NBA í nótt: Gjörsamlega ótrúleg sigurkarfa Harris - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2009 09:20 Devin Harris fagnar sigri sinna manna í nótt. Nordic Photos / Getty Images Devin Harris tryggði New Jersey sigur á Philadelphia í NBA-deildinni nótt með hreint ótrúlegri flautukörfu frá eigin vallarhelmingi. Philadelphia var með eins stigs forystu, 96-95, eftir að Andre Iguodala kom Philadelphia yfir þegar aðeins 1,8 sekúndur voru eftir. Harris fékk þá boltann og var með Iguodala í sér. Hann missti meira að segja boltann úr höndunum en náði að endurheimta hann og koma boltanum frá sér áður en leiktíminn rann út. Þetta var afar tæpt. Dómarar skoðuðu upptökur af atvikinu í tvær og hálfa mínútu áður en þeir úrskurðuðu að karfan skyldi standa. Leikmenn stóðu yfir þeim á meðan og fylgdust með - en ekki Harris. „Ég vildi ekki sjá endursýningarnar," sagði Harris eftir leik. „Ég beið bara eftir viðbrögðunum." Sigurkörfuna má sjá hér en þetta var ótrúlegt skot af rúmlega fjórtán metra færi. Harris breyttist með skotinu úr skúrki í hetju á augabragði. Hann gerði sig sekan um slæm mistök á lokamínútunni er hann tapaði bæði boltanum og braut svo á Iguodala sem fór á vítalínuna og kom Philadelphia yfir á lokasekúndunum. Þetta var kærkominn sigur hjá New Jersey sem hafði tapað fimm leikjum í röð. Harris var stigahæstur með 39 stig en Keyon Dooling kom næstur með sextán og Vince Carter var með tíu. Hjá Philadelphia var Iguodala stigahæstur með 21 stig. Andre Miller kom næstur með sautján stig og tíu stoðsendingar. New York vann Indiana, 123-119. Nate Robinson skoraði 41 stig, þar af 32 í síðari hálfleik. Flestir sterkustu leikmenn Indiana voru fjarverandi vegna meiðsla. Boston vann Denver, 114-76. Þetta var eitt stærsta tap Denver á heimavelli frá upphafi en Ray Allen og Paul Pierce skoruðu hvor 22 stig. Utah vann Atlanta, 108-89. Deron Williams var með fimmtán stig og tíu stoðsendingar. Carlos Boozer lék í fyrsta sinn með Utah eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. New Orleans vann Sacramento, 112-105. Chris Paul var með 27 stig og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans. LA Clippers vann Golden State, 118-105. Zach Randolph var með 27 stig og ellefu fráköst. Eric Gordon var einnig með 27 stig en Clippers batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu með sigrinum. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Devin Harris tryggði New Jersey sigur á Philadelphia í NBA-deildinni nótt með hreint ótrúlegri flautukörfu frá eigin vallarhelmingi. Philadelphia var með eins stigs forystu, 96-95, eftir að Andre Iguodala kom Philadelphia yfir þegar aðeins 1,8 sekúndur voru eftir. Harris fékk þá boltann og var með Iguodala í sér. Hann missti meira að segja boltann úr höndunum en náði að endurheimta hann og koma boltanum frá sér áður en leiktíminn rann út. Þetta var afar tæpt. Dómarar skoðuðu upptökur af atvikinu í tvær og hálfa mínútu áður en þeir úrskurðuðu að karfan skyldi standa. Leikmenn stóðu yfir þeim á meðan og fylgdust með - en ekki Harris. „Ég vildi ekki sjá endursýningarnar," sagði Harris eftir leik. „Ég beið bara eftir viðbrögðunum." Sigurkörfuna má sjá hér en þetta var ótrúlegt skot af rúmlega fjórtán metra færi. Harris breyttist með skotinu úr skúrki í hetju á augabragði. Hann gerði sig sekan um slæm mistök á lokamínútunni er hann tapaði bæði boltanum og braut svo á Iguodala sem fór á vítalínuna og kom Philadelphia yfir á lokasekúndunum. Þetta var kærkominn sigur hjá New Jersey sem hafði tapað fimm leikjum í röð. Harris var stigahæstur með 39 stig en Keyon Dooling kom næstur með sextán og Vince Carter var með tíu. Hjá Philadelphia var Iguodala stigahæstur með 21 stig. Andre Miller kom næstur með sautján stig og tíu stoðsendingar. New York vann Indiana, 123-119. Nate Robinson skoraði 41 stig, þar af 32 í síðari hálfleik. Flestir sterkustu leikmenn Indiana voru fjarverandi vegna meiðsla. Boston vann Denver, 114-76. Þetta var eitt stærsta tap Denver á heimavelli frá upphafi en Ray Allen og Paul Pierce skoruðu hvor 22 stig. Utah vann Atlanta, 108-89. Deron Williams var með fimmtán stig og tíu stoðsendingar. Carlos Boozer lék í fyrsta sinn með Utah eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. New Orleans vann Sacramento, 112-105. Chris Paul var með 27 stig og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans. LA Clippers vann Golden State, 118-105. Zach Randolph var með 27 stig og ellefu fráköst. Eric Gordon var einnig með 27 stig en Clippers batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu með sigrinum. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira