Við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar á Seyðisfirði við komu Norrænu í morgun, fannst talsvert magn af vaxtahormónum og sterum í bíl sem átti að flytja til landsins. Tollgæslan afhenti lögreglu embættisins málið til rannsóknar. Eigandi bifreiðarinnar viðurkenndi að eiga efnin og kvað þau ætluð til eigin nota.
Sprautuhylkin voru falin í farangri víðsvegar í bifreiðinni en um 200 hylki innihéldu vaxtahormón og tæplega 40 hylki innihéldu stera. Kaupverð var sagt um 500.000 íslenskra króna í landinu sem það var keypt, í Danmörku. Að loknum yfirheyrslum hjá lögreglu var viðkomandi aðila sleppt sem og samferðakonu hans. Málið telst upplýst.