Skaðabætur vegna brunalóða Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 24. september 2007 18:30 Borgin gæti þurft að reiða fram á fjórða tug milljóna króna í skaðabætur til eigenda brunalóðarinnar að Austurstræti 22 því ekki er gert ráð fyrir að fullnýta byggingarrétt lóðarinnar. Þegar borgin reyndi að kaupa brunalóðirnar í vor slitnaði upp úr viðræðum því mikið bar í milli - eigendur Austurstrætis 22, vildu til dæmis fá um 40-50% hærra verð fyrir lóðina - og byggingarréttinn - en borgin bauð. En hvers virði er byggingarréttur? Við Austurstræti 22 má byggja um 1640 fermetra hús, fjórar hæðir og ris. Fréttastofa hafði í dag samband við fasteignasala í Reykjavík sem taldi raunhæft að um 100.000 kr. fengjust fyrir fermetrann af byggingarrétti á þessari lóð. Byggingarréttur við Lindargötu er nú í sölu og ásett fermetraverð er rétt um 120 þúsund krónur. Miðað við það, færi lóðin við Austurstræti á röskar 200 milljónir. Hver hæð í slíku húsi væri því komin í um 40 milljónir - áður en búið er að taka fyrstu skóflustunguna. Verðmætið felst m.a. í byggingarrétti sem borgarstjórn samþykkti - fyrir 20 árum. Sigurtillagan í hugmyndasamkeppninni sem kynnt var fyrir skömmu, gerir ráð fyrir um það bil 1300 fermetra húsi. Ef sú tillaga nær fram að ganga verður á fjórða hundrað fermetra byggingarréttur ekki nýttur - og samkvæmt áliti lögmanna hjá borginni hefur þar með stofnast skaðabótaréttur. Miðað við þær tölur sem fréttastofa hefur aflað í dag þýðir það að borgin gæti þurft að reiða út á fjórða tug milljóna í skaðabætur - bara fyrir lóðina við Austurstræti. Fréttir Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Borgin gæti þurft að reiða fram á fjórða tug milljóna króna í skaðabætur til eigenda brunalóðarinnar að Austurstræti 22 því ekki er gert ráð fyrir að fullnýta byggingarrétt lóðarinnar. Þegar borgin reyndi að kaupa brunalóðirnar í vor slitnaði upp úr viðræðum því mikið bar í milli - eigendur Austurstrætis 22, vildu til dæmis fá um 40-50% hærra verð fyrir lóðina - og byggingarréttinn - en borgin bauð. En hvers virði er byggingarréttur? Við Austurstræti 22 má byggja um 1640 fermetra hús, fjórar hæðir og ris. Fréttastofa hafði í dag samband við fasteignasala í Reykjavík sem taldi raunhæft að um 100.000 kr. fengjust fyrir fermetrann af byggingarrétti á þessari lóð. Byggingarréttur við Lindargötu er nú í sölu og ásett fermetraverð er rétt um 120 þúsund krónur. Miðað við það, færi lóðin við Austurstræti á röskar 200 milljónir. Hver hæð í slíku húsi væri því komin í um 40 milljónir - áður en búið er að taka fyrstu skóflustunguna. Verðmætið felst m.a. í byggingarrétti sem borgarstjórn samþykkti - fyrir 20 árum. Sigurtillagan í hugmyndasamkeppninni sem kynnt var fyrir skömmu, gerir ráð fyrir um það bil 1300 fermetra húsi. Ef sú tillaga nær fram að ganga verður á fjórða hundrað fermetra byggingarréttur ekki nýttur - og samkvæmt áliti lögmanna hjá borginni hefur þar með stofnast skaðabótaréttur. Miðað við þær tölur sem fréttastofa hefur aflað í dag þýðir það að borgin gæti þurft að reiða út á fjórða tug milljóna í skaðabætur - bara fyrir lóðina við Austurstræti.
Fréttir Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira