Afmælisgjafirnar brunnu upp Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 19. september 2007 18:28 Græddur er geymdur eyrir. Eða ekki. Afmælisgjafir sem lagðar voru af hugulsemi og fyrirhyggju inn á sparisjóðsbók hjá ungum pilti á sjöunda áratugnum, allt frá því hann var eins árs og fram að fermingu, urðu að engu á nokkrum áratugum. Á svokölluðum vöxtum. Í Bítinu á Bylgjunni var fyrir skömmu viðtal við Stefán Halldórsson sem fékk ársgamall sparisjóðsbók í Búnaðarbankanum. Þetta var árið 1960. Næstu tólf árin voru lagðar inn á bókina afmælisgjafir og þessháttar, síðast árið 1972. Þá voru 2759 krónur og 80 aurar inni á bókinni. Bókin fannst svo fyrir tilviljun nýverið þegar móðir Stefáns var að róta í kössum uppi á háalofti. Stefáni lék forvitni á að vita hversu há upphæðin væri í dag en þá hafði hún legið óhreyfð á vöxtum í 35 ár og gæti því verið orðin drjúgur skildingur. Óekki. Nú á Stefán heilar 939 krónur inni hjá Kaupþingi. Tölurnar segja kannski lítið - en verðsamanburður sýnir að í stað þess að vaxa, eins og maður ætlast til af bankainnistæðum - hefur upphæðin rýrnað. Verulega. Kíkjum á nokkrar nauðsynjar. Fyrir 35 árum gastu keypt 178 lítra af mjólk fyrir 2759 kr. Í dag færðu 13 lítra fyrir 939 kr. Sjötíu og tvö gastu farið 317 sinnum í strætó á afsláttarmiða. Í dag kemstu fjórar afsláttarferðir með strætó. Þá gastu dælt 172 lítrum af bensíni á bílinn. Miðað við algengt verð á bensíni í dag - færðu 7 lítra. Þá fékkstu 3,15 lítra af brennivíni fyrir upphæðina. Nú færðu tæpan fjórðung úr lítra. Og þá er það sígarettupakkinn. Þá fékkstu 39 pakka, nú færðu um það bil einn og hálfan pakka af winston. Stefán sagði í samtali við fréttastofu sérstakt að í ljósi lúxusferða og ofurlauna manna sem þéna jafnmikið á ári og verkamenn alla starfsævina - að þeir sem lögðu grunninn að þessum bönkum - fái svona ávöxtun. Svona ávöxtun er bara grín, sagði Stefán. Það má með sanni segja því miðað við sígarettuvísitöluna hefur upphæðin rýrnað um 96% - en 99% ef miðað er við afsláttarferð í strætó. Fréttir Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Græddur er geymdur eyrir. Eða ekki. Afmælisgjafir sem lagðar voru af hugulsemi og fyrirhyggju inn á sparisjóðsbók hjá ungum pilti á sjöunda áratugnum, allt frá því hann var eins árs og fram að fermingu, urðu að engu á nokkrum áratugum. Á svokölluðum vöxtum. Í Bítinu á Bylgjunni var fyrir skömmu viðtal við Stefán Halldórsson sem fékk ársgamall sparisjóðsbók í Búnaðarbankanum. Þetta var árið 1960. Næstu tólf árin voru lagðar inn á bókina afmælisgjafir og þessháttar, síðast árið 1972. Þá voru 2759 krónur og 80 aurar inni á bókinni. Bókin fannst svo fyrir tilviljun nýverið þegar móðir Stefáns var að róta í kössum uppi á háalofti. Stefáni lék forvitni á að vita hversu há upphæðin væri í dag en þá hafði hún legið óhreyfð á vöxtum í 35 ár og gæti því verið orðin drjúgur skildingur. Óekki. Nú á Stefán heilar 939 krónur inni hjá Kaupþingi. Tölurnar segja kannski lítið - en verðsamanburður sýnir að í stað þess að vaxa, eins og maður ætlast til af bankainnistæðum - hefur upphæðin rýrnað. Verulega. Kíkjum á nokkrar nauðsynjar. Fyrir 35 árum gastu keypt 178 lítra af mjólk fyrir 2759 kr. Í dag færðu 13 lítra fyrir 939 kr. Sjötíu og tvö gastu farið 317 sinnum í strætó á afsláttarmiða. Í dag kemstu fjórar afsláttarferðir með strætó. Þá gastu dælt 172 lítrum af bensíni á bílinn. Miðað við algengt verð á bensíni í dag - færðu 7 lítra. Þá fékkstu 3,15 lítra af brennivíni fyrir upphæðina. Nú færðu tæpan fjórðung úr lítra. Og þá er það sígarettupakkinn. Þá fékkstu 39 pakka, nú færðu um það bil einn og hálfan pakka af winston. Stefán sagði í samtali við fréttastofu sérstakt að í ljósi lúxusferða og ofurlauna manna sem þéna jafnmikið á ári og verkamenn alla starfsævina - að þeir sem lögðu grunninn að þessum bönkum - fái svona ávöxtun. Svona ávöxtun er bara grín, sagði Stefán. Það má með sanni segja því miðað við sígarettuvísitöluna hefur upphæðin rýrnað um 96% - en 99% ef miðað er við afsláttarferð í strætó.
Fréttir Innlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira