LeBron James skaut Milwaukee í kaf 21. febrúar 2009 13:36 LeBron James var sjóðandi heitur í nótt AP LeBron James fór hamförum í nótt þegar hann fór fyrir liði Cleveland í 111-103 sigri á Milwaukee á útivelli. James skoraði 55 stig og var einu stigi frá persónulegu meti sínu. James skoraði þriggja stiga körfu af meira en tíu metra færi um leið og lokaflautið gall í fyrri hálfleik og skoraði svo 16 stig á innan við þremur fyrstu mínútunum í síðari hálfleik. James gaf líka 9 stoðsendingar í leiknum. Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee en var svo rekinn í bað fyrir áflog. "Þetta var eins og að horfa á mann spila tölvuleik," sagði Zydrunas Ilgauskas, miðherji Cleveland þegar hann lýsti frammistöðu félaga síns. "Stundum verður maður að þjálfa sjálfan sig, setjast niður, þegja og njóta sýningarinnar," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. Þetta var í sjöunda sinn sem James skorar yfir 50 stig á útivelli á ferlinum og aðeins Michael Jordan (13) og Kobe Bryant (9) hafa gert það oftar í NBA síðan árið 1986. LA Lakers vann góðan sigur á New Orleans í framlengdum leik 115-111 þar sem Kobe Bryant tryggði Lakers sigurinn með því að taka yfir leikinn í framlengingu. Bryant skoraði 39 stig fyrir Lakers og Lamar Odom var með 20 stig og 12 fráköst. Rasual Butler var með 31 stig fyrir New Orleans og Chris Paul 21 stig og 16 stoðsendingar. Enn skorar Phoenix 140 stig. Lið Phoenix Suns hefur farið hamförum síðan Alvin Gentry tók við þjálfun liðsins af Terry Porter og í nótt vann liðið 140-118 sigur á Oklahoma. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Phoenix skorar 140 stig og það hefur ekki gerst í NBA í 18 ár. Leandro Barbosa kom inn í byrjunarlið Phoenix og setti persónulegt met með 41 stigi. Jason Richardson skoraði 34 stig og Shaquille O´Neal 22 stig. Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Oklahoma, sem var mest 35 stigum undir í leiknum en náði að minnka muninn niður í sex stig í síðari hálfleik áður en Phoenix tók annan sprett og kláraði leikinn. Phoenix mætir næst meisturum Boston Celtics og Alvin Gentry þjálfari hafði þetta um þann leik að segja: "Ég lofa því að við skorum ekki 140 stig í næsta leik." Orlando lagði Charlotte 92-80 á útivelli. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig fyrir Orlando en Raymond Felton 16 fyrir Charlotte. New York burstaði Toronto 127-97. Wilson Chandler skoraði 32 stig fyrir New York og David Lee var með 24 stig og 15 fráköst. Andrea Bargnani skoraði 18 stig fyrir Toronto. Houston lagði granna sína í Dallas á heimavelli 93-86. Yao Ming skoraði 22 stig fyrir Houston en JJ Barea 26 fyrir Dallas. Chicago vann góðan sigur á Denver á heimavelli 116-99 þar sem Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago en Cauncey Billups skoraði 25 fyrir Denver. Indiana lagði Minnesota úti 112-105, Sacramento lagði Memphis á útivelli 115-106, Portland lagði Atlanta 108-98 og New Jersey tapaði heima fyrir Washington 107-96. Staðan í NBA deildinni NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
LeBron James fór hamförum í nótt þegar hann fór fyrir liði Cleveland í 111-103 sigri á Milwaukee á útivelli. James skoraði 55 stig og var einu stigi frá persónulegu meti sínu. James skoraði þriggja stiga körfu af meira en tíu metra færi um leið og lokaflautið gall í fyrri hálfleik og skoraði svo 16 stig á innan við þremur fyrstu mínútunum í síðari hálfleik. James gaf líka 9 stoðsendingar í leiknum. Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee en var svo rekinn í bað fyrir áflog. "Þetta var eins og að horfa á mann spila tölvuleik," sagði Zydrunas Ilgauskas, miðherji Cleveland þegar hann lýsti frammistöðu félaga síns. "Stundum verður maður að þjálfa sjálfan sig, setjast niður, þegja og njóta sýningarinnar," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. Þetta var í sjöunda sinn sem James skorar yfir 50 stig á útivelli á ferlinum og aðeins Michael Jordan (13) og Kobe Bryant (9) hafa gert það oftar í NBA síðan árið 1986. LA Lakers vann góðan sigur á New Orleans í framlengdum leik 115-111 þar sem Kobe Bryant tryggði Lakers sigurinn með því að taka yfir leikinn í framlengingu. Bryant skoraði 39 stig fyrir Lakers og Lamar Odom var með 20 stig og 12 fráköst. Rasual Butler var með 31 stig fyrir New Orleans og Chris Paul 21 stig og 16 stoðsendingar. Enn skorar Phoenix 140 stig. Lið Phoenix Suns hefur farið hamförum síðan Alvin Gentry tók við þjálfun liðsins af Terry Porter og í nótt vann liðið 140-118 sigur á Oklahoma. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Phoenix skorar 140 stig og það hefur ekki gerst í NBA í 18 ár. Leandro Barbosa kom inn í byrjunarlið Phoenix og setti persónulegt met með 41 stigi. Jason Richardson skoraði 34 stig og Shaquille O´Neal 22 stig. Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Oklahoma, sem var mest 35 stigum undir í leiknum en náði að minnka muninn niður í sex stig í síðari hálfleik áður en Phoenix tók annan sprett og kláraði leikinn. Phoenix mætir næst meisturum Boston Celtics og Alvin Gentry þjálfari hafði þetta um þann leik að segja: "Ég lofa því að við skorum ekki 140 stig í næsta leik." Orlando lagði Charlotte 92-80 á útivelli. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig fyrir Orlando en Raymond Felton 16 fyrir Charlotte. New York burstaði Toronto 127-97. Wilson Chandler skoraði 32 stig fyrir New York og David Lee var með 24 stig og 15 fráköst. Andrea Bargnani skoraði 18 stig fyrir Toronto. Houston lagði granna sína í Dallas á heimavelli 93-86. Yao Ming skoraði 22 stig fyrir Houston en JJ Barea 26 fyrir Dallas. Chicago vann góðan sigur á Denver á heimavelli 116-99 þar sem Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago en Cauncey Billups skoraði 25 fyrir Denver. Indiana lagði Minnesota úti 112-105, Sacramento lagði Memphis á útivelli 115-106, Portland lagði Atlanta 108-98 og New Jersey tapaði heima fyrir Washington 107-96. Staðan í NBA deildinni
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira