Hverjir eiga auðlindina? Árni Sigfússon skrifar 11. ágúst 2010 06:00 Andstæðingar einkaframtaks í virkjanamálum gefa í skyn að einkaframtak, sérlega útlent einkaframtak, sé af hinu slæma í orkumálum. Þeir segja blákalt að verið sé að selja auðlindirnar frá Íslendingum og nefna dæmi HS orku í því sambandi. Ég vona að þeir sem þetta lesa fái betri innsýn í málið og geti leiðrétt þessi rangindi. Reykjanesbær og Grindavík eiga land og jarðhitaréttindi undir virkjunum HS orku á Reykjanesi. Sveitarfélögin hafa samið við HS orku um heimild til að nýta þessa orku með virkjunum á svæðinu gegn afgjaldi í hlutfalli við þá orku sem sköpuð er. Þetta gjald nemur árlega um 50 milljónum kr. og fer fljótlega í 70 milljónir á ári við fyrirhugaða stækkun virkjana. Fyrir gerð þessara samninga hafði verið innheimt mun lægra gjald hér á landi. Hvað er eðlilegur leigutími?Afnotatími HS orku af landi sveitarfélaganna var samþykktur til 65 ára með framlengingarrétti. Þannig er þetta heimilað í gildandi lögum og farið eftir þeim. Ósk iðnaðarráðherra um að stytta þennan tíma hefur verið vel tekið af Reykjanesbæ, Grindavík og HS orku. Þó er á það bent að rétt eins og fjölskylda byggir ekki hús sitt á lóð, sem óvíst er að verði leigð þeim áfram eftir t.d. 20 ár, gildir það enn frekar um tugmilljarða kr. virkjanir. Það þarf að tryggja eðlilegan afnotatíma. 65 ár með heimild til að semja um framlengingu var niðurstaða löggjafans, sem hann virðist nú vilja breyta. Við skulum ekki elta ólar við það en varast vitleysu í þessu máli. Hver ákveður hvort má virkja?Áður en virkjanirnar eru byggðar þarf heimild ríkisins fyrir þeim. Það er Orkustofnun sem ákveður hvar má virkja, hvað má virkja mikið og setur reglur um nýtingu viðkomandi svæðis. Hún fylgist svo með viðkomandi svæði til að tryggja að upptekt úr jarðvökva skaði ekki framtíðarmöguleika svæðisins. Það getur því enginn annar aðili, hvorki virkjanafyrirtækið né sveitarfélag, sem eigandi lands eða skipulagsaðili, ákveðið hvort megi virkja eða hvað mikið. Hver borgar virkjunina?Í stað þess að taka þátt í tugmilljarða kostnaði eða ábyrgðum vegna virkjana njóta nú sveitarfélögin auðlindagjalds fyrir afnot af landinu. Í tilfelli HS orku, var fyrirséð fyrir mörgum árum að sveitarfélögum, sem eigendum, væri ekki stætt á að fjármagna tug milljarða virkjanir til atvinnureksturs með skattfé eða lánaábyrgðum. Þess vegna þótti mikilvægt að fá einkafjármagn inn í virkjanareksturinn. Hver á land og auðlind?Þegar ríkið ákvað að selja sinn hluta í HS til einkaaðila fyrir 3 árum síðan, var ekki búið að tryggja að landið og auðlindin færi úr eigu HS. Því gat einkaaðili eignast land og auðlind. En þessu sá Reykjanesbær við með því að skilyrða sölu sína á hlut í HS orku við að þá seldi HS orka Reykjanesbæ landið og jarðhitaréttindin. Samhliða var gerður samningur um að HS orka leigði réttindin, enda þegar komnar virkjanir í hennar eigu á svæðin. Þá gerði Grindavíkurbær sambærilegan samning við HS orku. Nú eiga Grindavík og Reykjanesbær land og auðlind. Við þessa samninga tryggði Reykjanesbær sér einnig meirihluta í HS veitum, sem áður var stór hluti af HS fyrirtækinu. Þær sjá um að flytja og selja heitt og kalt vatn ásamt raforku til heimila og fyrirtækja. TækifærinGlitnir hafði leitt undirbúning að stofnun Geysis Green Energy árið 2007, sem skyldi vera framvörður Íslands í útrás tækniþekkingar á jarðvarmasviði. Kallað hafði verið til verkfræðifyrirtækja og sérfræðinga í jarðvarmavinnslu til samstarfs og eignarhalds í GGE. Þegar ríkið bauð eignarhlut sinn í HS til sölu bauð þetta fyrirtæki hæst. Tengsl útrásarvíkinga við fyrirtækið eftir efnahagshrunið hafa skyggt á þessa mikilvægu grunnhugmynd. GGE byggði á lánum og stóð afar veikt eftir bankahrunið. Kanadískur aðili, Ross Beaty, aðaleigandi Magma, með öfluga fjárhagsstöðu og sérfræðiþekkingu í jarðfræði, sýndi þá áhuga á að koma að HS orku. Hann hafði sterka sýn á tækifæri Íslands til markverðs framlags til umheimsins í útvegun endurnýjanlegrar orku víða um heim. Magma keypti hlut GGE í HS orku, auk hlutar Sandgerðis og Orkuveitunnar en inni í þeim hlut var eign Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Andstæðingar einkaframtaks í virkjanamálum gefa í skyn að einkaframtak, sérlega útlent einkaframtak, sé af hinu slæma í orkumálum. Þeir segja blákalt að verið sé að selja auðlindirnar frá Íslendingum og nefna dæmi HS orku í því sambandi. Ég vona að þeir sem þetta lesa fái betri innsýn í málið og geti leiðrétt þessi rangindi. Reykjanesbær og Grindavík eiga land og jarðhitaréttindi undir virkjunum HS orku á Reykjanesi. Sveitarfélögin hafa samið við HS orku um heimild til að nýta þessa orku með virkjunum á svæðinu gegn afgjaldi í hlutfalli við þá orku sem sköpuð er. Þetta gjald nemur árlega um 50 milljónum kr. og fer fljótlega í 70 milljónir á ári við fyrirhugaða stækkun virkjana. Fyrir gerð þessara samninga hafði verið innheimt mun lægra gjald hér á landi. Hvað er eðlilegur leigutími?Afnotatími HS orku af landi sveitarfélaganna var samþykktur til 65 ára með framlengingarrétti. Þannig er þetta heimilað í gildandi lögum og farið eftir þeim. Ósk iðnaðarráðherra um að stytta þennan tíma hefur verið vel tekið af Reykjanesbæ, Grindavík og HS orku. Þó er á það bent að rétt eins og fjölskylda byggir ekki hús sitt á lóð, sem óvíst er að verði leigð þeim áfram eftir t.d. 20 ár, gildir það enn frekar um tugmilljarða kr. virkjanir. Það þarf að tryggja eðlilegan afnotatíma. 65 ár með heimild til að semja um framlengingu var niðurstaða löggjafans, sem hann virðist nú vilja breyta. Við skulum ekki elta ólar við það en varast vitleysu í þessu máli. Hver ákveður hvort má virkja?Áður en virkjanirnar eru byggðar þarf heimild ríkisins fyrir þeim. Það er Orkustofnun sem ákveður hvar má virkja, hvað má virkja mikið og setur reglur um nýtingu viðkomandi svæðis. Hún fylgist svo með viðkomandi svæði til að tryggja að upptekt úr jarðvökva skaði ekki framtíðarmöguleika svæðisins. Það getur því enginn annar aðili, hvorki virkjanafyrirtækið né sveitarfélag, sem eigandi lands eða skipulagsaðili, ákveðið hvort megi virkja eða hvað mikið. Hver borgar virkjunina?Í stað þess að taka þátt í tugmilljarða kostnaði eða ábyrgðum vegna virkjana njóta nú sveitarfélögin auðlindagjalds fyrir afnot af landinu. Í tilfelli HS orku, var fyrirséð fyrir mörgum árum að sveitarfélögum, sem eigendum, væri ekki stætt á að fjármagna tug milljarða virkjanir til atvinnureksturs með skattfé eða lánaábyrgðum. Þess vegna þótti mikilvægt að fá einkafjármagn inn í virkjanareksturinn. Hver á land og auðlind?Þegar ríkið ákvað að selja sinn hluta í HS til einkaaðila fyrir 3 árum síðan, var ekki búið að tryggja að landið og auðlindin færi úr eigu HS. Því gat einkaaðili eignast land og auðlind. En þessu sá Reykjanesbær við með því að skilyrða sölu sína á hlut í HS orku við að þá seldi HS orka Reykjanesbæ landið og jarðhitaréttindin. Samhliða var gerður samningur um að HS orka leigði réttindin, enda þegar komnar virkjanir í hennar eigu á svæðin. Þá gerði Grindavíkurbær sambærilegan samning við HS orku. Nú eiga Grindavík og Reykjanesbær land og auðlind. Við þessa samninga tryggði Reykjanesbær sér einnig meirihluta í HS veitum, sem áður var stór hluti af HS fyrirtækinu. Þær sjá um að flytja og selja heitt og kalt vatn ásamt raforku til heimila og fyrirtækja. TækifærinGlitnir hafði leitt undirbúning að stofnun Geysis Green Energy árið 2007, sem skyldi vera framvörður Íslands í útrás tækniþekkingar á jarðvarmasviði. Kallað hafði verið til verkfræðifyrirtækja og sérfræðinga í jarðvarmavinnslu til samstarfs og eignarhalds í GGE. Þegar ríkið bauð eignarhlut sinn í HS til sölu bauð þetta fyrirtæki hæst. Tengsl útrásarvíkinga við fyrirtækið eftir efnahagshrunið hafa skyggt á þessa mikilvægu grunnhugmynd. GGE byggði á lánum og stóð afar veikt eftir bankahrunið. Kanadískur aðili, Ross Beaty, aðaleigandi Magma, með öfluga fjárhagsstöðu og sérfræðiþekkingu í jarðfræði, sýndi þá áhuga á að koma að HS orku. Hann hafði sterka sýn á tækifæri Íslands til markverðs framlags til umheimsins í útvegun endurnýjanlegrar orku víða um heim. Magma keypti hlut GGE í HS orku, auk hlutar Sandgerðis og Orkuveitunnar en inni í þeim hlut var eign Hafnarfjarðar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar