Kallar tónleikana sýndarmennsku 21. janúar 2007 18:45 MYND/Stöð 2 Breski tónlistarmaðurinn Elton John söng afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson, stjórnarformann Samskipa, í veislu í Reykjavík í gærkvöld en strax að henni lokinni hélt hann til Bandaríkjanna. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þessa uppákomu bera sýndarmennsku vitni.Elton John staldraði stutt við á Íslandi að þessu sinni og fór heimsókn hans afar leynt. Einkaþota kappans lenti á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir kvöldmatarleytið í gær og var ferðinni þaðan heitið í Ísheima, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka, þar sem afmælisveislan fór fram. Gestirnir skiptu hundruðum, þar á meðal voru fjölmargir fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samskipa. Fyrir utan húsakynnin gættu svo félagar í Landsbjörgu þess að engar boðflennur laumuðu sér inn. Í þá rúmu klukkustund sem Elton var á sviðinu lék hann mörg af sínum bestu lögum og klykkti loks út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans léku svo Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur.Í samtali við Stöð 2 í dag sagðist Ólafur að veislan hefði heppnast afar vel enda hefði undirbúningur að komu Eltons staðið lengi. Hann vildi ekki segja hvað tónleikarnir hefðu kostað en sagði getgátur um að popparinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir vikið ekki á rökum reistar.Óhætt er að segja að þessi uppákoma hafi vakið athygli í samfélaginu, hana bar meðal annars á góma í Silfri Egils í dag. Þar sagði Ásta Möller hana vera sýndarmennsku og nær hefði verið að Ólafur Ólafsson og eiginkona hans hefðu látið peningana renna í nýstofnaðan velgerðarsjóð sinn. Strax að loknum tónleikunum hélt Elton svo af stað til Atlanta í Bandaríkjunum frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið. Áður en hann fór gaf hann sér þó tíma til að kaupa listmuni af Ingu Elínu Kristinsdóttur glerlistakonu. Fréttir Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Elton John söng afmælissönginn fyrir Ólaf Ólafsson, stjórnarformann Samskipa, í veislu í Reykjavík í gærkvöld en strax að henni lokinni hélt hann til Bandaríkjanna. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þessa uppákomu bera sýndarmennsku vitni.Elton John staldraði stutt við á Íslandi að þessu sinni og fór heimsókn hans afar leynt. Einkaþota kappans lenti á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir kvöldmatarleytið í gær og var ferðinni þaðan heitið í Ísheima, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka, þar sem afmælisveislan fór fram. Gestirnir skiptu hundruðum, þar á meðal voru fjölmargir fyrrverandi og núverandi starfsmenn Samskipa. Fyrir utan húsakynnin gættu svo félagar í Landsbjörgu þess að engar boðflennur laumuðu sér inn. Í þá rúmu klukkustund sem Elton var á sviðinu lék hann mörg af sínum bestu lögum og klykkti loks út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans léku svo Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur.Í samtali við Stöð 2 í dag sagðist Ólafur að veislan hefði heppnast afar vel enda hefði undirbúningur að komu Eltons staðið lengi. Hann vildi ekki segja hvað tónleikarnir hefðu kostað en sagði getgátur um að popparinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir vikið ekki á rökum reistar.Óhætt er að segja að þessi uppákoma hafi vakið athygli í samfélaginu, hana bar meðal annars á góma í Silfri Egils í dag. Þar sagði Ásta Möller hana vera sýndarmennsku og nær hefði verið að Ólafur Ólafsson og eiginkona hans hefðu látið peningana renna í nýstofnaðan velgerðarsjóð sinn. Strax að loknum tónleikunum hélt Elton svo af stað til Atlanta í Bandaríkjunum frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið. Áður en hann fór gaf hann sér þó tíma til að kaupa listmuni af Ingu Elínu Kristinsdóttur glerlistakonu.
Fréttir Innlent Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira