Að minnsta kosti 20 eru fallnir og aðrir 20 særðir eftir sjálfsmorðsárás í Falluja, vestur af Bagdad, í morgun. Maður gyrtur sprengjubelti gekk inn hóp manna sem hugðust sækja um vinnu hjá lögreglu og sprengdi sig í loft upp með þessum afleiðingum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem uppreisnarmenn beina spjótum sínum að mönnum í leit að vinnu hjá yfirvöldum en uppreisnarmenn úr röðum súnníta hafa haft sig mikið í frammi í Anbar-héraði þar sem Falluja er að finna.
Tuttugu fallnir eftir sjálfsmorðsárás í Falluja
