Fasteignir þjóðarinnar minna virði en eignir Kaupþings Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 25. júlí 2007 18:56 Eignir Kaupþings banka eru nú tæplega þrjátíu prósent meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi. Metafkoma var á nær öllum sviðum hjá Kaupþingi á fyrri hluta ársins, en sex mánaða uppgjör var kynnt í dag. Það sperrir enginn eyrun lengur þótt íslensku bankarnir skili góðri afkomu. Stærstur þeirra er Kaupþing sem reið á vaðið í dag og kynnti sex mánaða uppgjör. Hagnaður eftir skatta á fyrri hluta ársins er 46,8 milljarðar króna. Rekstrartekjurnar voru nærri 96 milljarðar króna og jukust um 44 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Rösklega þriðjungur teknanna fæst af starfsemi á Íslandi, eða um 35 og hálfur milljarður, rúmir 27 á Norðurlöndunum og 24 í Bretlandi. Sérstaklega hækkuðu tekjur bankans af þóknunum, um 55%, mest á Bretlandi og Íslandi. Skýringin mun vera sveiflur í verkefnum. Vaxtatekjur jukust um 45% - mest á Íslandi, eða 60%. Skýringin á því mun vera að bankinn hefur dregið úr hlutabréfaeign sinni og sett fé inn á reikninga og sömuleiðis hefur útlánum fjölgað. Ekki fékkst uppgefið í dag hversu stór hluti af tekjunum kemur af viðskiptum við einstaklinga en að sögn forstjórans er um sjötíu prósent af hagnaðinum af fyrirtækja- og verðbréfastarfsemi. Þá voru heildareignir bankans orðnar í lok júní rúmir 4570 milljarðar króna. Þetta er ekki lítið. Um síðustu áramót var gangverð allra fasteigna á Íslandi metið á 3550 milljarða - rösklega þúsund milljörðum minna en eignir Kaupþings banka. Forstjórinn er að vonum sáttur og segir þetta metafkomu. Fréttir Innlent Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Sjá meira
Eignir Kaupþings banka eru nú tæplega þrjátíu prósent meiri en verðmæti allra fasteigna á Íslandi. Metafkoma var á nær öllum sviðum hjá Kaupþingi á fyrri hluta ársins, en sex mánaða uppgjör var kynnt í dag. Það sperrir enginn eyrun lengur þótt íslensku bankarnir skili góðri afkomu. Stærstur þeirra er Kaupþing sem reið á vaðið í dag og kynnti sex mánaða uppgjör. Hagnaður eftir skatta á fyrri hluta ársins er 46,8 milljarðar króna. Rekstrartekjurnar voru nærri 96 milljarðar króna og jukust um 44 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Rösklega þriðjungur teknanna fæst af starfsemi á Íslandi, eða um 35 og hálfur milljarður, rúmir 27 á Norðurlöndunum og 24 í Bretlandi. Sérstaklega hækkuðu tekjur bankans af þóknunum, um 55%, mest á Bretlandi og Íslandi. Skýringin mun vera sveiflur í verkefnum. Vaxtatekjur jukust um 45% - mest á Íslandi, eða 60%. Skýringin á því mun vera að bankinn hefur dregið úr hlutabréfaeign sinni og sett fé inn á reikninga og sömuleiðis hefur útlánum fjölgað. Ekki fékkst uppgefið í dag hversu stór hluti af tekjunum kemur af viðskiptum við einstaklinga en að sögn forstjórans er um sjötíu prósent af hagnaðinum af fyrirtækja- og verðbréfastarfsemi. Þá voru heildareignir bankans orðnar í lok júní rúmir 4570 milljarðar króna. Þetta er ekki lítið. Um síðustu áramót var gangverð allra fasteigna á Íslandi metið á 3550 milljarða - rösklega þúsund milljörðum minna en eignir Kaupþings banka. Forstjórinn er að vonum sáttur og segir þetta metafkomu.
Fréttir Innlent Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Sjá meira