Innlent

Ofbeldi í æsku leiðir til sjúkdóma síðar



Kynferðislegt ofbeldi í æsku veldur líkamlegum sjúkdómum allt að fimmtíu árum síðar samkvæmt nýjum rannsóknum. Norskur læknir, Dr. Anne Luise Kirkengen, sem kynnir þessar rannsóknir hér á landi segir þær gerbreyta sýn okkar á hvaða afleiðingar ofbeldi hefur á börn og í raun almennt á samspil vanlíðunar og líkamlegra sjúkdóma.

Anne Louise kynnir hér á landi sláandi tölur sem eiga að gerbreyta hugsun manna um áhrif ofbeldis á börn - og ef til vill sýn á samspil andlegrar líðunnar og sjúkdóma. Hún vísar til nýrra stórra faraldsfræðilegra rannsókna sem sýna sláandi samspil á mili kynferðislegs ofbeldis, annars ofbeldis eða áfalla í æsku á líkindi fyrir sjúkdómum áratugum síðar, jafnvel 40 50 60 árum.

Það eru tvö, þrjú til fjögurhunduð prósent meiri líkur á því að manneskja sem orðið hefur fyirir þessari áfallareynslu fái öndunarfærasjúkdóma, hjartasjúkdóma, lifrarbólgu, kynsjúkdóma og þunglyndi. Hlutfallstölurnar eru svimandi háar þegar um er að ræða sprautufíkn og sjálfsvíg eða sjálfsvígstilraunir. Raunar segja tölurnar að það megi rekja 80% sjálfsvíga og sjálfsvígstilrauna til áfalla í æsku. Þetta kallar á nýja hugsun.

Anne Luise telur að læknavísindin verði að taka mið af þessum rannsóknum - og svara í raunar kalli, því þessar staðreyndir um afgerandi samspil andlegrar upplifunar og sjúkdóma skýri að líkindum hví fólk í vaaxandi mæli hverfi frá hefðbundnum læknavísindum til óhefðbundinna læknisaðferða.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×