UNIFEM á Íslandi sett ný viðmið í söfnunum Guðjón Helgason skrifar 8. mars 2008 18:31 Starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York segir Íslandsdeild samtakanna hafa sett öðrum landsdeildum ný viðmið í fjáöflun. Milljónir hafa safnast í Fiðrildaviku sem lýkur í kvöld. Utanríkisráðherra Líberu segir framlag Íslandsdeildar UNIFEM mikilvægt til að draga úr ofbeldi gegn konum í heimalandi hennar. Alþjóðadagur kvenna er í dag og um leið lýkur Fiðrildaviku UNIFEM á Íslandi. Landsmenn hafa verið hvattir til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líberíu, Lýðveldinu Kongó og Súdan. 16 landsdeildir UNIFEM, Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, eru starfandi víða um heim. Joanna Sandler, starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York, segir Íslandsdeildina hafa sett ný viðmið í söfnun á Fiðrildaviku. Íslandsdeildin hafi náð merkum áfanga síðustu viku og efnt til merkilegra viðburða. Fyrir vikið verði rúm milljón bandaríkjadala gefin í það verkefni að binda enda á ofbeldi gegn konum og þeirra fjármuna sé þörf. UNIFEM á Íslandi vildi ekki staðfesta þessa upphæð en sagði að tilkynnt yrði á morgun, sunnudag, hvað hefði safnast á Fiðrildaviku. Olubanke King-Akerele, utanríkisráðherra Líberíu, segir herferð UNIFEM á Íslandi muni hjálpa afsakplega mikið, sér í lagi í löndum á borð við Líberíu. Það þurfi kerfi og fé til að taka á ofbeldi gegn konum og binda enda á það. Fjölmargar konur eru í áhrifastöðum í Líberu en forseti landsins, Ellen Johnson-Sirleaf, varð fyrsta lýðræðislega kjörna konan í forsetaembætti í Afríku í nóvember 2005. Hún hét því að koma konum til áhrifa í Líberu og bæta stöðu kvenna þar í viðskiptum og það hefur hún gert. King-Akerele bendir á að kona sé lögreglustjóri og margar konur ráðherrar og dómarar. Meðal kvennráðherra séu ráðherra fjármála, viðskipta og iðnaðar, dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra, íþróttamálaráðherra, og ráðherra í málefnum þróunar og kynjamála. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Sjá meira
Starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York segir Íslandsdeild samtakanna hafa sett öðrum landsdeildum ný viðmið í fjáöflun. Milljónir hafa safnast í Fiðrildaviku sem lýkur í kvöld. Utanríkisráðherra Líberu segir framlag Íslandsdeildar UNIFEM mikilvægt til að draga úr ofbeldi gegn konum í heimalandi hennar. Alþjóðadagur kvenna er í dag og um leið lýkur Fiðrildaviku UNIFEM á Íslandi. Landsmenn hafa verið hvattir til að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum og stúlkum í Líberíu, Lýðveldinu Kongó og Súdan. 16 landsdeildir UNIFEM, Þróunarsjóðs Sameinuðu þjóðanna fyrir konur, eru starfandi víða um heim. Joanna Sandler, starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York, segir Íslandsdeildina hafa sett ný viðmið í söfnun á Fiðrildaviku. Íslandsdeildin hafi náð merkum áfanga síðustu viku og efnt til merkilegra viðburða. Fyrir vikið verði rúm milljón bandaríkjadala gefin í það verkefni að binda enda á ofbeldi gegn konum og þeirra fjármuna sé þörf. UNIFEM á Íslandi vildi ekki staðfesta þessa upphæð en sagði að tilkynnt yrði á morgun, sunnudag, hvað hefði safnast á Fiðrildaviku. Olubanke King-Akerele, utanríkisráðherra Líberíu, segir herferð UNIFEM á Íslandi muni hjálpa afsakplega mikið, sér í lagi í löndum á borð við Líberíu. Það þurfi kerfi og fé til að taka á ofbeldi gegn konum og binda enda á það. Fjölmargar konur eru í áhrifastöðum í Líberu en forseti landsins, Ellen Johnson-Sirleaf, varð fyrsta lýðræðislega kjörna konan í forsetaembætti í Afríku í nóvember 2005. Hún hét því að koma konum til áhrifa í Líberu og bæta stöðu kvenna þar í viðskiptum og það hefur hún gert. King-Akerele bendir á að kona sé lögreglustjóri og margar konur ráðherrar og dómarar. Meðal kvennráðherra séu ráðherra fjármála, viðskipta og iðnaðar, dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra, íþróttamálaráðherra, og ráðherra í málefnum þróunar og kynjamála.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Sjá meira