Körfubolti

Bandaríkjamenn burstuðu Litháa

Dwyane Wade skorar hér tvö af nítján stigum sínum gegn Litháum
Dwyane Wade skorar hér tvö af nítján stigum sínum gegn Litháum NordcPhotos/GettyImages

Bandaríska körfuboltalandsliðið átti ekki í teljandi vandræðum með lið Litháa þegar liðin mættust í æfingaleik fyrir Ólympíuleikana í Kína í dag. Sigur Bandaríkjamanna var aldrei í hættu eftir að liðið náði 16 stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann og sigraði að lokum 120-84.

Varamaðurinn Dwyane Wade frá Miami Heat skoraði 19 stig fyrir Bandaríkjamenn, Dwight Howard skoraði 17 stig, Michael Redd 16 og LeBron James 15.

Rimantas Kaukenas var atkvæðamestu með 17 stig fyrir Litháa.

Þetta var þriðji sigur Bandaríkjamanna í röð í undirbúningnum fyrir ÓL og annar sigur liðsins á tveimur dögum síðan það kom til Kína.

Smelltu hér til að sjá tölfræði leiksins í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×