NBA í nótt: Cleveland fyrst í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2009 08:56 LeBron James og félagar eru komnir í úrslitakeppnina. Nordic Photos / Getty Images Cleveland tryggði sér í nótt fyrst liða í NBA-deildinni sæti í úrslitakeppninni sem hefst í vor. Cleveland vann Milwaukee, 91-73. Liðið hefur að meðaltali unnið átta af hverjum tíu leikjum í vetur og er með næstbesta árangurinn í deildinni - liðið er hársbreidd á eftir LA Lakers. Cleveland er þó með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það er rúmur mánuður þar til deildakeppninni lýkur. LeBron James varm eð 23 stig í leiknum í nótt og Delonte West var með 13 stig og átta stolna bolta. Þetta kom þó fæstum á óvart og leikmenn voru ekki mikið að fagna að þessi áfangi væri í höfn. „Við vissum að við myndum komst í úrslitakeppnina," sagði James. „Það hefði auðvitað verið stórslys fyrir okkur hefði það ekki tekist." Mo Williams skoraði fimmtán stig gegn sínum gömlu félögum og Zydrunas Ilgauskas var með fjórtán. Hjá Milwaukee var Richard Jefferson stigahæstur með 29 stig en liðið er nú í áttunda sæti Austurdeildarinnar. New York vann Atlanta, 109-105. Larry Hughes var með 23 stig fyrir New York og er nú farið að ganga betur hjá sínu nýja félagi eftir erfiða byrjun þar. Hann kom til New York frá Chicago þann 19. febrúar síðastliðinn. Miami vann Phoenix, 135-129. Dwyane Wade skoraði 35 stig og gaf sextán stoðsendingar sem er persónuleg metjöfnun. Michael Beasly og Daequan Cook voru báðir varamenn í leiknum en skoruðu þó samanlagt 55 stig gegn Shaq og félögum. Boston vann New Jersey, 115-111. Paul Pierce var með 31 stig og skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 20 sekúndur vour eftir. Oklahoma City vann Washington, 88-83. Russell Westbrook og Thabo Sefolosha voru aðalmennirnir í sigri Oklahoma City og þá sérstaklega á síðustu tveimur mínútum leiksins. Þetta var þriðji sigur Oklahoma City í röð og er það í fyrsta sinn sem liðinu tekst að ná það mörgum sigurleikjum í röð síðan félagið flutti frá Seattle. Chicago vann Golden State, 110-88. John Salmons skoraði 23 stig og tók sjö fráköst. Joakim Noah skoraði fjórtán og tók sautján fráköst. Utah vann Houston, 101-94. Carlos Boozer var með 20 stig og sautján fráköst. Dallas vann San Antonio, 107-102. Josh Howard skoraði 29 stig og skoraði lykilkörfu á lokamínútu leiksins. Jason Kidd setti svo niður þrist þegar 31 sekúnda var eftir. Portland vann Indiana, 107-105. Brandon Roy var með 28 stig og setti niður tvö víti þegar 1,7 sekúndur voru eftir. Þetta var tíundi sigur Portland á heimavelli í röð. Memphis vann LA Clippers, 118-95. Rudy Gay skoraði 35 stig, þar af 20 í þriðja leikhluta. Memphis hafði tapað átta leikjum í röð fyrir þennan. NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Cleveland tryggði sér í nótt fyrst liða í NBA-deildinni sæti í úrslitakeppninni sem hefst í vor. Cleveland vann Milwaukee, 91-73. Liðið hefur að meðaltali unnið átta af hverjum tíu leikjum í vetur og er með næstbesta árangurinn í deildinni - liðið er hársbreidd á eftir LA Lakers. Cleveland er þó með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það er rúmur mánuður þar til deildakeppninni lýkur. LeBron James varm eð 23 stig í leiknum í nótt og Delonte West var með 13 stig og átta stolna bolta. Þetta kom þó fæstum á óvart og leikmenn voru ekki mikið að fagna að þessi áfangi væri í höfn. „Við vissum að við myndum komst í úrslitakeppnina," sagði James. „Það hefði auðvitað verið stórslys fyrir okkur hefði það ekki tekist." Mo Williams skoraði fimmtán stig gegn sínum gömlu félögum og Zydrunas Ilgauskas var með fjórtán. Hjá Milwaukee var Richard Jefferson stigahæstur með 29 stig en liðið er nú í áttunda sæti Austurdeildarinnar. New York vann Atlanta, 109-105. Larry Hughes var með 23 stig fyrir New York og er nú farið að ganga betur hjá sínu nýja félagi eftir erfiða byrjun þar. Hann kom til New York frá Chicago þann 19. febrúar síðastliðinn. Miami vann Phoenix, 135-129. Dwyane Wade skoraði 35 stig og gaf sextán stoðsendingar sem er persónuleg metjöfnun. Michael Beasly og Daequan Cook voru báðir varamenn í leiknum en skoruðu þó samanlagt 55 stig gegn Shaq og félögum. Boston vann New Jersey, 115-111. Paul Pierce var með 31 stig og skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 20 sekúndur vour eftir. Oklahoma City vann Washington, 88-83. Russell Westbrook og Thabo Sefolosha voru aðalmennirnir í sigri Oklahoma City og þá sérstaklega á síðustu tveimur mínútum leiksins. Þetta var þriðji sigur Oklahoma City í röð og er það í fyrsta sinn sem liðinu tekst að ná það mörgum sigurleikjum í röð síðan félagið flutti frá Seattle. Chicago vann Golden State, 110-88. John Salmons skoraði 23 stig og tók sjö fráköst. Joakim Noah skoraði fjórtán og tók sautján fráköst. Utah vann Houston, 101-94. Carlos Boozer var með 20 stig og sautján fráköst. Dallas vann San Antonio, 107-102. Josh Howard skoraði 29 stig og skoraði lykilkörfu á lokamínútu leiksins. Jason Kidd setti svo niður þrist þegar 31 sekúnda var eftir. Portland vann Indiana, 107-105. Brandon Roy var með 28 stig og setti niður tvö víti þegar 1,7 sekúndur voru eftir. Þetta var tíundi sigur Portland á heimavelli í röð. Memphis vann LA Clippers, 118-95. Rudy Gay skoraði 35 stig, þar af 20 í þriðja leikhluta. Memphis hafði tapað átta leikjum í röð fyrir þennan.
NBA Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira