KR tryggði sér oddaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 21:57 Pálmi Sigurgeirssons skoraði gríðarlega mikilvægan þrist í lok framlengingarinnar. Nate Brown fylgist hér með honum. Mynd/Arnþór KR tryggði sér í kvöld oddaleik gegn ÍR í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með sigri í framlengdum og æsispennandi leik, 86-80. KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en ÍR-ingar í þeim síðari. Þeir náðu mest tíu stiga forskoti en Íslandsmeistararnir gáfust ekki upp og náðu á lokamínútu framlengingarinnar að síga fram úr og sigra, 86-80. KR-ingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu lengst af en góður leikkafli undir lok hálfleiksins gerði það að verkum að ÍR náði forystunni, 35-33, og leiddu í hálfleik, 39-38. ÍR vann fyrstu viðureign liðanna í fjórðungsúrslitunum og hefði því með sigri í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitunum gegn annað hvort Grindavík eða Skallagrími. Litlu mátti muna að ÍR-ingar tækju öll völd á vellinum í þriðja leikhluta en mestur varð munurinn tíu stig, 55-45, þegar fjórar mínútur voru til loka leikhlutans. Mestu munaði um að Nate Brown skoraði þrjár þriggja stiga körfur fyrir ÍR en tvívegis náðu KR-ingar að svara í sömu mynt í næstu sókn og neituðu þar með að gefast upp. Staðan var 60-55 þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst. Enn virtust ÍR-ingar ætla að sigla fram úr og voru á góðri leið með að endurheimta tíu stiga forystu en klaufaskapur í sóknarleik liðsins gerði það að verkum að KR vann boltann. Avi Fogel setti niður þrist og minnkaði muninn aftur í fimm stig. KR-ingar gengu á lagið og náðu að jafna metin, 68-68, þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka. KR fékk tvö góð tækifæri til að komast yfir en allt kom fyrir ekki. Leikurinn var í járnum en KR náði að jafna metin, 73-73, þegar aðeins sex sekúndur voru til leiksloka. Þar við stóð og því framlengt. Leikurinn var áfram í járnum í framlengingunni þar til Pálmi Sigurgeirsson setti niður þrist og breytti stöðunni í 82-79. Helm náði svo að gulltryggja sigurinn með körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka, 84-80. Lokatölur svo 86-80. Avi Fogel skoraði 23 stig fyrir KR og Joshua Helm fjórtán. Hjá ÍR var Nate Brown stigahæstur með 25 stig, Tahirou Sani skoraði átján, Sveinbjörn Claessen sextán og Hreggviður Magnússon fimmtán. Vítanýting beggja liða var slæm í leiknum en sérstaklega hjá KR sem nýtti aðeins tólf af 23 vítaköstum sínum í leiknum. Sem betur fer fyrir þá kom það ekki að sök í kvöld. Liðin mætast í oddaleik á fimmtudagskvöldið í KR-heimilinu. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
KR tryggði sér í kvöld oddaleik gegn ÍR í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með sigri í framlengdum og æsispennandi leik, 86-80. KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik en ÍR-ingar í þeim síðari. Þeir náðu mest tíu stiga forskoti en Íslandsmeistararnir gáfust ekki upp og náðu á lokamínútu framlengingarinnar að síga fram úr og sigra, 86-80. KR-ingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu lengst af en góður leikkafli undir lok hálfleiksins gerði það að verkum að ÍR náði forystunni, 35-33, og leiddu í hálfleik, 39-38. ÍR vann fyrstu viðureign liðanna í fjórðungsúrslitunum og hefði því með sigri í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitunum gegn annað hvort Grindavík eða Skallagrími. Litlu mátti muna að ÍR-ingar tækju öll völd á vellinum í þriðja leikhluta en mestur varð munurinn tíu stig, 55-45, þegar fjórar mínútur voru til loka leikhlutans. Mestu munaði um að Nate Brown skoraði þrjár þriggja stiga körfur fyrir ÍR en tvívegis náðu KR-ingar að svara í sömu mynt í næstu sókn og neituðu þar með að gefast upp. Staðan var 60-55 þegar fjórði og síðasti leikhlutinn hófst. Enn virtust ÍR-ingar ætla að sigla fram úr og voru á góðri leið með að endurheimta tíu stiga forystu en klaufaskapur í sóknarleik liðsins gerði það að verkum að KR vann boltann. Avi Fogel setti niður þrist og minnkaði muninn aftur í fimm stig. KR-ingar gengu á lagið og náðu að jafna metin, 68-68, þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka. KR fékk tvö góð tækifæri til að komast yfir en allt kom fyrir ekki. Leikurinn var í járnum en KR náði að jafna metin, 73-73, þegar aðeins sex sekúndur voru til leiksloka. Þar við stóð og því framlengt. Leikurinn var áfram í járnum í framlengingunni þar til Pálmi Sigurgeirsson setti niður þrist og breytti stöðunni í 82-79. Helm náði svo að gulltryggja sigurinn með körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka, 84-80. Lokatölur svo 86-80. Avi Fogel skoraði 23 stig fyrir KR og Joshua Helm fjórtán. Hjá ÍR var Nate Brown stigahæstur með 25 stig, Tahirou Sani skoraði átján, Sveinbjörn Claessen sextán og Hreggviður Magnússon fimmtán. Vítanýting beggja liða var slæm í leiknum en sérstaklega hjá KR sem nýtti aðeins tólf af 23 vítaköstum sínum í leiknum. Sem betur fer fyrir þá kom það ekki að sök í kvöld. Liðin mætast í oddaleik á fimmtudagskvöldið í KR-heimilinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti