Elton haldinn af landi brott

Breski tónlistarmaðurinn Elton John sem kom hingað til lands í gær staldraði stutt við því rétt fyrir miðnætti hélt hann áleiðis til Atlanta í Bandaríkjunum. Hann gaf sér þó tíma til að leika nokkur lög í afmælisveislu Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa, sem haldin var í Reykjavík í gærkvöld. Popparinn varð að fljúga frá Keflavíkurflugvelli þar sem þota hans gat ekki hafið sig til flugs frá Reykjavík með stútfulla eldsneytistanka, auk þess sem bannað er að fljúga þaðan seint á kvöldin.