NBA í nótt: LeBron hafði betur gegn Wade Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2009 11:26 Mo Williams fór á kostum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Stórstjörnurnar LeBron James og Dwyane Wade mættust á vellinum í nótt þar sem Cleveland vann sigur á Miami, 99-89, í NBA-deildinni. Það var þó Mo Williams sem gerði gæfumuninn fyrir Cleveland í leiknum þar sem hann skoraði tólf af 29 stigum sínum í leiknum á síðustu sjö mínútunum. LeBron James náði þrefaldri tvennu í leiknum en hann skoraði fjórtán stig, gaf tólf stoðsendingar og tók tíu fráköst. Dwyane Wade skoraði alls 25 stig í leiknum, gaf tólf stoðsendingar og tók átta fráköst. Hann fékk þó sína aðra tæknivillu í leiknum á lokamínútunni og var því rekinn af velli í fyrsta sinn á sínum ferli. James sagði eftir leik að hann væri afar ánægður með sigurinn og ekki síst framlag Williams. Ráða mátti á orðum hans að hann væri afskaplega feginn að vera með almennilegan leikmann sér við hlið og ábyrgð liðsins hvíldi ekki öll á herðum hans. „Mo er frábær leikmaður. Hæfileikar hans koma okkur hinum ekkert á óvart. En þið fréttamenn eruð kannski hissa því þið eruð ekki vanir því að tveir leikmenn í Cleveland eru að skila svona tölum í leik. Síðast var það örugglega þegar að Brad Daugherty og Mark Price voru að spila hér," sagði LeBron. Atlanta vann Detroit, 87-83, þar sem Josh Smith skoraði nítján stig, Al Horford átján en báðir tóku þeir tólf fráköst í leiknum. Detroit hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir þennan. Charlotte vann New York, 114-105, og þar með sinn sjötta sigur í röð sem er félagsmet. Gerald Wallace var með 23 stig og þrettán fráköst. Philadelphia vann Memphis, 110-105. Andre Iguodala var með 24 stig og Andre Miller 20, tíu fráköst og átta stoðsendingar fyrir Philadelphia. New Orleans vann Oklahoma City, 108-90. Chris Paul var með 21 stig og þrettán stoðsendingar. Þettta var sjöundi sigur New Orleans í röð. Milwaukee vann Golden State, 127-120. Richard Jeffersen skoraði 35 stig og Milwaukee vann sinn fyrsta sigur í síðustu fjórum leikjum sínum. Dallas vann Washington, 119-103. Dirk Nowitzky var með 34 stig og Jason Terry 33 fyrir Dallas en Washington tapaði þar með sínum fimmta leik í röð. Portland vann Minnesota, 95-93. Brandon Roy var með 31 stig fyrir Portland. Indiana vann LA Clippers, 106-105. Jarret Jack skoraði 25 stig í fjórða leikhluta og náði svo að stela boltanum á lokasekúndum leiksins sem fór langt með að tryggja sigur Indiana í leiknum.Staðan í deildinni. NBA Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Stórstjörnurnar LeBron James og Dwyane Wade mættust á vellinum í nótt þar sem Cleveland vann sigur á Miami, 99-89, í NBA-deildinni. Það var þó Mo Williams sem gerði gæfumuninn fyrir Cleveland í leiknum þar sem hann skoraði tólf af 29 stigum sínum í leiknum á síðustu sjö mínútunum. LeBron James náði þrefaldri tvennu í leiknum en hann skoraði fjórtán stig, gaf tólf stoðsendingar og tók tíu fráköst. Dwyane Wade skoraði alls 25 stig í leiknum, gaf tólf stoðsendingar og tók átta fráköst. Hann fékk þó sína aðra tæknivillu í leiknum á lokamínútunni og var því rekinn af velli í fyrsta sinn á sínum ferli. James sagði eftir leik að hann væri afar ánægður með sigurinn og ekki síst framlag Williams. Ráða mátti á orðum hans að hann væri afskaplega feginn að vera með almennilegan leikmann sér við hlið og ábyrgð liðsins hvíldi ekki öll á herðum hans. „Mo er frábær leikmaður. Hæfileikar hans koma okkur hinum ekkert á óvart. En þið fréttamenn eruð kannski hissa því þið eruð ekki vanir því að tveir leikmenn í Cleveland eru að skila svona tölum í leik. Síðast var það örugglega þegar að Brad Daugherty og Mark Price voru að spila hér," sagði LeBron. Atlanta vann Detroit, 87-83, þar sem Josh Smith skoraði nítján stig, Al Horford átján en báðir tóku þeir tólf fráköst í leiknum. Detroit hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir þennan. Charlotte vann New York, 114-105, og þar með sinn sjötta sigur í röð sem er félagsmet. Gerald Wallace var með 23 stig og þrettán fráköst. Philadelphia vann Memphis, 110-105. Andre Iguodala var með 24 stig og Andre Miller 20, tíu fráköst og átta stoðsendingar fyrir Philadelphia. New Orleans vann Oklahoma City, 108-90. Chris Paul var með 21 stig og þrettán stoðsendingar. Þettta var sjöundi sigur New Orleans í röð. Milwaukee vann Golden State, 127-120. Richard Jeffersen skoraði 35 stig og Milwaukee vann sinn fyrsta sigur í síðustu fjórum leikjum sínum. Dallas vann Washington, 119-103. Dirk Nowitzky var með 34 stig og Jason Terry 33 fyrir Dallas en Washington tapaði þar með sínum fimmta leik í röð. Portland vann Minnesota, 95-93. Brandon Roy var með 31 stig fyrir Portland. Indiana vann LA Clippers, 106-105. Jarret Jack skoraði 25 stig í fjórða leikhluta og náði svo að stela boltanum á lokasekúndum leiksins sem fór langt með að tryggja sigur Indiana í leiknum.Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira