Niðurskurður og sumarlokanir hjá SHA 23. nóvember 2006 10:59 Stjórnendur Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar (SHA) á Akranesi undirbúa nú aðgerðir til þess að bregðast við hallarekstri á undanförnum tveimur árum. Frá þessu er greint á Fréttavef Skessuhorns. Óskir um aukin fjárframlög hafa engar undirtektir hlotið og því má nú búast við fækkun aðgerða og sumarlokunum deilda. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA, segir í samtali við Skessuhorn, að fækkun starfsfólks sé síðasta úrræðið sem gripið verður til. Á sama tíma og ekki er orðið við fjárveitingarbeiðnum SHA er öðrum heilbrigðisstofnunum veittar hundruðir milljóna á fjáraukalögum vegna hallareksturs. Á þessu ári stefnir í að hallinn verði 42-43 milljónir króna og 67 milljóna króna halli varðaf rekstri SHA á síðasta ári. Í fjáraukalögum ársins 2006 sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi er ekki gert ráð fyrir fjárframlögum til þess að mæta hallarekstri SHA. Á sama tíma er lagt til að veittar verði 120 milljónir króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 1.000 milljónum til Landspítala-háskólasjúkrahúss, 93,6 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Austurlands, 144,7 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, 167,2 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og 73,2 milljónir króna til St. Jósefsspítala í Hafnarfirði auk fjárveitinga til minni heilbrigðisstofnana. Allar eru þessar fjárveitingar ætlaðar til þess að mæta aukinni þörf á rekstrarfjármagni. Þá má nefna að í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs er bætt 100 milljónum króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Guðjón Brjánsson segir í samtali við Skessuhorn að á undanförnum mánuðum hafi vandi SHA verið kynntur fyrir heilbrigðisyfirvöldum, fjárveitinganefnd og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þannig að vandi stofnunarinnar sé öllum ljós. Niðurstaðan sé hins vegar sú að ekki er lagt til aukið fjármagn til rekstursins og það séu skýr skilaboð til stjórnenda hennar. Því standi stjórnendur nú frammi fyrir því að þurfa að bregast við og nú séu tillögur í því efni í mótun. Á árinu 2004 fékk SHA hvatningarverðlaun fjármálaráðuneytisins í tengslum við útnefningu fyrirmyndarstofnunar í ríkisrekstri og var það í fyrsta skipti sem heilbrigðisstofnun kom til álita í þessu sambandi. Aðspurður hvort að bættur rekstur stofnunarinnar sé nú að koma í bakið á þeim sem þurfa að nýta þjónustu hennar með minnkandi fjárframlögum á sama tíma og öðrum stofnunum eru veittar ríflegar aukafjárveitingar vill Guðjón ekki tjá sig. Fjárveitingarvaldið ráði ferðinni og stjórnendur SHA telji sig þurfa að fara að fjárlögum og því þurfi nú að bregðast við að óbreyttu. Heilbrigðismál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Stjórnendur Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar (SHA) á Akranesi undirbúa nú aðgerðir til þess að bregðast við hallarekstri á undanförnum tveimur árum. Frá þessu er greint á Fréttavef Skessuhorns. Óskir um aukin fjárframlög hafa engar undirtektir hlotið og því má nú búast við fækkun aðgerða og sumarlokunum deilda. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA, segir í samtali við Skessuhorn, að fækkun starfsfólks sé síðasta úrræðið sem gripið verður til. Á sama tíma og ekki er orðið við fjárveitingarbeiðnum SHA er öðrum heilbrigðisstofnunum veittar hundruðir milljóna á fjáraukalögum vegna hallareksturs. Á þessu ári stefnir í að hallinn verði 42-43 milljónir króna og 67 milljóna króna halli varðaf rekstri SHA á síðasta ári. Í fjáraukalögum ársins 2006 sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi er ekki gert ráð fyrir fjárframlögum til þess að mæta hallarekstri SHA. Á sama tíma er lagt til að veittar verði 120 milljónir króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 1.000 milljónum til Landspítala-háskólasjúkrahúss, 93,6 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Austurlands, 144,7 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, 167,2 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og 73,2 milljónir króna til St. Jósefsspítala í Hafnarfirði auk fjárveitinga til minni heilbrigðisstofnana. Allar eru þessar fjárveitingar ætlaðar til þess að mæta aukinni þörf á rekstrarfjármagni. Þá má nefna að í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs er bætt 100 milljónum króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Guðjón Brjánsson segir í samtali við Skessuhorn að á undanförnum mánuðum hafi vandi SHA verið kynntur fyrir heilbrigðisyfirvöldum, fjárveitinganefnd og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þannig að vandi stofnunarinnar sé öllum ljós. Niðurstaðan sé hins vegar sú að ekki er lagt til aukið fjármagn til rekstursins og það séu skýr skilaboð til stjórnenda hennar. Því standi stjórnendur nú frammi fyrir því að þurfa að bregast við og nú séu tillögur í því efni í mótun. Á árinu 2004 fékk SHA hvatningarverðlaun fjármálaráðuneytisins í tengslum við útnefningu fyrirmyndarstofnunar í ríkisrekstri og var það í fyrsta skipti sem heilbrigðisstofnun kom til álita í þessu sambandi. Aðspurður hvort að bættur rekstur stofnunarinnar sé nú að koma í bakið á þeim sem þurfa að nýta þjónustu hennar með minnkandi fjárframlögum á sama tíma og öðrum stofnunum eru veittar ríflegar aukafjárveitingar vill Guðjón ekki tjá sig. Fjárveitingarvaldið ráði ferðinni og stjórnendur SHA telji sig þurfa að fara að fjárlögum og því þurfi nú að bregðast við að óbreyttu.
Heilbrigðismál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira