Elton söng afmælissönginn fyrir Ólaf 21. janúar 2007 12:21 Breski tónlistarmaðurinn Elton John staldraði stutt við á Íslandi því strax að loknum afmælistónleikum fyrir stjórnarformann Samskipa hélt hann til Bandaríkjanna.Mikil leynd hvíldi yfir komu Eltons John hingað til lands í gær enda voru tónleikar hans einungis fyrir útvalinn hóp gesta í fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Einkaþota hans lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsex í gærkvöld og var strax farið með kappann á hlýrri stað, enda býsna kalt í höfuðborginni í gær.Sjálf afmælisveislan fór fram í Ísheimum, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka í gær. Langt fram eftir kvöldi streymdu glæsijepparnir á svæðið sem var vandlega gætt af björgunarsveitarmönnum frá Landsbjörgu. Komst enginn inn nema sýna boðsmiða frá afmælisbarninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru um 400-500 manns í afmælinu og virtust allir skemmta sér hið besta, enda ekki annað hægt þegar slík dagskrá er í boði. Elton John lék í rúma klukkustund mörg af sínum frægustu lögum og klykkti svo út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans stigu Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur á svið. Popparinn lagði svo af stað til Atlanta frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið, bæði vegna þess að hún hafið sig til flugs frá Reykjavík með stútfulla eldsneytistanka, auk þess sem bannað er að fljúga þaðan seint á kvöldin. Fréttablaðið fullyrti í gær að kappinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir að koma fram í afmælisveislunni. Fyrr um daginn gáfu Ólafur og Ingibjörg Kristjánsdóttir eiginkona hans einn milljarð króna í nýstofnaðan velferðarsjóð. Fréttir Innlent Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Elton John staldraði stutt við á Íslandi því strax að loknum afmælistónleikum fyrir stjórnarformann Samskipa hélt hann til Bandaríkjanna.Mikil leynd hvíldi yfir komu Eltons John hingað til lands í gær enda voru tónleikar hans einungis fyrir útvalinn hóp gesta í fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Einkaþota hans lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsex í gærkvöld og var strax farið með kappann á hlýrri stað, enda býsna kalt í höfuðborginni í gær.Sjálf afmælisveislan fór fram í Ísheimum, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka í gær. Langt fram eftir kvöldi streymdu glæsijepparnir á svæðið sem var vandlega gætt af björgunarsveitarmönnum frá Landsbjörgu. Komst enginn inn nema sýna boðsmiða frá afmælisbarninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru um 400-500 manns í afmælinu og virtust allir skemmta sér hið besta, enda ekki annað hægt þegar slík dagskrá er í boði. Elton John lék í rúma klukkustund mörg af sínum frægustu lögum og klykkti svo út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans stigu Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur á svið. Popparinn lagði svo af stað til Atlanta frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið, bæði vegna þess að hún hafið sig til flugs frá Reykjavík með stútfulla eldsneytistanka, auk þess sem bannað er að fljúga þaðan seint á kvöldin. Fréttablaðið fullyrti í gær að kappinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir að koma fram í afmælisveislunni. Fyrr um daginn gáfu Ólafur og Ingibjörg Kristjánsdóttir eiginkona hans einn milljarð króna í nýstofnaðan velferðarsjóð.
Fréttir Innlent Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira