og þess vegna verður einn maður að hafa yfirumsjón með málinu. Síðan eru reglulegir samráðsfundir þar sem aðrir starfsmenn koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Mál af þessari tegund hafa ekki komið inn á borð Ríkissaksóknara áður og segir Helgi Magnús brýnt að vandað verði til verka eftir fremsta megni. „Þetta er umfangsmikið og flókið mál sem mikilvægt er að fái vandaða málsmeðferð. Í nágrannalöndum okkar eru ekki fordæmi fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka vegna brota af þessu tagi, heldur eru það alltaf fyrirtækin sjálf. En það liggur ekki fyrir hver niðurstaðan verður í þessu máli." Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Sjá meira
Búast má við því að umfang málsmeðferðar vegna samráðs olíufélaganna verði umtalsvert minna þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Ríkissaksóknara, miðað við niðurstöðu Samkeppniseftirlits. Þetta staðfesti Helgi Magnús Gunnarsson lögfræðingur, sem unnið hefur að málinu. Málsmeðferð hjá Ríkissaksóknara lýkur á haustmánuðum. „Það má búast við því að málið verði umtalsvert minna um sig heldur en það var í meðferð samkeppnisyfirvalda. Eðli málsins samkvæmt, er meðferð opinberra mála allt önnur en meðferð mála hjá samkeppnisyfirvöldum. Meginmunurinn liggur í því að það eru gerðar meiri kröfur í opinberum málum. Þess vegna verður umfang málsins minna," segir Helgi Magnús. Hinn 28. október 2004 úrskurðaði samkeppnisráð að olíufélögin, sem til rannsóknar höfðu verið, skyldu greiða sektir upp á 2,6 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum. Þremur mánuðum síðar var upphæðin lækkuð í 1,5 milljarða króna. Sektir Kers og Olíufélagsins voru lækkaðar, þar sem félögin störfuðu með samkeppnisyfirvöldum á meðan. Sektir sem Skeljungur hlaut voru ekki lækkaðar þar sem félagið sýndi ekki vilja til samstarfs við samkeppnisyfirvöld. Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir eðlilegt að einn maður hafi umsjón með samráðsmálinu sem er til meðferðar hjá embættinu. „Það er mikilvægt að samfellu sé haldið í málum af þessu tagi og þess vegna verður einn maður að hafa yfirumsjón með málinu. Síðan eru reglulegir samráðsfundir þar sem aðrir starfsmenn koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Mál af þessari tegund hafa ekki komið inn á borð Ríkissaksóknara áður og segir Helgi Magnús brýnt að vandað verði til verka eftir fremsta megni. „Þetta er umfangsmikið og flókið mál sem mikilvægt er að fái vandaða málsmeðferð. Í nágrannalöndum okkar eru ekki fordæmi fyrir því að einstaklingar séu sóttir til saka vegna brota af þessu tagi, heldur eru það alltaf fyrirtækin sjálf. En það liggur ekki fyrir hver niðurstaðan verður í þessu máli."
Innlent Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Sjá meira