Kotila: Verður vonandi lítið skorað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 14:07 Geof Kotila, þjálfari Snæfells. Mynd/Daníel Geof Kotila, þjálfari Snæfells, segir í samtali við Vísi að sínir menn þurfi að spila góða vörn í kvöld til að vinna sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell leiðir einvígið, 2-1, eftir að hafa unnið fyrstu tvær viðureignirnar. Grindavík svaraði með því að sigra í síðasta leik en liðin mætast í Stykkishólmi í kvöld. Kotila var í óða önn að undirbúa sig fyrir leikinn þegar Vísir heyrði í honum en hann var þó ekki að stressa sig um of fyrir kvöldið. „Þessir leikir eru með svo stuttu millibili að það gefst varla tækifæri til að verða of stressaður," sagði hann í léttum dúr. Ef Grindavík vinnur í kvöld verða þeir á heimavelli í oddaleiknum sem gæti reynst dýrmætt. Kotila lítur þó ekki á leikinn sem svo að það sé að duga eða drepast fyrir sína menn. „Við viljum auðvitað vinna en ef við töpum þá verður það ekkert létt fyrir þá að vinna fimmta leikinn. Við lentum í svipaðri aðstöðu gegn KR í undanúrslitum í fyrra. Þá komumst við 2-1 yfir, töpuðum fjórða leiknum heima og svo þeim fimmta afar naumlega á útivelli. Þar vorum við yfir allan leikinn þar til þrjár sekúndur voru til leiksloka." „Ef einhver hefði sagt mér fyrir þessa rimmu að við myndum komast í 2-1 forystu og fá tækifæri til að klára seríuna á heimavelli hefði ég tekið því fegins hendi. Ég er því ekkert of svekktur á tapinu í síðasta leik. Það verður bara að segjast að þeir spiluðu vel og við illa," sagði Kotila. „Mér fannst í raun ótrúlegt hversu jafn leikurinn var því við vorum að spila mjög illa. Við köstuðum boltanum ítrekað frá okkur en það má ekki taka það af Grindvíkingum að þeir spiluðu með stolti. Frikki er líka mjög klókur þjálfari og breytti aðeins um taktík sem við verðum að takast betur á við í kvöld til að vinna." Hann vonast til að leikurinn í kvöld muni snúast um hvort liðið spili betri varnarleik heldur en í sókn. „Þeir eru með svo mörg vopn í sínu búri og svo marga leikmenn sem geta skorað. Ég tel að við búum ekki svo vel og verðum því að treysta á varnarleikinn. Ég vona því að það verði lítið skorað en það er mjög erfitt að ætla að halda þeim niðri." Fjárhúsið verður væntanlega troðfullt í kvöld en Kotila segir að það ríki afar góð stemning í bænum. „Þetta er frábær tími, bæði fyrir bæinn og körfuboltann." Leikurinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. 14. apríl 2008 15:09 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Geof Kotila, þjálfari Snæfells, segir í samtali við Vísi að sínir menn þurfi að spila góða vörn í kvöld til að vinna sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell leiðir einvígið, 2-1, eftir að hafa unnið fyrstu tvær viðureignirnar. Grindavík svaraði með því að sigra í síðasta leik en liðin mætast í Stykkishólmi í kvöld. Kotila var í óða önn að undirbúa sig fyrir leikinn þegar Vísir heyrði í honum en hann var þó ekki að stressa sig um of fyrir kvöldið. „Þessir leikir eru með svo stuttu millibili að það gefst varla tækifæri til að verða of stressaður," sagði hann í léttum dúr. Ef Grindavík vinnur í kvöld verða þeir á heimavelli í oddaleiknum sem gæti reynst dýrmætt. Kotila lítur þó ekki á leikinn sem svo að það sé að duga eða drepast fyrir sína menn. „Við viljum auðvitað vinna en ef við töpum þá verður það ekkert létt fyrir þá að vinna fimmta leikinn. Við lentum í svipaðri aðstöðu gegn KR í undanúrslitum í fyrra. Þá komumst við 2-1 yfir, töpuðum fjórða leiknum heima og svo þeim fimmta afar naumlega á útivelli. Þar vorum við yfir allan leikinn þar til þrjár sekúndur voru til leiksloka." „Ef einhver hefði sagt mér fyrir þessa rimmu að við myndum komast í 2-1 forystu og fá tækifæri til að klára seríuna á heimavelli hefði ég tekið því fegins hendi. Ég er því ekkert of svekktur á tapinu í síðasta leik. Það verður bara að segjast að þeir spiluðu vel og við illa," sagði Kotila. „Mér fannst í raun ótrúlegt hversu jafn leikurinn var því við vorum að spila mjög illa. Við köstuðum boltanum ítrekað frá okkur en það má ekki taka það af Grindvíkingum að þeir spiluðu með stolti. Frikki er líka mjög klókur þjálfari og breytti aðeins um taktík sem við verðum að takast betur á við í kvöld til að vinna." Hann vonast til að leikurinn í kvöld muni snúast um hvort liðið spili betri varnarleik heldur en í sókn. „Þeir eru með svo mörg vopn í sínu búri og svo marga leikmenn sem geta skorað. Ég tel að við búum ekki svo vel og verðum því að treysta á varnarleikinn. Ég vona því að það verði lítið skorað en það er mjög erfitt að ætla að halda þeim niðri." Fjárhúsið verður væntanlega troðfullt í kvöld en Kotila segir að það ríki afar góð stemning í bænum. „Þetta er frábær tími, bæði fyrir bæinn og körfuboltann." Leikurinn hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. 14. apríl 2008 15:09 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. 14. apríl 2008 15:09