Hlutabréf í Asíu hækkuðu í verði í morgun og leiddu fjármálafyrirtæki þá hækkun. Bréf japanska bílaframleiðandans Honda hækkuðu samhliða veikingu jensins þar sem rúmlega helmingur sölutekna fyrirtækisins á rót sína í Bandaríkjunum.
Bréf Rio Tinto Group, móðurfélags Alcan í Straumsvík, hækkuðu um rúm fimm prósent í kjölfar verðhækkunar ýmissa málma. Aukinnar bjartsýni gætir víða á fjármálamörkuðum vegna þeirra vona sem menn binda við Barack Obama og fyrirheit hans um framkvæmdir til að glæða atvinnulífið.