Skyggnst í sjúkan hug Fritzl Atli Steinn Guðmundsson skrifar 29. apríl 2008 21:40 Fritzl við fangaklefa sinn. MYND/AP Lið lögreglu, lækna og fólks sem þekkir hinn austurríska Josef Fritzl vinnur nú að því að skilgreina hvernig honum tókst að lifa algjörlega tvöföldu lífi í austurríska smábænum Amstetten þar sem hann hélt dóttur sinni og börnum sem hann átti með henni föngnum í kjallara í tæpan aldarfjórðung. Allt frá 1984 tókst Fritzl að lifa hinu tvöfalda lífi sínu, óáreittur af nágrönnum og yfirvöldum og það, sem meira er, konu sinni, Rosemarie Fritzl sem samkvæmt lögreglu hafði aldrei hugmynd um dýflissuna í kjallaranum. Franz Polzer, talsmaður lögreglunnar, sagði Fritzl vera óvenjulega orkumikinn og stjórnsaman og þeim eiginleikum sínum hefði hann m.a. beitt til að koma fjölskyldu sinni í skilning um að öllum væri stranglega bannað að koma nálægt kjallaranum á heimili þeirra. Sálfræðingurinn Kristina Downing-Orr, sem hefur kynnt sér atferli Fritzl síðan málið varð lýðum ljóst, segir að það sem geri hann hvað mest óhugnanlegan sé hinn ótrúlegi og sjaldgæfi andfélagslegi persónuleiki sem Fritzl hafi fóstrað og kom honum í gegnum öll dagleg samskipti við samferðarmenn sína án þess að þeir yrðu nokkurn tíma nokkurs varir. Neðanjarðarpersónan og hinn Austurríski geðlæknirinn Reinhard Haller telur Fritzl haldinn miklu stórmennskubrjálæði og að hann hljóti að telja sig hafinn langt yfir annað fólk. Enn fremur telur hann Fritzl stjórnast af ríkulegri hvöt til að hafa stjórn á öðrum auk þess sem hann elski sjálfan sig svo jaðri við þráhyggju. Réttargeðlæknirinn Sigrun Rossmanith telur Fritzl eiga sér tvo persónuleika, neðanjarðarpersónuna og hinn sem bjó uppi á yfirborðinu. Kona nokkur sem býr í Amstetten lét þess hins vegar getið að Fritzl hefði ávallt komið fyrir sjónir sem ástríkur afi sem gerði allt sem í hans valdi stæði til að barnabörnunum, sem voru yfirgefin af móður sinni, liði vel. „Við vorum alltaf að velta því fyrir okkur hvers konar móðir gerði slíkt," sagði konan. „Ég get ekki sagt til um það eins og sakir standa," sagði Rudolf Mayer, lögmaður Fritzls, þegar álits hans var leitað um hvort skjólstæðingur hans sýndi einhver merki eftirsjár. CNN greindi frá þessu. Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Lið lögreglu, lækna og fólks sem þekkir hinn austurríska Josef Fritzl vinnur nú að því að skilgreina hvernig honum tókst að lifa algjörlega tvöföldu lífi í austurríska smábænum Amstetten þar sem hann hélt dóttur sinni og börnum sem hann átti með henni föngnum í kjallara í tæpan aldarfjórðung. Allt frá 1984 tókst Fritzl að lifa hinu tvöfalda lífi sínu, óáreittur af nágrönnum og yfirvöldum og það, sem meira er, konu sinni, Rosemarie Fritzl sem samkvæmt lögreglu hafði aldrei hugmynd um dýflissuna í kjallaranum. Franz Polzer, talsmaður lögreglunnar, sagði Fritzl vera óvenjulega orkumikinn og stjórnsaman og þeim eiginleikum sínum hefði hann m.a. beitt til að koma fjölskyldu sinni í skilning um að öllum væri stranglega bannað að koma nálægt kjallaranum á heimili þeirra. Sálfræðingurinn Kristina Downing-Orr, sem hefur kynnt sér atferli Fritzl síðan málið varð lýðum ljóst, segir að það sem geri hann hvað mest óhugnanlegan sé hinn ótrúlegi og sjaldgæfi andfélagslegi persónuleiki sem Fritzl hafi fóstrað og kom honum í gegnum öll dagleg samskipti við samferðarmenn sína án þess að þeir yrðu nokkurn tíma nokkurs varir. Neðanjarðarpersónan og hinn Austurríski geðlæknirinn Reinhard Haller telur Fritzl haldinn miklu stórmennskubrjálæði og að hann hljóti að telja sig hafinn langt yfir annað fólk. Enn fremur telur hann Fritzl stjórnast af ríkulegri hvöt til að hafa stjórn á öðrum auk þess sem hann elski sjálfan sig svo jaðri við þráhyggju. Réttargeðlæknirinn Sigrun Rossmanith telur Fritzl eiga sér tvo persónuleika, neðanjarðarpersónuna og hinn sem bjó uppi á yfirborðinu. Kona nokkur sem býr í Amstetten lét þess hins vegar getið að Fritzl hefði ávallt komið fyrir sjónir sem ástríkur afi sem gerði allt sem í hans valdi stæði til að barnabörnunum, sem voru yfirgefin af móður sinni, liði vel. „Við vorum alltaf að velta því fyrir okkur hvers konar móðir gerði slíkt," sagði konan. „Ég get ekki sagt til um það eins og sakir standa," sagði Rudolf Mayer, lögmaður Fritzls, þegar álits hans var leitað um hvort skjólstæðingur hans sýndi einhver merki eftirsjár. CNN greindi frá þessu.
Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira