Erlent

Elisabeth Fritzl: „Ég vil aldrei sjá hann aftur"

Húsið í Amstetten þar sem Frizl fólkið bjó. Mynd/ AFP.
Húsið í Amstetten þar sem Frizl fólkið bjó. Mynd/ AFP.

Hin 42 ára gamla Elisabeth Frizl var aðskilin frá fjölskyldu sinni þegar hún var 18 ára gömul. Frá þeim tíma hefur hún verið lokuð í dýflissu föður síns og ól honum sjö börn. Nú hefur hún sameinast fjölskyldu sinni á nýjan leik og eitt er víst. Elísabet vill aldrei aftur sjá föður sinn.

„Ég trúi ekki að ég sé sloppin út. Mér datt aldrei til hugar að ég ætti eftir að sjá þig aftur. Ég vil aldrei sjá hann aftur". Þetta segir Gabríelle Fritz að hafi verið fyrstu orð Elisabeth, systur hennar, þegar hún losnaði úr dýflissunni.

Í Extra Bladet er greint frá því að þegar Elisabeth hafi hitt að nýju börnin sín þrjú, sem losnuðu úr kjallaranum, hafi hún faðmað þau þétt að sér, strokið þeim yfir hárið og sagt: „Börnin mín. Þið eruð svo falleg". Þegar hún sá móður sína í fyrsta sinn í mörg ár brotnaði hún saman.

„Ég trúi ekki að ég sé laus. Er þetta virkilega þú?," sagði Elisabet með tár á hvarmi þegar hún og móðir hennar féllust í faðma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×