Niðurskurður og sumarlokanir hjá SHA 23. nóvember 2006 10:59 Stjórnendur Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar (SHA) á Akranesi undirbúa nú aðgerðir til þess að bregðast við hallarekstri á undanförnum tveimur árum. Frá þessu er greint á Fréttavef Skessuhorns. Óskir um aukin fjárframlög hafa engar undirtektir hlotið og því má nú búast við fækkun aðgerða og sumarlokunum deilda. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA, segir í samtali við Skessuhorn, að fækkun starfsfólks sé síðasta úrræðið sem gripið verður til. Á sama tíma og ekki er orðið við fjárveitingarbeiðnum SHA er öðrum heilbrigðisstofnunum veittar hundruðir milljóna á fjáraukalögum vegna hallareksturs. Á þessu ári stefnir í að hallinn verði 42-43 milljónir króna og 67 milljóna króna halli varðaf rekstri SHA á síðasta ári. Í fjáraukalögum ársins 2006 sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi er ekki gert ráð fyrir fjárframlögum til þess að mæta hallarekstri SHA. Á sama tíma er lagt til að veittar verði 120 milljónir króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 1.000 milljónum til Landspítala-háskólasjúkrahúss, 93,6 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Austurlands, 144,7 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, 167,2 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og 73,2 milljónir króna til St. Jósefsspítala í Hafnarfirði auk fjárveitinga til minni heilbrigðisstofnana. Allar eru þessar fjárveitingar ætlaðar til þess að mæta aukinni þörf á rekstrarfjármagni. Þá má nefna að í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs er bætt 100 milljónum króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Guðjón Brjánsson segir í samtali við Skessuhorn að á undanförnum mánuðum hafi vandi SHA verið kynntur fyrir heilbrigðisyfirvöldum, fjárveitinganefnd og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þannig að vandi stofnunarinnar sé öllum ljós. Niðurstaðan sé hins vegar sú að ekki er lagt til aukið fjármagn til rekstursins og það séu skýr skilaboð til stjórnenda hennar. Því standi stjórnendur nú frammi fyrir því að þurfa að bregast við og nú séu tillögur í því efni í mótun. Á árinu 2004 fékk SHA hvatningarverðlaun fjármálaráðuneytisins í tengslum við útnefningu fyrirmyndarstofnunar í ríkisrekstri og var það í fyrsta skipti sem heilbrigðisstofnun kom til álita í þessu sambandi. Aðspurður hvort að bættur rekstur stofnunarinnar sé nú að koma í bakið á þeim sem þurfa að nýta þjónustu hennar með minnkandi fjárframlögum á sama tíma og öðrum stofnunum eru veittar ríflegar aukafjárveitingar vill Guðjón ekki tjá sig. Fjárveitingarvaldið ráði ferðinni og stjórnendur SHA telji sig þurfa að fara að fjárlögum og því þurfi nú að bregðast við að óbreyttu. Heilbrigðismál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Stjórnendur Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar (SHA) á Akranesi undirbúa nú aðgerðir til þess að bregðast við hallarekstri á undanförnum tveimur árum. Frá þessu er greint á Fréttavef Skessuhorns. Óskir um aukin fjárframlög hafa engar undirtektir hlotið og því má nú búast við fækkun aðgerða og sumarlokunum deilda. Guðjón Brjánsson, framkvæmdastjóri SHA, segir í samtali við Skessuhorn, að fækkun starfsfólks sé síðasta úrræðið sem gripið verður til. Á sama tíma og ekki er orðið við fjárveitingarbeiðnum SHA er öðrum heilbrigðisstofnunum veittar hundruðir milljóna á fjáraukalögum vegna hallareksturs. Á þessu ári stefnir í að hallinn verði 42-43 milljónir króna og 67 milljóna króna halli varðaf rekstri SHA á síðasta ári. Í fjáraukalögum ársins 2006 sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi er ekki gert ráð fyrir fjárframlögum til þess að mæta hallarekstri SHA. Á sama tíma er lagt til að veittar verði 120 milljónir króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 1.000 milljónum til Landspítala-háskólasjúkrahúss, 93,6 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Austurlands, 144,7 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, 167,2 milljónum króna til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og 73,2 milljónir króna til St. Jósefsspítala í Hafnarfirði auk fjárveitinga til minni heilbrigðisstofnana. Allar eru þessar fjárveitingar ætlaðar til þess að mæta aukinni þörf á rekstrarfjármagni. Þá má nefna að í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs er bætt 100 milljónum króna til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Guðjón Brjánsson segir í samtali við Skessuhorn að á undanförnum mánuðum hafi vandi SHA verið kynntur fyrir heilbrigðisyfirvöldum, fjárveitinganefnd og þingmönnum Norðvesturkjördæmis þannig að vandi stofnunarinnar sé öllum ljós. Niðurstaðan sé hins vegar sú að ekki er lagt til aukið fjármagn til rekstursins og það séu skýr skilaboð til stjórnenda hennar. Því standi stjórnendur nú frammi fyrir því að þurfa að bregast við og nú séu tillögur í því efni í mótun. Á árinu 2004 fékk SHA hvatningarverðlaun fjármálaráðuneytisins í tengslum við útnefningu fyrirmyndarstofnunar í ríkisrekstri og var það í fyrsta skipti sem heilbrigðisstofnun kom til álita í þessu sambandi. Aðspurður hvort að bættur rekstur stofnunarinnar sé nú að koma í bakið á þeim sem þurfa að nýta þjónustu hennar með minnkandi fjárframlögum á sama tíma og öðrum stofnunum eru veittar ríflegar aukafjárveitingar vill Guðjón ekki tjá sig. Fjárveitingarvaldið ráði ferðinni og stjórnendur SHA telji sig þurfa að fara að fjárlögum og því þurfi nú að bregðast við að óbreyttu.
Heilbrigðismál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira