Íslenski boltinn

Skotar komust síðast í úrslit á EM árið 1996

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Edinborg skrifar

Skoska landsliðið á í kvöld möguleika á að koma sér í úrslitakeppni EM í flokki U-21 landsliða í fyrsta sinn í fjórtán ár.

Billy Stark, þjálfari Skotanna, segir að það yrði sitt stærsta afrek á ferlinum hingað til. Hann er 53 ára og langan feril að baki. Hann var aðstoðarþjálfari Tommy Burns þegar þeir komu Kilmarnock upp í skosku úrvalsdeildina árið 1993 og unnu svo skosku bikarkeppnina með Celtic árið 1995 sem var þá fyrsti titill félagsins í sjö ár.

"Það væri sannarlega frábær árangur að komast í úrslitakeppnina eftir svo langa undankeppni sem hefur gengið mjög vel hingað til," sagði Stark í samtali við skoska fjölmiðla í dag.

"En þetta snýst um leikmennina. Stjórarnir lifa og deyja eftir frammistöðu leikmannnanna og ég verð að hrósa strákunum fyrir þeirra frammistöðu."

"Þeir hafa verið frábærir og nú þurfa þeir að standa sig í einum leik til viðbótar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×