Yfirgnæfandi líkur á að demókratar muni sigra 23. október 2006 06:00 Dr. Michael T. Corgan Baráttan fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember verður aðeins tvísýn um fimmtíu af þingsætunum 435. Dr. Michael T. Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við háskólann í Boston og gistikennari við Háskóla Íslands, segir þingmenn hinna 385 sætanna njóta nægilegs fylgis til að geta setið rólegir. Níutíu prósent líkur eru á meirihlutasigri demókrata í fulltrúadeildinni og helmingslíkur á sigri í öldungadeildinni, að mati Corgans. Kosið er að þessu sinni til allra þingsætanna í fulltrúadeildinni en þriðjungs í öldungadeildinni. Corgan hélt erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ á fimmtudag og vísaði þar í fylgiskannanir, sem hann sagði benda til að minnst sex sæti væru örugg demókratasæti, til viðbótar við núverandi hlutdeild. Einnig að flokkurinn hefði mælst hærri en repúblikanar í sextán kjördæmum af þeim sem baráttan stendur um nú. Til að demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni þurfa þeir að bæta við sig fimmtán þingsætum. Helsta ástæða þess að demókratar geta gengið vígreifir til kosninga, telur Corgan vera slakt gengi Bandaríkjamanna í Íraksstríðinu. Þar sem Bush hafi klætt sig í búning stríðsforsetans eigi hann allt undir því að Íraksstríðið takist sómasamlega. Corgan sagði ekkert benda til að svo verði. Einnig hafi ýmis hneykslismál plagað repúblikana upp á síðkastið, allt frá fjármálaspillingu til kynferðisofbeldis, en þeir háðu síðustu kosningabaráttu sem siðsami flokkurinn. Að auki muni innflytjendamál og aukin misskipting í þjóðfélaginu reynast þeim þung í skauti. Helstu vopn repúblikana séu hins vegar þau að þeir eru mun efnaðri og skipulagðari en demókratar. Þeir hafi vit til að auglýsa við hæfi; þar sem raunveruleg þörf er á því. Fari demókratar með sigur af hólmi, spáir Corgan því að yfirheyrslum og rannsóknum á vegum þingsins fjölgi mikið. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra yrði svo þráspurður að hann ætti að láta leggja lestarteina beint úr varnarmálaráðuneytinu niður til rannsóknarnefndar þingsins. Með sigri demókrata yrði stjórnarandstaða þeirra nægilega sterk til að öll stefnuskrá Bush-stjórnarinnar kæmist í uppnám, að því gefnu að demókratar fari ekki offari og slái þannig vopnin úr höndum sér. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Baráttan fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember verður aðeins tvísýn um fimmtíu af þingsætunum 435. Dr. Michael T. Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við háskólann í Boston og gistikennari við Háskóla Íslands, segir þingmenn hinna 385 sætanna njóta nægilegs fylgis til að geta setið rólegir. Níutíu prósent líkur eru á meirihlutasigri demókrata í fulltrúadeildinni og helmingslíkur á sigri í öldungadeildinni, að mati Corgans. Kosið er að þessu sinni til allra þingsætanna í fulltrúadeildinni en þriðjungs í öldungadeildinni. Corgan hélt erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ á fimmtudag og vísaði þar í fylgiskannanir, sem hann sagði benda til að minnst sex sæti væru örugg demókratasæti, til viðbótar við núverandi hlutdeild. Einnig að flokkurinn hefði mælst hærri en repúblikanar í sextán kjördæmum af þeim sem baráttan stendur um nú. Til að demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni þurfa þeir að bæta við sig fimmtán þingsætum. Helsta ástæða þess að demókratar geta gengið vígreifir til kosninga, telur Corgan vera slakt gengi Bandaríkjamanna í Íraksstríðinu. Þar sem Bush hafi klætt sig í búning stríðsforsetans eigi hann allt undir því að Íraksstríðið takist sómasamlega. Corgan sagði ekkert benda til að svo verði. Einnig hafi ýmis hneykslismál plagað repúblikana upp á síðkastið, allt frá fjármálaspillingu til kynferðisofbeldis, en þeir háðu síðustu kosningabaráttu sem siðsami flokkurinn. Að auki muni innflytjendamál og aukin misskipting í þjóðfélaginu reynast þeim þung í skauti. Helstu vopn repúblikana séu hins vegar þau að þeir eru mun efnaðri og skipulagðari en demókratar. Þeir hafi vit til að auglýsa við hæfi; þar sem raunveruleg þörf er á því. Fari demókratar með sigur af hólmi, spáir Corgan því að yfirheyrslum og rannsóknum á vegum þingsins fjölgi mikið. Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra yrði svo þráspurður að hann ætti að láta leggja lestarteina beint úr varnarmálaráðuneytinu niður til rannsóknarnefndar þingsins. Með sigri demókrata yrði stjórnarandstaða þeirra nægilega sterk til að öll stefnuskrá Bush-stjórnarinnar kæmist í uppnám, að því gefnu að demókratar fari ekki offari og slái þannig vopnin úr höndum sér.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira