Keflavík lagði Njarðvík 15. mars 2009 18:54 Mynd/Vilhelm Keflavík vann í kvöld sigur á grönnum sínum í Njarðvík í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar.Sigur Keflvíkinga var verðskuldaður og hafði liðið frumkvæðið lengst af. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi. Smelltu hér til að sjá tölfræðina.Leik lokið. Keflavík 96 - Njarðvík 88.20:52. Keflavík hefur yfir 91-85 og 50 sekúndur eftir af leiknum. Njarðvík tekur leikhlé.20:44 - Njarðvíkingar eru ekki hættir og minnka muninn í 84-79 þegar 3:45 eru eftir af leiknum. Keflavík virtist með unninn leik í höndunum en þeir grænu eru ekki búnir að segja sitt síðasta.20:39. Keflvíkingar eru með leikinn í hendi sér og hafa yfir 80-67 þegar 6:34 eru eftir af fjórða leikhlutanum.Þriðja leikhluta lokið. Keflavík 69 - Njarðvík 58.Keflvíkingar eru skrefinu á undan sem fyrr og virðast ekki líklegir til að tapa þessum leik. Gunnar Einarsson kom liðinu 11 stigum yfir um leið og lokaflautið í þriðja leikhlutanum gall.20:22 - Keflavík hefur yfir 59-49. Heimamenn komu mun ákveðnari inn í síðari hálfleikinn og eftir þriggja stiga körfu frá Sverri Sverrissyni ákvað Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur að taka leikhlé. 5:36 eftir af þriðja leikhluta.20:11 - Þess má til gamans geta að KR hefur yfir 68-35 gegn Breiðablik í hálfleik í hinum leiknum í Iceland Express deildinni. Jón Arnór Stefánsson er ekki í liði KR í kvöld en þess í stað hafa Jason Dourisseau (23 stig) og Nemanja Sovic (21 stig) ákveðið að fara í skotkeppni í fyrri hálfleiknum.20:07 - Þegar tölfræðin í fyrri hálfleik er skoðuð kemur í ljós að Njarðvíkingar eru með talsvert betri skotnýtingu en Keflvíkingar, en heimamenn hafa unnið það upp með því að vinna baráttuna um fráköstin 26-19.Þar munar mikið um að Keflavík hefur hirt 16 sóknarfráköst gegn aðeins 2 hjá Njarðvík. Jón N. Hafsteinsson hjá Keflavík er með 6 sóknarfráköst í leiknum.19:58. Hálfleikur. Keflavík 43 - Njarðvík 40.Þá er kominn hálfleikur hér í Keflavík og heimamenn hafa þriggja stiga forystu. Keflavíkurliðið náði tíu stiga forskoti um miðjan annan leikhluta en Njarðvíkingar gáfust ekki upp og voru rétt búnir að jafna í lok hálfleiksins.Jesse Rosa er atkvæðamestur hjá Keflavík með 17 stig og 7 fráköst og Hörður Axel Vilhjálmsson er með 10 stig. Hjá Njarðvík er Heath Sitton með 14 stig og Logi Gunnarsson 10.19:53 - Keflavík hefur yfir 36-26 og lítið gengur hjá þeim grænklæddu.19:46 - Keflvíkingar hafa enn yfir 31-25 þegar 6:30 er eftir af fyrri hálfleik.19:38. - Fyrsta leikhluta lokið. Keflvíkingar hafa yfir 24-19 eftir frábæran fyrsta leikhluta. Hraðinn er mikill og áhorfendur að fá nóg fyrir peninginn.19:30. Leikhlé. Keflavík hefur yfir 20-19 og útlit fyrir að leikurinn verði jafn og spennandi. Jesse Rosa er kominn með 9 stig hjá Keflavík en Logi Gunnarsson 8 hjá Njarðvík.19:25 - Fyrsti leikhluti hálfnaður og staðan jöfn 15-15. Leikurinn er mjög fjörugur og byrjar talsvert betur en viðureign liðanna í deildinni á dögunum.19:08 - Þá eru aðeins nokkrar mínútur í leik og eftirvæntingin mikil. Enn er pláss fyrir nokkra áhorfendur í viðbót í íþróttahúsinu og því er um að gera fyrir Keflvíkinga sem lesa þetta að drífa sig á völlinn.18:57 - Gott kvöld. Vísir er klár í Keflavík þar sem pallarnir eru að fyllast og stemmingin góð hér í Sláturhúsinu eins og alltaf þegar vorar. Keflvíkingar eru að hita upp en þeir grænklæddu að teygja á hliðarlínunni.Keflvíkingar tefla fram nýjum bandarískum leikmanni í kvöld, Jesse Rosa, en sá spilaði með liðinu í haust áður en kreppan skall á íslensku þjóðinni.Keflvíkingar eru nú búnir að gleyma kreppunni eins og grannar þeirra í Njarðvík og mæta til leiks með erlendan leikmann. Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Keflavík vann í kvöld sigur á grönnum sínum í Njarðvík í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar.Sigur Keflvíkinga var verðskuldaður og hafði liðið frumkvæðið lengst af. Fylgst var með leiknum í beinni lýsingu á Vísi. Smelltu hér til að sjá tölfræðina.Leik lokið. Keflavík 96 - Njarðvík 88.20:52. Keflavík hefur yfir 91-85 og 50 sekúndur eftir af leiknum. Njarðvík tekur leikhlé.20:44 - Njarðvíkingar eru ekki hættir og minnka muninn í 84-79 þegar 3:45 eru eftir af leiknum. Keflavík virtist með unninn leik í höndunum en þeir grænu eru ekki búnir að segja sitt síðasta.20:39. Keflvíkingar eru með leikinn í hendi sér og hafa yfir 80-67 þegar 6:34 eru eftir af fjórða leikhlutanum.Þriðja leikhluta lokið. Keflavík 69 - Njarðvík 58.Keflvíkingar eru skrefinu á undan sem fyrr og virðast ekki líklegir til að tapa þessum leik. Gunnar Einarsson kom liðinu 11 stigum yfir um leið og lokaflautið í þriðja leikhlutanum gall.20:22 - Keflavík hefur yfir 59-49. Heimamenn komu mun ákveðnari inn í síðari hálfleikinn og eftir þriggja stiga körfu frá Sverri Sverrissyni ákvað Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur að taka leikhlé. 5:36 eftir af þriðja leikhluta.20:11 - Þess má til gamans geta að KR hefur yfir 68-35 gegn Breiðablik í hálfleik í hinum leiknum í Iceland Express deildinni. Jón Arnór Stefánsson er ekki í liði KR í kvöld en þess í stað hafa Jason Dourisseau (23 stig) og Nemanja Sovic (21 stig) ákveðið að fara í skotkeppni í fyrri hálfleiknum.20:07 - Þegar tölfræðin í fyrri hálfleik er skoðuð kemur í ljós að Njarðvíkingar eru með talsvert betri skotnýtingu en Keflvíkingar, en heimamenn hafa unnið það upp með því að vinna baráttuna um fráköstin 26-19.Þar munar mikið um að Keflavík hefur hirt 16 sóknarfráköst gegn aðeins 2 hjá Njarðvík. Jón N. Hafsteinsson hjá Keflavík er með 6 sóknarfráköst í leiknum.19:58. Hálfleikur. Keflavík 43 - Njarðvík 40.Þá er kominn hálfleikur hér í Keflavík og heimamenn hafa þriggja stiga forystu. Keflavíkurliðið náði tíu stiga forskoti um miðjan annan leikhluta en Njarðvíkingar gáfust ekki upp og voru rétt búnir að jafna í lok hálfleiksins.Jesse Rosa er atkvæðamestur hjá Keflavík með 17 stig og 7 fráköst og Hörður Axel Vilhjálmsson er með 10 stig. Hjá Njarðvík er Heath Sitton með 14 stig og Logi Gunnarsson 10.19:53 - Keflavík hefur yfir 36-26 og lítið gengur hjá þeim grænklæddu.19:46 - Keflvíkingar hafa enn yfir 31-25 þegar 6:30 er eftir af fyrri hálfleik.19:38. - Fyrsta leikhluta lokið. Keflvíkingar hafa yfir 24-19 eftir frábæran fyrsta leikhluta. Hraðinn er mikill og áhorfendur að fá nóg fyrir peninginn.19:30. Leikhlé. Keflavík hefur yfir 20-19 og útlit fyrir að leikurinn verði jafn og spennandi. Jesse Rosa er kominn með 9 stig hjá Keflavík en Logi Gunnarsson 8 hjá Njarðvík.19:25 - Fyrsti leikhluti hálfnaður og staðan jöfn 15-15. Leikurinn er mjög fjörugur og byrjar talsvert betur en viðureign liðanna í deildinni á dögunum.19:08 - Þá eru aðeins nokkrar mínútur í leik og eftirvæntingin mikil. Enn er pláss fyrir nokkra áhorfendur í viðbót í íþróttahúsinu og því er um að gera fyrir Keflvíkinga sem lesa þetta að drífa sig á völlinn.18:57 - Gott kvöld. Vísir er klár í Keflavík þar sem pallarnir eru að fyllast og stemmingin góð hér í Sláturhúsinu eins og alltaf þegar vorar. Keflvíkingar eru að hita upp en þeir grænklæddu að teygja á hliðarlínunni.Keflvíkingar tefla fram nýjum bandarískum leikmanni í kvöld, Jesse Rosa, en sá spilaði með liðinu í haust áður en kreppan skall á íslensku þjóðinni.Keflvíkingar eru nú búnir að gleyma kreppunni eins og grannar þeirra í Njarðvík og mæta til leiks með erlendan leikmann.
Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira