Lögreglan rannsakar ógn við þjóðaröryggi 21. september 2006 08:00 Lögregluyfirvöld hér á landi rannsaka nú mál sem flokkast undir þjóðaröryggismál, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Í byrjun árs barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um karlmann sem legði sig fram um að kynna sér hvernig búa ætti til sprengjur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur maðurinn, sem er af erlendum uppruna, búið og starfað hér á landi um skeið. Í ljós hafði komið að honum varð tíðförult inn á erlendar vefsíður þar sem voru leiðbeiningar um meðferð sprengiefnis og hvernig búa ætti til sprengjur. Lögreglan í Reykjavík fékk síðan upplýsingar um athafnir mannsins. Þaðan fór málið til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem það er til rannsóknar nú. Þetta mun ekki vera fyrsta málið af þessum toga sem upp kemur, en slík mál eru litin mjög alvarlegum augum. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði spurður um málið að hann tjáði sig ekki um einstök mál. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn kvaðst ekki vilja tjá sig. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, vísaði fyrirspurnum Fréttablaðsins til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hann er erlendis um þessar mundir. Í niðurstöðu matsskýrslu um hryðjuverkavarnir á Íslandi, sem tveir sérfræðingar sem starfa á vegum Evrópusambandsins unnu fyrr á þessu ári, var bent á takmarkaðar heimildir lögregluyfirvalda til að rannsaka mál sem ekki flokkast undir bein brot. Bent var á að engar reglur væru til um beitingu sérstakra rannsóknarúrræða, einkum forvirkra, sem öryggisþjónustur beita venjulega áður en til opinberrar rannsóknar lögreglu kemur. Forvirkar aðgerðir eru því óheimilar að lögum, segir í skýrslunni. „Þegar grunsemdir eru á annað borð til staðar getur lögreglan beitt úrræðum svo sem húsleit, hlerunum, hlustunum, myndatökum og svo framvegis,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð álits á lagalegri hlið rannsóknarúrræða í málum af þessu tagi. Innlent Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Lögregluyfirvöld hér á landi rannsaka nú mál sem flokkast undir þjóðaröryggismál, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Í byrjun árs barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um karlmann sem legði sig fram um að kynna sér hvernig búa ætti til sprengjur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur maðurinn, sem er af erlendum uppruna, búið og starfað hér á landi um skeið. Í ljós hafði komið að honum varð tíðförult inn á erlendar vefsíður þar sem voru leiðbeiningar um meðferð sprengiefnis og hvernig búa ætti til sprengjur. Lögreglan í Reykjavík fékk síðan upplýsingar um athafnir mannsins. Þaðan fór málið til embættis ríkislögreglustjóra, þar sem það er til rannsóknar nú. Þetta mun ekki vera fyrsta málið af þessum toga sem upp kemur, en slík mál eru litin mjög alvarlegum augum. Ingimundur Einarsson, varalögreglustjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, sagði spurður um málið að hann tjáði sig ekki um einstök mál. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn kvaðst ekki vilja tjá sig. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, vísaði fyrirspurnum Fréttablaðsins til Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hann er erlendis um þessar mundir. Í niðurstöðu matsskýrslu um hryðjuverkavarnir á Íslandi, sem tveir sérfræðingar sem starfa á vegum Evrópusambandsins unnu fyrr á þessu ári, var bent á takmarkaðar heimildir lögregluyfirvalda til að rannsaka mál sem ekki flokkast undir bein brot. Bent var á að engar reglur væru til um beitingu sérstakra rannsóknarúrræða, einkum forvirkra, sem öryggisþjónustur beita venjulega áður en til opinberrar rannsóknar lögreglu kemur. Forvirkar aðgerðir eru því óheimilar að lögum, segir í skýrslunni. „Þegar grunsemdir eru á annað borð til staðar getur lögreglan beitt úrræðum svo sem húsleit, hlerunum, hlustunum, myndatökum og svo framvegis,“ segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, spurð álits á lagalegri hlið rannsóknarúrræða í málum af þessu tagi.
Innlent Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira