Fólksflótti frá Líbanon 18. júlí 2006 19:41 Íbúar Líbanons eru tæplega fjórar milljónir en í landinu býr jafnframt nokkur fjöldi útlendinga víðs vegar að úr heiminum sem nú vill komast burt. Þorri þeirra kemur frá nágrannaríkjunum og kemst því heim af eigin rammleik en tugþúsundir þegna fjarlægari landa hafa verið strandaglópar síðustu daga. Nú má segja að allar leiðir liggi frá Beirút. Í fyrsta lagi fara margir frá borginni til Damaskus í Sýrlandi og þaðan áleiðis til heimalanda sinna. Í öðru lagi hefur útlendingum verið ekið til Amman í Jórdaníu þaðan sem þeir halda til síns heima. Í þriðja lagi hafa svo skip full af erlendum ríkisborgurum siglt frá Beirút til Larnaca á Kýpur. Miklum vandkvæðum er hins vegar bundið að flytja svo stóran hóp fólks á skömmum tíma frá landi þar sem flugvellir hafa eyðilagst og höfnum hefur flestum verið lokað. Ísraelar hafa hins vegar heimilað siglingar nokkurra skipa með flóttamenn frá Líbanon. Þannig kom ferja með 1.200 Frakka til hafnar í Larnaca á Kýpur í morgun, þreytta en ákaflega fegna. Stór hópur Rúmena kom til Búkarest í nótt og augljóst að sá hópur átti erfiða tíma að baki. Bandarísk og bresk stjórnvöld búa sig undir að flytja sitt fólk með herskipum til Kýpur, þúsundir manna, en síðustu daga hafa Bandaríkjamenn myndað þyrluloftbrú frá Beirút til Kýpur. Í fyrramálið verða 1.500 Svíar sóttir með ferju og í kvöld er svo ráðgert að önnur flugvél Atlanta-flugfélagsins lendi í Danmörku en danska utanríkisráðuneytið leigði vélina til þess arna. Erlent Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Íbúar Líbanons eru tæplega fjórar milljónir en í landinu býr jafnframt nokkur fjöldi útlendinga víðs vegar að úr heiminum sem nú vill komast burt. Þorri þeirra kemur frá nágrannaríkjunum og kemst því heim af eigin rammleik en tugþúsundir þegna fjarlægari landa hafa verið strandaglópar síðustu daga. Nú má segja að allar leiðir liggi frá Beirút. Í fyrsta lagi fara margir frá borginni til Damaskus í Sýrlandi og þaðan áleiðis til heimalanda sinna. Í öðru lagi hefur útlendingum verið ekið til Amman í Jórdaníu þaðan sem þeir halda til síns heima. Í þriðja lagi hafa svo skip full af erlendum ríkisborgurum siglt frá Beirút til Larnaca á Kýpur. Miklum vandkvæðum er hins vegar bundið að flytja svo stóran hóp fólks á skömmum tíma frá landi þar sem flugvellir hafa eyðilagst og höfnum hefur flestum verið lokað. Ísraelar hafa hins vegar heimilað siglingar nokkurra skipa með flóttamenn frá Líbanon. Þannig kom ferja með 1.200 Frakka til hafnar í Larnaca á Kýpur í morgun, þreytta en ákaflega fegna. Stór hópur Rúmena kom til Búkarest í nótt og augljóst að sá hópur átti erfiða tíma að baki. Bandarísk og bresk stjórnvöld búa sig undir að flytja sitt fólk með herskipum til Kýpur, þúsundir manna, en síðustu daga hafa Bandaríkjamenn myndað þyrluloftbrú frá Beirút til Kýpur. Í fyrramálið verða 1.500 Svíar sóttir með ferju og í kvöld er svo ráðgert að önnur flugvél Atlanta-flugfélagsins lendi í Danmörku en danska utanríkisráðuneytið leigði vélina til þess arna.
Erlent Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira