Rangfærslur útvarpsstjóra Erna Kettler skrifar 24. nóvember 2006 06:00 Einkaréttarsamningar við stærstu framleiðendur sjónvarpsefnis í Hollywood eru orðnir að veruleika á Íslandi. Áður en Skjár 1 leit dagsins ljós greiddi ÍÚ (nú 365 miðlar) að jafnaði sama verð fyrir afþreyingarefni frá Hollywood og RÚV hafði verið að greiða. Með tilkomu Skjás 1 hækkaði verð svo til á einni nóttu um 50-100 prósent. Þá var ekki aftur snúið; samkeppnin var hafin fyrir alvöru. Árið 2005 gerðu 365 miðlar, sem reka Stöð 2, Sirkus og Sýn, einkaréttarsamninga við Twentieth Century Fox og Warner Brothers. Þetta þýddi að 365 skuldbatt sig til að kaupa allt það sjónvarpsefni sem þessi tvö fyrirtæki framleiða næstu árin. Skjár 1 og RUV geta því ekki boðið í sjónvarpsefni frá þessum tveimur fyrirtækjum á meðan samningurinn er í gildi. Í lok árs 2005 gerði RÚV samskonar einkaréttarsamning við Disney-samsteypuna um kaup á sjónvarpsefni sem þeir framleiða næstu árin. Þetta gerir það að verkum að hvorki Skjár 1 né 365 miðlar geta boðið í efni frá Disney. Einkaréttur RÚV á afþreyingarefni frá HollywoodÍ ljósi þessarar staðreyndar skaut það ansi skökku við þegar Páll Magnússon útvarpsstjóri þvertók fyrir það að RÚV stundaði slík viðskipti, er hann mætti Ara Edwald, forstjóra 365, í morgunþættinum Íslandi í bítið síðastliðinn mánudag. Þar fullyrti útvarpsstjóri: „Við yfirbjóðum ekkert í kaupum á bandarísku afþreyingarefni." Það er einfaldlega ekki rétt. RÚV yfirbauð 365 í umræddan einkaréttarsamning við Disney-samsteypuna. 365 átti ekki möguleika í því tilfelli á að jafna verð eða magn efnis - og hefur ekki síðan samningurinn var gerður átt þess kost að kaupa efni frá Disney. Slíkur samningur kallast einkaréttarsamningur (output deal) og ekkert annað. Það var því einnig rangt þegar útvarpsstjóri sagði fullum fetum: „Við erum ekki með einkaréttarsamninga við Disney." Undirrituð hefur undir höndum staðfestingu þess efnis frá sölustjóra sjónvarpsefnis frá Disney fyrir Norðurlöndin. Útvarpsstjóri hefði átt að vita betur. Höfundur er dagskrárstjóri Stöðvar 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Einkaréttarsamningar við stærstu framleiðendur sjónvarpsefnis í Hollywood eru orðnir að veruleika á Íslandi. Áður en Skjár 1 leit dagsins ljós greiddi ÍÚ (nú 365 miðlar) að jafnaði sama verð fyrir afþreyingarefni frá Hollywood og RÚV hafði verið að greiða. Með tilkomu Skjás 1 hækkaði verð svo til á einni nóttu um 50-100 prósent. Þá var ekki aftur snúið; samkeppnin var hafin fyrir alvöru. Árið 2005 gerðu 365 miðlar, sem reka Stöð 2, Sirkus og Sýn, einkaréttarsamninga við Twentieth Century Fox og Warner Brothers. Þetta þýddi að 365 skuldbatt sig til að kaupa allt það sjónvarpsefni sem þessi tvö fyrirtæki framleiða næstu árin. Skjár 1 og RUV geta því ekki boðið í sjónvarpsefni frá þessum tveimur fyrirtækjum á meðan samningurinn er í gildi. Í lok árs 2005 gerði RÚV samskonar einkaréttarsamning við Disney-samsteypuna um kaup á sjónvarpsefni sem þeir framleiða næstu árin. Þetta gerir það að verkum að hvorki Skjár 1 né 365 miðlar geta boðið í efni frá Disney. Einkaréttur RÚV á afþreyingarefni frá HollywoodÍ ljósi þessarar staðreyndar skaut það ansi skökku við þegar Páll Magnússon útvarpsstjóri þvertók fyrir það að RÚV stundaði slík viðskipti, er hann mætti Ara Edwald, forstjóra 365, í morgunþættinum Íslandi í bítið síðastliðinn mánudag. Þar fullyrti útvarpsstjóri: „Við yfirbjóðum ekkert í kaupum á bandarísku afþreyingarefni." Það er einfaldlega ekki rétt. RÚV yfirbauð 365 í umræddan einkaréttarsamning við Disney-samsteypuna. 365 átti ekki möguleika í því tilfelli á að jafna verð eða magn efnis - og hefur ekki síðan samningurinn var gerður átt þess kost að kaupa efni frá Disney. Slíkur samningur kallast einkaréttarsamningur (output deal) og ekkert annað. Það var því einnig rangt þegar útvarpsstjóri sagði fullum fetum: „Við erum ekki með einkaréttarsamninga við Disney." Undirrituð hefur undir höndum staðfestingu þess efnis frá sölustjóra sjónvarpsefnis frá Disney fyrir Norðurlöndin. Útvarpsstjóri hefði átt að vita betur. Höfundur er dagskrárstjóri Stöðvar 2.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun