Á hverja hlustar ríkisstjórnin? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 1. desember 2009 06:00 Innan verkalýðshreyfingarinnar gerum við okkur vissulega grein fyrir því að nú, þegar unnið er að lokafrágangi fjárlaga á Alþingi fyrir komandi ár, standa spjótin á stjórnvöldum úr öllum áttum. Margir vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samtök atvinnulífsins leggjast gegn álögum á stóriðju en hafa hins vegar illu heilli tekið undir með þeim sem tala fyrir því að í staðinn verði ýmsar aðrar álögur hækkaðar, svo sem tryggingagjald og aðrir launaskattar á lágtekju- og millitekjuhópa. Ekki fáum við heldur stuðning úr þeim herbúðum til að verja almannaþjónustuna. Ljóst er að auknar skattaálögur munu ekki nægja til að rétta af fjárlagahalla komandi árs og því er nauðsynlegt að gera hvort tvennt í senn, skera niður og taka lán. BSRB hefur ekki lagst gegn niðurskurði en bandalagið telur þó að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi sé niðurskurðurinn í velferðarþjónustunni of mikill. Við höfum bent á að niðurskurður þar geti reynst dýrkeyptur. Hann bitni ekki einungis á þeim sem eiga undir högg að sækja heldur samfélaginu öllu. Þetta var kjarninn í boðskap nýafstaðins aðalfundar BSRB – boðskap sem ætlast er til að ríkisstjórnin hugleiði og taki tillit til. Og nú fyrirhuga stjórnvöld að skerða fæðingarorlof. Ef skerðingin nær fram að ganga verður vegið að félagslega kerfinu og þó sérstaklega að hagsmunum kvenna. Aðför að fæðingarorlofinu veldur miklum vonbrigðum og spyrja má: Hvernig stendur á að ríkisstjórn sem segist hafa „sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi“ ætli sér að ganga á bak orða sinna með þessum hætti? Við eigum að taka alvarlega varnaðarorð þeirra þjóða sem gengið hafa í gegnum kreppu eins og nú blasir við okkur og ljóst er að við þurfum að glíma við næstu misserin. Þannig hafa Finnar bent á að enn sé finnska þjóðin að súpa seyðið af misráðnum og illa grunduðum niðurskurði fyrir tæpum tveimur áratugum. Lærið af mistökum okkar, sagði finnskur ráðherra sem hér var nýlega á ferð. Þessi varnaðarorð ganga vissulega þvert á ráðleggingar og kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En á hverja ætlar ríkisstjórnin að hlusta: AGS og Samtök atvinnulífsins eða Finna og BSRB? Hvort skyldi nú vera meira í takt við þá norrænu velferðarstjórn sem ríkisstjórnin segist vera? Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Innan verkalýðshreyfingarinnar gerum við okkur vissulega grein fyrir því að nú, þegar unnið er að lokafrágangi fjárlaga á Alþingi fyrir komandi ár, standa spjótin á stjórnvöldum úr öllum áttum. Margir vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samtök atvinnulífsins leggjast gegn álögum á stóriðju en hafa hins vegar illu heilli tekið undir með þeim sem tala fyrir því að í staðinn verði ýmsar aðrar álögur hækkaðar, svo sem tryggingagjald og aðrir launaskattar á lágtekju- og millitekjuhópa. Ekki fáum við heldur stuðning úr þeim herbúðum til að verja almannaþjónustuna. Ljóst er að auknar skattaálögur munu ekki nægja til að rétta af fjárlagahalla komandi árs og því er nauðsynlegt að gera hvort tvennt í senn, skera niður og taka lán. BSRB hefur ekki lagst gegn niðurskurði en bandalagið telur þó að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi sé niðurskurðurinn í velferðarþjónustunni of mikill. Við höfum bent á að niðurskurður þar geti reynst dýrkeyptur. Hann bitni ekki einungis á þeim sem eiga undir högg að sækja heldur samfélaginu öllu. Þetta var kjarninn í boðskap nýafstaðins aðalfundar BSRB – boðskap sem ætlast er til að ríkisstjórnin hugleiði og taki tillit til. Og nú fyrirhuga stjórnvöld að skerða fæðingarorlof. Ef skerðingin nær fram að ganga verður vegið að félagslega kerfinu og þó sérstaklega að hagsmunum kvenna. Aðför að fæðingarorlofinu veldur miklum vonbrigðum og spyrja má: Hvernig stendur á að ríkisstjórn sem segist hafa „sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi“ ætli sér að ganga á bak orða sinna með þessum hætti? Við eigum að taka alvarlega varnaðarorð þeirra þjóða sem gengið hafa í gegnum kreppu eins og nú blasir við okkur og ljóst er að við þurfum að glíma við næstu misserin. Þannig hafa Finnar bent á að enn sé finnska þjóðin að súpa seyðið af misráðnum og illa grunduðum niðurskurði fyrir tæpum tveimur áratugum. Lærið af mistökum okkar, sagði finnskur ráðherra sem hér var nýlega á ferð. Þessi varnaðarorð ganga vissulega þvert á ráðleggingar og kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En á hverja ætlar ríkisstjórnin að hlusta: AGS og Samtök atvinnulífsins eða Finna og BSRB? Hvort skyldi nú vera meira í takt við þá norrænu velferðarstjórn sem ríkisstjórnin segist vera? Höfundur er formaður BSRB.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun