Uppgjör útrásarvíkinga í Svíþjóð - 288 milljarðar horfnir 8. maí 2009 14:07 Í ársbyrjun 2008 áttu íslensku útrásarvíkingarnir ráðandi hluti í sænskum fyrirtækjum og félögum sem metnir voru á 18 milljarða sænskra kr. eða 288 milljarða kr. Í dag er þetta allt horfið eða „gufað upp" eins og það er orðað í úttekt sænska tímaritsins Veckans Affärer. Úttektin hefur verið birt á vefsíðu tímaritsins va.se. Þar segir að Íslendingunum, sem voru ekki nema sex talsins, hafi tekist á afar skömmum tíma að koma sér í stóra stöðu í sænsku viðskiptalífi með áhættusækni sinni. Þeir hafi byrjað smátt með litlum stöðum í félögum á borð við verðbréfamiðlunina D Carnegie . Það leið þó ekki á löngu þar til Íslendingarnir voru búnir að byggja upp, að vísu að mestu með lánum, stöðu sem nam 18 milljörðum sænskra kr. Sem dæmi um eignirnar nefnir va.se Intrum Justitia, Nordea, Carnegie, Invik, Ticket, JP Nordiska sem síðar varð Kaupþing Svergie, sænska hlutann af Milestone (Moderna) og Glitni. Landsbankinn var einnig umfangsmikill í Svíþjóð á tímabili með eignarhluti í t.d. Investor, Ericsson, Lundin Petroleum og SEB. Samtals námu eignir bankans 1,2 milljörðum sænskra kr. þegar best lét. Tímaritið ræðir við Jan Fock sem var forstjóri dótturfélags Kaupþings í Svíþjóð. Hann ber Íslendingunum vel söguna og segir þá hafa verið gáfaða menn en ekki skúrka eins og fjölmiðlar hafi gjarnan gefið í skyn. „Þeir tóku hlutina alvarlega en voru hinsvegar mun áhættusæknari en Svíar eiga að venjast," segir Fock. Tímaritið ræðir einnig við Pálma Haraldsson sem er nokkuð brattur þrátt fyrir að félag hans, Fons, sé orðið gjaldþrota. „Ég held að við komumst út úr þessu á réttum kili," segir Pálmi. „Ísland kemst aftur á lappirnar." Hér má svo bæta við að fyrrgreindir 288 milljarðar eru ekki alveg horfnir. Skilanefnd Kaupþings hefur greint frá því að eignasala bankans í Svíþjóð hafi hingað til skilað 135 milljörðum í hús. Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Í ársbyrjun 2008 áttu íslensku útrásarvíkingarnir ráðandi hluti í sænskum fyrirtækjum og félögum sem metnir voru á 18 milljarða sænskra kr. eða 288 milljarða kr. Í dag er þetta allt horfið eða „gufað upp" eins og það er orðað í úttekt sænska tímaritsins Veckans Affärer. Úttektin hefur verið birt á vefsíðu tímaritsins va.se. Þar segir að Íslendingunum, sem voru ekki nema sex talsins, hafi tekist á afar skömmum tíma að koma sér í stóra stöðu í sænsku viðskiptalífi með áhættusækni sinni. Þeir hafi byrjað smátt með litlum stöðum í félögum á borð við verðbréfamiðlunina D Carnegie . Það leið þó ekki á löngu þar til Íslendingarnir voru búnir að byggja upp, að vísu að mestu með lánum, stöðu sem nam 18 milljörðum sænskra kr. Sem dæmi um eignirnar nefnir va.se Intrum Justitia, Nordea, Carnegie, Invik, Ticket, JP Nordiska sem síðar varð Kaupþing Svergie, sænska hlutann af Milestone (Moderna) og Glitni. Landsbankinn var einnig umfangsmikill í Svíþjóð á tímabili með eignarhluti í t.d. Investor, Ericsson, Lundin Petroleum og SEB. Samtals námu eignir bankans 1,2 milljörðum sænskra kr. þegar best lét. Tímaritið ræðir við Jan Fock sem var forstjóri dótturfélags Kaupþings í Svíþjóð. Hann ber Íslendingunum vel söguna og segir þá hafa verið gáfaða menn en ekki skúrka eins og fjölmiðlar hafi gjarnan gefið í skyn. „Þeir tóku hlutina alvarlega en voru hinsvegar mun áhættusæknari en Svíar eiga að venjast," segir Fock. Tímaritið ræðir einnig við Pálma Haraldsson sem er nokkuð brattur þrátt fyrir að félag hans, Fons, sé orðið gjaldþrota. „Ég held að við komumst út úr þessu á réttum kili," segir Pálmi. „Ísland kemst aftur á lappirnar." Hér má svo bæta við að fyrrgreindir 288 milljarðar eru ekki alveg horfnir. Skilanefnd Kaupþings hefur greint frá því að eignasala bankans í Svíþjóð hafi hingað til skilað 135 milljörðum í hús.
Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira