Er markmið bæjarstjórnar Seltjarnarness að hrekja barnafjölskyldur burt? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 12. janúar 2010 15:50 Þann 22. desember síðastliðinn var ég eins og flestir landsmenn á kafi í jólaundirbúningi og að njóta síðustu daga aðventunnar. Við fjölskyldan vorum full tilhlökkunar. Undanfarið ár hafði verið erfiðara en mörg önnur en með hagsýni og samvinnu litum við björtum augum fram á við. Hvern hefði grunað að á sama tíma, tveimur dögum fyrir jól, sat bæjarstjórn Seltjarnarness á fundi um fjárhagsáætlun bæjarins - og tók ákvörðun, með nokkrum pennastrikum að stórhækka álögur á barnafjölskyldur. Í einum vetfangi var ákveðið að hækka mataráskriftir í skólum um 45%, minnka systkinaafslátt og afslátt fyrir einstæða foreldra og námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi og að afnema með öllu afslátt þar sem annað foreldri er í námi. Þar að auki var gjaldskrá skólaskjóls, tónlistarskólans og leikskólans hækkuð. Þá var ákveðið að breyta ekki útsvarsprósentu því ekki má hækka skatta á Seltjarnanesi! Þegar útgjöld fjölskyldu minnar eru tekin saman hafa mánaðarleg útgjöld okkar hjónaleysa - við sem höfum ekkert til saka unnið nema að annað okkar er í námi og við eigum þrjú börn á öllum skólastigum - hækkað um 19 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem við fáum bakreikning vegna tónlistarnáms dóttur okkar upp á 9.910 krónur. Flestallar barnafjölskyldur þola illa svona hækkun og skerðingu á lífsgæðum sem henni fylgja, því einhvers staðar frá þurfa peningarnir til að greiða þessa skyndilegu og óvænt hækkun að koma. Eins og sjá má í töflunni er þetta 50% hækkun á útgjöldum vegna gæslu og hádegismatar barna okkar. Á vef Seltjarnarnesbæjar segir m.a. í frétt um fjárhagsáætlun bæjarins: „Með fjárhagsáætluninni er forgangsraðað í þágu velferðar, áhersla er á að standa vörð um velferð íbúanna með þarfir barna og ungmenna í forgrunni" ... „Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki sem nemur verðlagshækkunum frá 1. janúar 2010." Á vef Seðlabankans er verðbólga 7,5% - ekki 50% eins og á Seltjarnarnesi. Við gerum okkur flest grein fyrir að skatttekjur eru að minnka og útgjöld hafa hækkað. En hvernig á að bregðast við? Það er greinilegt að stefna allra kjörinna fulltrúa á Seltjarnarnesi skuli vera sú að bregðast við því með því að seilast í vasa þeirra sem hafa minnst hafa milli handanna og sem á sama tíma hafa hæstu útgjöldin - íbúa sem eiga fleiri en eitt barn, einstæðra foreldra og námsmanna. Það kalla ég ekki góða pólitík og í engu samræmi við orðagjálfrið sem vitnað er í hér að ofan. Þar að auki var reynt að lauma þessari breytingu með lágmarkskynningu og villandi umfjöllun. Hækkanir á gjöldum eru mun meiri en verðlagshækkanari þó grunntímagjöld hækki „aðeins" 7,5%. Lækkun afslátta og stórhækkun mataráskrifta vega svo miklu þyngra í heildarupphæðum gjalda og gera höggið meira eins og sjá má af mínu dæmi. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð sem sýna íbúum Seltjarnarness lítilsvirðingu og eru eingöngu til þess fallnar að hrekja barnafólk og fólk með lægri tekjur úr bænum. Er það kannski markmiðið? Ég skora á bæjaryfirvöld að draga til baka þessa á ósanngjörnu og íþyngjandi hækkun gjalda á barnafjölskyldur á Seltjarnarnesi . Bæjarstjórn hefur sýnt með sínum gjörðum að þau standa svo sannarlega ekki vörð um velferð íbúa með þarfir barna og ungmenna í forgrunni. Sigurþóra Bergsdóttir, námsmaður og þriggja barna foreldri á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurþóra Bergsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Þann 22. desember síðastliðinn var ég eins og flestir landsmenn á kafi í jólaundirbúningi og að njóta síðustu daga aðventunnar. Við fjölskyldan vorum full tilhlökkunar. Undanfarið ár hafði verið erfiðara en mörg önnur en með hagsýni og samvinnu litum við björtum augum fram á við. Hvern hefði grunað að á sama tíma, tveimur dögum fyrir jól, sat bæjarstjórn Seltjarnarness á fundi um fjárhagsáætlun bæjarins - og tók ákvörðun, með nokkrum pennastrikum að stórhækka álögur á barnafjölskyldur. Í einum vetfangi var ákveðið að hækka mataráskriftir í skólum um 45%, minnka systkinaafslátt og afslátt fyrir einstæða foreldra og námsmenn þar sem báðir foreldrar eru í námi og að afnema með öllu afslátt þar sem annað foreldri er í námi. Þar að auki var gjaldskrá skólaskjóls, tónlistarskólans og leikskólans hækkuð. Þá var ákveðið að breyta ekki útsvarsprósentu því ekki má hækka skatta á Seltjarnanesi! Þegar útgjöld fjölskyldu minnar eru tekin saman hafa mánaðarleg útgjöld okkar hjónaleysa - við sem höfum ekkert til saka unnið nema að annað okkar er í námi og við eigum þrjú börn á öllum skólastigum - hækkað um 19 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem við fáum bakreikning vegna tónlistarnáms dóttur okkar upp á 9.910 krónur. Flestallar barnafjölskyldur þola illa svona hækkun og skerðingu á lífsgæðum sem henni fylgja, því einhvers staðar frá þurfa peningarnir til að greiða þessa skyndilegu og óvænt hækkun að koma. Eins og sjá má í töflunni er þetta 50% hækkun á útgjöldum vegna gæslu og hádegismatar barna okkar. Á vef Seltjarnarnesbæjar segir m.a. í frétt um fjárhagsáætlun bæjarins: „Með fjárhagsáætluninni er forgangsraðað í þágu velferðar, áhersla er á að standa vörð um velferð íbúanna með þarfir barna og ungmenna í forgrunni" ... „Almennt er gert ráð fyrir að gjaldskrár hækki sem nemur verðlagshækkunum frá 1. janúar 2010." Á vef Seðlabankans er verðbólga 7,5% - ekki 50% eins og á Seltjarnarnesi. Við gerum okkur flest grein fyrir að skatttekjur eru að minnka og útgjöld hafa hækkað. En hvernig á að bregðast við? Það er greinilegt að stefna allra kjörinna fulltrúa á Seltjarnarnesi skuli vera sú að bregðast við því með því að seilast í vasa þeirra sem hafa minnst hafa milli handanna og sem á sama tíma hafa hæstu útgjöldin - íbúa sem eiga fleiri en eitt barn, einstæðra foreldra og námsmanna. Það kalla ég ekki góða pólitík og í engu samræmi við orðagjálfrið sem vitnað er í hér að ofan. Þar að auki var reynt að lauma þessari breytingu með lágmarkskynningu og villandi umfjöllun. Hækkanir á gjöldum eru mun meiri en verðlagshækkanari þó grunntímagjöld hækki „aðeins" 7,5%. Lækkun afslátta og stórhækkun mataráskrifta vega svo miklu þyngra í heildarupphæðum gjalda og gera höggið meira eins og sjá má af mínu dæmi. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð sem sýna íbúum Seltjarnarness lítilsvirðingu og eru eingöngu til þess fallnar að hrekja barnafólk og fólk með lægri tekjur úr bænum. Er það kannski markmiðið? Ég skora á bæjaryfirvöld að draga til baka þessa á ósanngjörnu og íþyngjandi hækkun gjalda á barnafjölskyldur á Seltjarnarnesi . Bæjarstjórn hefur sýnt með sínum gjörðum að þau standa svo sannarlega ekki vörð um velferð íbúa með þarfir barna og ungmenna í forgrunni. Sigurþóra Bergsdóttir, námsmaður og þriggja barna foreldri á Seltjarnarnesi.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun