Sport

ÍA lagði Grindavík á Skaganum

mynd/daníel

Skagamenn nældu sér í þrjú mikilvæg stig í botnbaráttunni í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Grindvíkinga á heimavelli sínum 2-1. Bjarni Guðjónsson kom Skagamönnum yfir á 17. mínútu með laglegu marki beint úr aukaspyrnu, en Jóhann Þórhallsson jafnaði metin á 71. mínútu. Jóhanni Helgasyni var svo vikið af velli skömmu síðar og heimamenn náðu að nýta sér liðsmuninn þegar Hjörtur Hjartarson skoraði sigurmark ÍA á 88. mínútu.

Grindvíkingar sitja sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig og ÍA er í neðsta sætinu, nú með 9 stig. Þetta var mikilvægur sigur hjá Skagamönnum og lofar ágætlega góðu fyrir framhaldið hjá spilandi þjálfurunum Arnari og Bjarka Gunnlaugssonum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×