Stöndum vörð um kynfrelsið! 4. nóvember 2006 05:00 Það þarf vart að minnast á þær ógeðfelldu nauðganir sem hafa verið framdar nýlega, flestir lesendur hafa þegar heyrt á þær minnst - sem betur fer! Umfjöllunin sem þessi voðaverk hafa fengið í fjölmiðlum gefa það sterklega til kynna að almenn vitundarvakning hafi orðið í þjóðfélaginu. Ótal konum hefur verið misþyrmt á undanförnum árum, líklega mun fleirum en við getum gert okkur í hugarlund. Síðustu droparnir hafa fyllt mælinn, og almenningur hefur vaknað upp af vondum draumi. Þegar einhver gerir innrás inn í líkama annarar manneskju, eða gerir tilraun til þess, er sjálfákvörðunarréttur hennar brotinn á bak aftur og sömuleiðis kynfrelsi hennar. Kynfrelsi einstaklings felst í rétti hans til að neita kynlífi við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Konur eiga skilið að njóta þeirra réttinda í sama mæli og karlmenn. Nauðgun er eitt langalvarlegasta brotið á einstaklingsfrelsinu. Engin kona „býður upp á nauðgun" enda felur orðið „nauðgun" í sér að hún sé neydd til kynmaka. Klæðnaður konu, áfengismagn í blóði eða ytri aðstæður eiga ekki að afsaka nauðgun, karlar hafa ekki rétt til að misnota konur. Skilningsleysi löggjafans á afbrotinu nauðgun bitnar því á konum sem þolendum nauðgana. Þetta bitnar einnig á karlmönnum, þar sem fólk gæti litið á alla karlmenn sem mögulega nauðgara. Margar hindranir mæta fórnarlömbum nauðgana þegar þau leita réttar síns, ekki síst af völdum dómskerfisins. Þegar brot er kært til lögreglu er það óskoraður réttur þess sem brotið er á að mál hans verði rannsakað og ákært verði í kjölfarið. Það er réttur viðkomandi að málið hljóti sanngjarna málsmeðferð og einnig að setja fram kröfur um bætur í opinberu máli vegna glæpsins. Þessar fullyrðingar má allar finna í hegningarlögum og þær hljóma allar mjög vel en því miður er ekki alltaf farið eftir þeim. Refsingarnar eru allt of lágar, í þeim fáu málum sem nauðgarar eru dæmdir. Fórnarlömbum reynist líka oft erfitt að þurfa sjálf að sækja um bætur frá glæpamanninum. Konur hafa því oft lítinn hvata til að kæra og því þarf að breyta. Dómskerfið þarf að senda samfélaginu þau skilaboð að nauðgun sé ólögleg, óásættanleg og ólíðandi. Ef orðræðan er neikvæð og ef konur sjá sér ekki hag í því að kæra, gera þær það síður. Um leið og allt kapp er lagt á að handtaka nauðgara, sakfella þá og veita þeim nógu þungar refsingar, munu konur kæra í ríkara mæli. Um leið samfélagið hættir að líta á nauðganir sem sjálfsagðan hlut og berst gegn því af alefli, munu karlar síður nauðga. Ástandið sem við lifum við er óásættanlegt og kallar á breytingar, á aðgerðir. Forsenda breytinga er samstaða karla og kvenna. Baráttan gegn nauðgunum er sameiginlegt átak sem bæði kynin þurfa að taka þátt í. Allir hagnast á baráttunni gegn nauðgunum. Það er réttur kvenna að geta gengið óhræddar um götur borgarinnar, farið óáreittar á snyrtingu skemmtistaða og fundið fyrir öryggi heima hjá sér. Þeir aumingjar og hrottar sem nauðgarar eru, koma óorði á aðra karlmenn. Þeir karlmenn sem ekki nauðga verða fyrir fordómum og í leiðinni er litið á suma þeirra sem mögulega nauðgara. Barátta gegn nauðgunum er barátta gegn órættlæti, misbeitingu, fordómum og frelsisskerðingu. Nauðgun er smánarblettur á okkar samfélagi og það er í senn samfélagsleg skylda okkar að afmá þennan ljóta blett. Stöndum vörð um kynfrelsið, stöðvum nauðganir ! Höfundur er varaformaður Ungra Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það þarf vart að minnast á þær ógeðfelldu nauðganir sem hafa verið framdar nýlega, flestir lesendur hafa þegar heyrt á þær minnst - sem betur fer! Umfjöllunin sem þessi voðaverk hafa fengið í fjölmiðlum gefa það sterklega til kynna að almenn vitundarvakning hafi orðið í þjóðfélaginu. Ótal konum hefur verið misþyrmt á undanförnum árum, líklega mun fleirum en við getum gert okkur í hugarlund. Síðustu droparnir hafa fyllt mælinn, og almenningur hefur vaknað upp af vondum draumi. Þegar einhver gerir innrás inn í líkama annarar manneskju, eða gerir tilraun til þess, er sjálfákvörðunarréttur hennar brotinn á bak aftur og sömuleiðis kynfrelsi hennar. Kynfrelsi einstaklings felst í rétti hans til að neita kynlífi við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Konur eiga skilið að njóta þeirra réttinda í sama mæli og karlmenn. Nauðgun er eitt langalvarlegasta brotið á einstaklingsfrelsinu. Engin kona „býður upp á nauðgun" enda felur orðið „nauðgun" í sér að hún sé neydd til kynmaka. Klæðnaður konu, áfengismagn í blóði eða ytri aðstæður eiga ekki að afsaka nauðgun, karlar hafa ekki rétt til að misnota konur. Skilningsleysi löggjafans á afbrotinu nauðgun bitnar því á konum sem þolendum nauðgana. Þetta bitnar einnig á karlmönnum, þar sem fólk gæti litið á alla karlmenn sem mögulega nauðgara. Margar hindranir mæta fórnarlömbum nauðgana þegar þau leita réttar síns, ekki síst af völdum dómskerfisins. Þegar brot er kært til lögreglu er það óskoraður réttur þess sem brotið er á að mál hans verði rannsakað og ákært verði í kjölfarið. Það er réttur viðkomandi að málið hljóti sanngjarna málsmeðferð og einnig að setja fram kröfur um bætur í opinberu máli vegna glæpsins. Þessar fullyrðingar má allar finna í hegningarlögum og þær hljóma allar mjög vel en því miður er ekki alltaf farið eftir þeim. Refsingarnar eru allt of lágar, í þeim fáu málum sem nauðgarar eru dæmdir. Fórnarlömbum reynist líka oft erfitt að þurfa sjálf að sækja um bætur frá glæpamanninum. Konur hafa því oft lítinn hvata til að kæra og því þarf að breyta. Dómskerfið þarf að senda samfélaginu þau skilaboð að nauðgun sé ólögleg, óásættanleg og ólíðandi. Ef orðræðan er neikvæð og ef konur sjá sér ekki hag í því að kæra, gera þær það síður. Um leið og allt kapp er lagt á að handtaka nauðgara, sakfella þá og veita þeim nógu þungar refsingar, munu konur kæra í ríkara mæli. Um leið samfélagið hættir að líta á nauðganir sem sjálfsagðan hlut og berst gegn því af alefli, munu karlar síður nauðga. Ástandið sem við lifum við er óásættanlegt og kallar á breytingar, á aðgerðir. Forsenda breytinga er samstaða karla og kvenna. Baráttan gegn nauðgunum er sameiginlegt átak sem bæði kynin þurfa að taka þátt í. Allir hagnast á baráttunni gegn nauðgunum. Það er réttur kvenna að geta gengið óhræddar um götur borgarinnar, farið óáreittar á snyrtingu skemmtistaða og fundið fyrir öryggi heima hjá sér. Þeir aumingjar og hrottar sem nauðgarar eru, koma óorði á aðra karlmenn. Þeir karlmenn sem ekki nauðga verða fyrir fordómum og í leiðinni er litið á suma þeirra sem mögulega nauðgara. Barátta gegn nauðgunum er barátta gegn órættlæti, misbeitingu, fordómum og frelsisskerðingu. Nauðgun er smánarblettur á okkar samfélagi og það er í senn samfélagsleg skylda okkar að afmá þennan ljóta blett. Stöndum vörð um kynfrelsið, stöðvum nauðganir ! Höfundur er varaformaður Ungra Vinstri grænna í Reykjavík.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun