Grímseyjarferjuklúðrið ekki látið óátalið Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 15. ágúst 2007 18:30 Verklagsreglur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup á Grímseyjarferjunni og það verður ekki látið óátalið. Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa varað bæði Vegagerðina og samgönguráðuneytið við því að kostnaður við ferjuna yrði mun meiri en áætlað var. Í Grímseyjarferjuklúðrinu virðast margir sammála um að Vegagerðin og Samgönguráðuneytið beri ábyrgðina á því að hlutirnir fóru úrskeiðis - þó að núverandi samgönguráðherra hafi aðeins nafngreint einn mann, Einar Hermannsson skipaverkfræðing og ráðgjafa. Vegamálastjóri gekkst fúslega við ábyrgð sinni og Vegagerðarinnar í viðtölum í gær. Þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, vill ekki tjá sig um málið að sinni. En nú síðdegis kom yfirlýsing frá Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra þar sem hún segir málið litið alvarlegum augum og skýrar verkslagsreglur ráðuneytisins hafi verið brotnar. Í lokin segir: Tekið verður á því með viðeigandi hætti - en ekki er ljóst hvað felst í þeim orðum. Ekki náðist í Ragnhildi í dag. Grímseyingar eru ekki fyllilega sáttir við skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar er sagt að Grímseyingar hafi ekki gert athugasemdir við fyrirhuguð kaup og síðan samþykkt þau formlega haustið 2005. Þessu hafna Grímseyingar og segja að bæði í símtölum og tölvupóstum hafi þeir sagt með skýrum hætti að ekki kæmi til greina að kaupa ferjuna. Í tölvupósti í september 2005 segir sveitarstjórnint hreint út að hún geti ekki mælt með að gengið verði frá kaupum á skipinu. Í ljósi þess að bæði Einar Hermannsson skipaverkfræðingur og ríkisendurskoðun tala um að mikill þrýstingur hafi verið frá Samgönguráðuneytinu á bæði Grímseyinga og Vegagerðina - að kaupa ferjuna - er athyglisvert að lesa tölvupóst sem barst frá skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu þann 28. sept. þar sem segir að menn vilji ekki kaupa köttinn í sekknum OG að menn hafi nokkuð svigrúm til að leggja út í kostnað við að gera skipið sem best úr garði. Úr þessu verður ekki lesið að ráðuneytið hafi haldið fast um fjármuni í tengslum við viðgerð á skipinu, né hafi þeir lagt að Grímseyingum að hemja kröfur sínar. Enda má lesa út úr skýrslu gærdagsins að þótt kröfur Grímseyinga í viðbótarkostnaði vegi drjúgt er megnið af honum tilkominn vegna alþjóðlegra flokkunar eða tryggingafélagsins Lloyd Register. Kröfur þess, sem tekur út skip sem þessi til að tryggja að þau uppfylli staðla, hefðu varla átt að koma mönnum í opna skjöldu. Fréttir Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Verklagsreglur samgönguráðuneytisins voru brotnar við kaup á Grímseyjarferjunni og það verður ekki látið óátalið. Sveitarstjóri Grímseyjar segir heimamenn hafa varað bæði Vegagerðina og samgönguráðuneytið við því að kostnaður við ferjuna yrði mun meiri en áætlað var. Í Grímseyjarferjuklúðrinu virðast margir sammála um að Vegagerðin og Samgönguráðuneytið beri ábyrgðina á því að hlutirnir fóru úrskeiðis - þó að núverandi samgönguráðherra hafi aðeins nafngreint einn mann, Einar Hermannsson skipaverkfræðing og ráðgjafa. Vegamálastjóri gekkst fúslega við ábyrgð sinni og Vegagerðarinnar í viðtölum í gær. Þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, vill ekki tjá sig um málið að sinni. En nú síðdegis kom yfirlýsing frá Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra þar sem hún segir málið litið alvarlegum augum og skýrar verkslagsreglur ráðuneytisins hafi verið brotnar. Í lokin segir: Tekið verður á því með viðeigandi hætti - en ekki er ljóst hvað felst í þeim orðum. Ekki náðist í Ragnhildi í dag. Grímseyingar eru ekki fyllilega sáttir við skýrslu Ríkisendurskoðunar en þar er sagt að Grímseyingar hafi ekki gert athugasemdir við fyrirhuguð kaup og síðan samþykkt þau formlega haustið 2005. Þessu hafna Grímseyingar og segja að bæði í símtölum og tölvupóstum hafi þeir sagt með skýrum hætti að ekki kæmi til greina að kaupa ferjuna. Í tölvupósti í september 2005 segir sveitarstjórnint hreint út að hún geti ekki mælt með að gengið verði frá kaupum á skipinu. Í ljósi þess að bæði Einar Hermannsson skipaverkfræðingur og ríkisendurskoðun tala um að mikill þrýstingur hafi verið frá Samgönguráðuneytinu á bæði Grímseyinga og Vegagerðina - að kaupa ferjuna - er athyglisvert að lesa tölvupóst sem barst frá skrifstofustjóra í samgönguráðuneytinu þann 28. sept. þar sem segir að menn vilji ekki kaupa köttinn í sekknum OG að menn hafi nokkuð svigrúm til að leggja út í kostnað við að gera skipið sem best úr garði. Úr þessu verður ekki lesið að ráðuneytið hafi haldið fast um fjármuni í tengslum við viðgerð á skipinu, né hafi þeir lagt að Grímseyingum að hemja kröfur sínar. Enda má lesa út úr skýrslu gærdagsins að þótt kröfur Grímseyinga í viðbótarkostnaði vegi drjúgt er megnið af honum tilkominn vegna alþjóðlegra flokkunar eða tryggingafélagsins Lloyd Register. Kröfur þess, sem tekur út skip sem þessi til að tryggja að þau uppfylli staðla, hefðu varla átt að koma mönnum í opna skjöldu.
Fréttir Innlent Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira