Steingeld byggð á Slippsvæðinu 12. janúar 2007 18:39 Fyrirhuguð byggð á Slippsvæðinu er steingeld með háum, stórum og ljótum húsum, segir formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar sem vill kollvarpa hugmyndum um uppbyggingu við Mýrargötuna. Formaður skipulagsráðs segir þetta gott skipulag sem muni styrkja Vesturbæinn. Það eru mörg ár síðan kynnt var blokkaröð á slippsvæðinu við Mýrargötu í Reykjavík en ákvörðun um nýtt deiliskipulag verður tekin á allra næstu vikum. 18 aðilar sendu athugasemdir við Slippa- og Ellingsen reitinn við Mýrargötuna sem er hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem lengi hefur verið fyrirhuguð við Mýrargötuna, hinir eru Nýlendureiturinn og Héðinsreiturinn en á nýju deiliskipulagi fyrir Héðinsreitinn er meðal annars stór nokkurra hæða húsahringur sem áætlað er að byggja við og kringum Héðinshúsið við Seljaveg. Íbúasamtök Vesturbæjar sendu harðort bréf með athugasemdum við Slippa og Ellingsenreitinn. Formaður samtakanna, Gísli Þór Sigurþórsson, segir hugmyndir borgarinnar steingeldar og helst minna á hverfi í austurþýskum borgum. Hann vill lægri, fallegri og fámennari byggð með krókóttum götum, verslunum og veitingahúsum. Og svo er það rokið en áætlað er að Bræðraborgarstígurinn nái niður að sjó - fullkomin vindgöng fyrir norðanstorminn, segir Gísli. En er ekki nokkuð seint í rassinn gripið að senda inn athugasemdir núna? "Strax og þessar hugmyndir komu fram kom viðtal við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þar sem hún óskaði samstarfs. Íbúasamtökin sendu henni strax bréf. Við fengum aldrei svar." Hanna Birna Kristjánsdóttir er formaður Skipulagsráðs og segir athugasemdir Íbúasamtakanna verða skoðaðar. "Þetta skipulag við Mýrargötuna er búið að vera í undirbúningi í tæp 3 ár í afar miklu samráði og við erum búin að vera í viðræðum við bæði íbúa og hagsmunaaðila. Ég tel að skipulagið sé gott og íbúabyggð á þessu svæði muni styrkja bæði vesturbæinn og miðborgina. Þannig að ég get nú ekki tekið undir þetta." Fréttir Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Fyrirhuguð byggð á Slippsvæðinu er steingeld með háum, stórum og ljótum húsum, segir formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar sem vill kollvarpa hugmyndum um uppbyggingu við Mýrargötuna. Formaður skipulagsráðs segir þetta gott skipulag sem muni styrkja Vesturbæinn. Það eru mörg ár síðan kynnt var blokkaröð á slippsvæðinu við Mýrargötu í Reykjavík en ákvörðun um nýtt deiliskipulag verður tekin á allra næstu vikum. 18 aðilar sendu athugasemdir við Slippa- og Ellingsen reitinn við Mýrargötuna sem er hluti af þeirri miklu uppbyggingu sem lengi hefur verið fyrirhuguð við Mýrargötuna, hinir eru Nýlendureiturinn og Héðinsreiturinn en á nýju deiliskipulagi fyrir Héðinsreitinn er meðal annars stór nokkurra hæða húsahringur sem áætlað er að byggja við og kringum Héðinshúsið við Seljaveg. Íbúasamtök Vesturbæjar sendu harðort bréf með athugasemdum við Slippa og Ellingsenreitinn. Formaður samtakanna, Gísli Þór Sigurþórsson, segir hugmyndir borgarinnar steingeldar og helst minna á hverfi í austurþýskum borgum. Hann vill lægri, fallegri og fámennari byggð með krókóttum götum, verslunum og veitingahúsum. Og svo er það rokið en áætlað er að Bræðraborgarstígurinn nái niður að sjó - fullkomin vindgöng fyrir norðanstorminn, segir Gísli. En er ekki nokkuð seint í rassinn gripið að senda inn athugasemdir núna? "Strax og þessar hugmyndir komu fram kom viðtal við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur þar sem hún óskaði samstarfs. Íbúasamtökin sendu henni strax bréf. Við fengum aldrei svar." Hanna Birna Kristjánsdóttir er formaður Skipulagsráðs og segir athugasemdir Íbúasamtakanna verða skoðaðar. "Þetta skipulag við Mýrargötuna er búið að vera í undirbúningi í tæp 3 ár í afar miklu samráði og við erum búin að vera í viðræðum við bæði íbúa og hagsmunaaðila. Ég tel að skipulagið sé gott og íbúabyggð á þessu svæði muni styrkja bæði vesturbæinn og miðborgina. Þannig að ég get nú ekki tekið undir þetta."
Fréttir Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira