Skyggnst í sjúkan hug Fritzl Atli Steinn Guðmundsson skrifar 29. apríl 2008 21:40 Fritzl við fangaklefa sinn. MYND/AP Lið lögreglu, lækna og fólks sem þekkir hinn austurríska Josef Fritzl vinnur nú að því að skilgreina hvernig honum tókst að lifa algjörlega tvöföldu lífi í austurríska smábænum Amstetten þar sem hann hélt dóttur sinni og börnum sem hann átti með henni föngnum í kjallara í tæpan aldarfjórðung. Allt frá 1984 tókst Fritzl að lifa hinu tvöfalda lífi sínu, óáreittur af nágrönnum og yfirvöldum og það, sem meira er, konu sinni, Rosemarie Fritzl sem samkvæmt lögreglu hafði aldrei hugmynd um dýflissuna í kjallaranum. Franz Polzer, talsmaður lögreglunnar, sagði Fritzl vera óvenjulega orkumikinn og stjórnsaman og þeim eiginleikum sínum hefði hann m.a. beitt til að koma fjölskyldu sinni í skilning um að öllum væri stranglega bannað að koma nálægt kjallaranum á heimili þeirra. Sálfræðingurinn Kristina Downing-Orr, sem hefur kynnt sér atferli Fritzl síðan málið varð lýðum ljóst, segir að það sem geri hann hvað mest óhugnanlegan sé hinn ótrúlegi og sjaldgæfi andfélagslegi persónuleiki sem Fritzl hafi fóstrað og kom honum í gegnum öll dagleg samskipti við samferðarmenn sína án þess að þeir yrðu nokkurn tíma nokkurs varir. Neðanjarðarpersónan og hinn Austurríski geðlæknirinn Reinhard Haller telur Fritzl haldinn miklu stórmennskubrjálæði og að hann hljóti að telja sig hafinn langt yfir annað fólk. Enn fremur telur hann Fritzl stjórnast af ríkulegri hvöt til að hafa stjórn á öðrum auk þess sem hann elski sjálfan sig svo jaðri við þráhyggju. Réttargeðlæknirinn Sigrun Rossmanith telur Fritzl eiga sér tvo persónuleika, neðanjarðarpersónuna og hinn sem bjó uppi á yfirborðinu. Kona nokkur sem býr í Amstetten lét þess hins vegar getið að Fritzl hefði ávallt komið fyrir sjónir sem ástríkur afi sem gerði allt sem í hans valdi stæði til að barnabörnunum, sem voru yfirgefin af móður sinni, liði vel. „Við vorum alltaf að velta því fyrir okkur hvers konar móðir gerði slíkt," sagði konan. „Ég get ekki sagt til um það eins og sakir standa," sagði Rudolf Mayer, lögmaður Fritzls, þegar álits hans var leitað um hvort skjólstæðingur hans sýndi einhver merki eftirsjár. CNN greindi frá þessu. Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Lið lögreglu, lækna og fólks sem þekkir hinn austurríska Josef Fritzl vinnur nú að því að skilgreina hvernig honum tókst að lifa algjörlega tvöföldu lífi í austurríska smábænum Amstetten þar sem hann hélt dóttur sinni og börnum sem hann átti með henni föngnum í kjallara í tæpan aldarfjórðung. Allt frá 1984 tókst Fritzl að lifa hinu tvöfalda lífi sínu, óáreittur af nágrönnum og yfirvöldum og það, sem meira er, konu sinni, Rosemarie Fritzl sem samkvæmt lögreglu hafði aldrei hugmynd um dýflissuna í kjallaranum. Franz Polzer, talsmaður lögreglunnar, sagði Fritzl vera óvenjulega orkumikinn og stjórnsaman og þeim eiginleikum sínum hefði hann m.a. beitt til að koma fjölskyldu sinni í skilning um að öllum væri stranglega bannað að koma nálægt kjallaranum á heimili þeirra. Sálfræðingurinn Kristina Downing-Orr, sem hefur kynnt sér atferli Fritzl síðan málið varð lýðum ljóst, segir að það sem geri hann hvað mest óhugnanlegan sé hinn ótrúlegi og sjaldgæfi andfélagslegi persónuleiki sem Fritzl hafi fóstrað og kom honum í gegnum öll dagleg samskipti við samferðarmenn sína án þess að þeir yrðu nokkurn tíma nokkurs varir. Neðanjarðarpersónan og hinn Austurríski geðlæknirinn Reinhard Haller telur Fritzl haldinn miklu stórmennskubrjálæði og að hann hljóti að telja sig hafinn langt yfir annað fólk. Enn fremur telur hann Fritzl stjórnast af ríkulegri hvöt til að hafa stjórn á öðrum auk þess sem hann elski sjálfan sig svo jaðri við þráhyggju. Réttargeðlæknirinn Sigrun Rossmanith telur Fritzl eiga sér tvo persónuleika, neðanjarðarpersónuna og hinn sem bjó uppi á yfirborðinu. Kona nokkur sem býr í Amstetten lét þess hins vegar getið að Fritzl hefði ávallt komið fyrir sjónir sem ástríkur afi sem gerði allt sem í hans valdi stæði til að barnabörnunum, sem voru yfirgefin af móður sinni, liði vel. „Við vorum alltaf að velta því fyrir okkur hvers konar móðir gerði slíkt," sagði konan. „Ég get ekki sagt til um það eins og sakir standa," sagði Rudolf Mayer, lögmaður Fritzls, þegar álits hans var leitað um hvort skjólstæðingur hans sýndi einhver merki eftirsjár. CNN greindi frá þessu.
Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira