Viðbrögð Breta ekki eins sterk og búist hafði verið við 23. október 2006 12:00 Sænsk stjórnvöld eru ævareið hvalveiðum Íslendinga og skora á þá að þeim verði hætt hið fyrsta. Að mati sendiherra Íslands í Bretlandi eru viðbrögðin þar í landi við aflabrögðum helgarinnar ekki eins sterk og búist hafði verið við. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, fer á fund Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, á fimmtudaginn en þarlend stjórnvöld eru lítt hrifinn af hvalveiðum Íslendinga. Að öðru leyti virðast veiðarnar fá fremur litla athygli í breskum fjölmiðlum. Blöð á borð við Independent og Guardian, sem bæði fjalla mikið um umhverfsimál, segja stuttlega frá drápinu á langreyðinni aftarlega í blaðinu og BBC sýndi frá því þegar hvalurinn var dreginn á land í gær. Að sögn Sverris höfðu um 180 tölvuskeyti borist sendiráðinu um helgina þar sem hvalveiðunum var mótmælt, minna en búist hafði verið við. Í Svíþjóð fer umræðan og andstaðan við veiðarnar aftur á móti vaxandi enda fjölluðu sænskir fjölmiðlar talsvert um málið um helgina. Í viðtali við Dagens Nyheter gagnrýnir Andreas Carlgren, umhverfisráðherra, Íslendinga harðlega fyrir hvalveiðar og bendir á að það hafi einmitt verið fyrir mistök sænsku sendinefndarinnar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 2002 að Svíar mæltu með inngöngu Íslendinga í ráðið. Við inngönguna skuldbundu Íslendingar sig til að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Svíar reyndu á sínum tíma að ógilda atkvæðagreiðsluna þegar þeir áttuðu sig á hvað fyrirvarinn þýddi, en án árangurs. Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Sænsk stjórnvöld eru ævareið hvalveiðum Íslendinga og skora á þá að þeim verði hætt hið fyrsta. Að mati sendiherra Íslands í Bretlandi eru viðbrögðin þar í landi við aflabrögðum helgarinnar ekki eins sterk og búist hafði verið við. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, fer á fund Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, á fimmtudaginn en þarlend stjórnvöld eru lítt hrifinn af hvalveiðum Íslendinga. Að öðru leyti virðast veiðarnar fá fremur litla athygli í breskum fjölmiðlum. Blöð á borð við Independent og Guardian, sem bæði fjalla mikið um umhverfsimál, segja stuttlega frá drápinu á langreyðinni aftarlega í blaðinu og BBC sýndi frá því þegar hvalurinn var dreginn á land í gær. Að sögn Sverris höfðu um 180 tölvuskeyti borist sendiráðinu um helgina þar sem hvalveiðunum var mótmælt, minna en búist hafði verið við. Í Svíþjóð fer umræðan og andstaðan við veiðarnar aftur á móti vaxandi enda fjölluðu sænskir fjölmiðlar talsvert um málið um helgina. Í viðtali við Dagens Nyheter gagnrýnir Andreas Carlgren, umhverfisráðherra, Íslendinga harðlega fyrir hvalveiðar og bendir á að það hafi einmitt verið fyrir mistök sænsku sendinefndarinnar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 2002 að Svíar mæltu með inngöngu Íslendinga í ráðið. Við inngönguna skuldbundu Íslendingar sig til að hefja ekki hvalveiðar í atvinnuskyni fyrr en árið 2006. Svíar reyndu á sínum tíma að ógilda atkvæðagreiðsluna þegar þeir áttuðu sig á hvað fyrirvarinn þýddi, en án árangurs.
Fréttir Hvalveiðar Innlent Stj.mál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira