Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: Pólitísk leikatriði 14. maí 2010 06:00 Ég hef látið vera að rifja upp þau skelfilegu mistök sem fulltrúar ólíkra flokka hafa gert í skipulagsmálum Reykjavíkur enda taldi ég að flestir hefðu áttað sig og séð að sér. Að minnsta kosti er nú ríkjandi gjörbreytt stefna í skipulagsráði borgarinnar frá því sem áður var. Steininn tók þó úr þegar fulltrúar Samfylkingarinnar í framkvæmda- og eignaráði Reykjavíkur sendu frá sér tilkynningu eftir fund í ráðinu þess efnis að þar hefði verið tekist á um tiltekið mál. Málið, sem sagt var umdeilt, var áform borgarinnar um að auglýsa eftir eldri húsum og lóðum til að gera upp og fegra. Síðar kom reyndar fram að fullyrðingarnar væru ekki réttar. Aðeins hefði verið um að ræða kynningu á verkefni sem áður hafði verið kynnt annars staðar og sett í fjárhagsáætlun. Finna eitthvað – en ekki lausnirAtriðið er hins vegar í takt við annað sem kemur frá Samfylkingunni í borginni. Fulltrúar flokksins reka pólitík sem gengur út á að finna eitthvað, bara eitthvað atriði, til að ná eins og einni eða tveimur fyrirsögnum áður en upp kemst um hversu lítilfjörlegur eða rangur málflutningurinn er. Þetta eru aðferðirnar sem hafa stundum gert borgarpólitíkina óþolandi. Yfirleitt nenna menn ekki að elta ólar við þessi endalausu auglýsingaatriði fólks sem hefur enga raunverulega gagnrýni (hvað þá lausnir) fram að færa, en með bókuninni í framkvæmda og eignaráði náði ósvífnin þó slíkum hæðum að ekki er annað hægt en að gera við það athugasemd. Hagkvæm verkefni fyrir lítiðBorgin hyggst leita húsa til að gera upp á vegum svo kallaðs Völundarverkefnis sem hefur verið ákaflega vel heppnað atvinnusköpunar og endurmenntunarverkefni. Að vísu hefur það aðallega skapað verkefni fyrir karlmenn úr byggingariðnaði og hönnuði. Líklega eru þær stéttir ekki efstar á blaði hjá Samfylkingarfulltrúunum. Hvergi er þó atvinnuleysið meira og varla hægt að setja út á að sköpuð séu verkefni fyrir menn sem eru tilbúnir til að mennta sig og vinna, fyrir sáralítil laun, við að fegra umhverfi borgarbúa og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Fá verkefni geta talist eins hagkvæm fyrir borgina enda liggur kostnaðurinn fyrst og fremst í launum sem ella væru greiddur sem atvinnuleysisbætur. Hins vegar þarf að kaupa hús áður en þau eru lagfærð og seld aftur. Kostnaðurinn við það er afleiðing af hræðilegri skipulagsstefnu sem mörkuð var í Reykjavík undir forystu Samfylkingarinnar sem lengi hélt fast um þann málaflokk. Undir forystu flokksins var innleitt skipulag sem á sér enga hliðstæðu í sögulegum miðbæjum vestrænna borga undanfarin 40 árin. Reyndar hafði mönnum ekki dottið annað eins í hug í borginni frá 1962 þegar síðast var kynnt sambærileg nálgun í skipulagsmálum. Að kaupa loftið - skriðjökull við Hverfisgötu Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra keypti Laugaveg 4-6 fyrir 580 milljónir (sem reyndar er óskiljanlega hátt verð) var ekki verið að kaupa húsin. Þau gat borgin fengið gefins. Það var verið að kaupa loft. Kaupa burt svo kallaðan „byggingarrétt" sem útdeilt hafði verið samkvæmt hinu nýja skipulagi. Búið var til loftbóluskipulag sem gaf hlutabréfabólunni ekkert eftir. Í borginni átti að færa hinar uppblásnu tölur í reikningum banka og eignarhaldsfélaga í stál og gler. Smátt og sjálfbært var úti. Stór verkefni sem þurftu stöðugt að stækka til að falla ekki saman voru inni. Undir forystu Samfylkingarinnar var skipulagssjóði borgarinnar breytt í fasteignabraskara sem keypti gömul og reisuleg hús til að rífa þau og selja lóðirnar undir skýjaborgir. Svo komu bankar og eignarhaldsfélög inn af fullum krafti og þá stóð aldeilis ekki á Samfylkingarfulltrúunum, sem nú hneykslast, að bæta í byggingarmagnið. Fjárfestingafélag átti að fá að byggja húsnæði á stærð við 3 Tollstjórahús við Laugaveg og við Hverfisgötu var gert ráð fyrir heilum skriðjökli. Skuggalegt skipulagÍbúar í Skuggahverfi voru hraktir úr íbúðum sínum og neyddir til að selja. Þeir sögðu svo sögu sína eftir að Samfylkingarfulltrúarnir höfðu tjáð sig einum of oft um það í fjölmiðlum hvað allt hefði verið unnið í góðu samráði við íbúa hverfisins. Enn er sama fólk við sama heygarðshornið. Í nýlegu fjölmiðlaatriði oddvita Samfylkingarinnar, birtist hann, til að lýsa því yfir að rannsaka þyrfti hvers vegna hefði verið skipulagt allt of mikið íbúðarhúsnæði í úthverfum Reykjavíkur. -Maðurinn sem átti hvað mestan þátt í að skipuleggja það. Það færi vel á því að næst þegar borgarfulltrúar Samfylkingarinnar búa sér til pólitískt leikatriði í aðdraganda kosninganna snúist það um annað en skipulagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef látið vera að rifja upp þau skelfilegu mistök sem fulltrúar ólíkra flokka hafa gert í skipulagsmálum Reykjavíkur enda taldi ég að flestir hefðu áttað sig og séð að sér. Að minnsta kosti er nú ríkjandi gjörbreytt stefna í skipulagsráði borgarinnar frá því sem áður var. Steininn tók þó úr þegar fulltrúar Samfylkingarinnar í framkvæmda- og eignaráði Reykjavíkur sendu frá sér tilkynningu eftir fund í ráðinu þess efnis að þar hefði verið tekist á um tiltekið mál. Málið, sem sagt var umdeilt, var áform borgarinnar um að auglýsa eftir eldri húsum og lóðum til að gera upp og fegra. Síðar kom reyndar fram að fullyrðingarnar væru ekki réttar. Aðeins hefði verið um að ræða kynningu á verkefni sem áður hafði verið kynnt annars staðar og sett í fjárhagsáætlun. Finna eitthvað – en ekki lausnirAtriðið er hins vegar í takt við annað sem kemur frá Samfylkingunni í borginni. Fulltrúar flokksins reka pólitík sem gengur út á að finna eitthvað, bara eitthvað atriði, til að ná eins og einni eða tveimur fyrirsögnum áður en upp kemst um hversu lítilfjörlegur eða rangur málflutningurinn er. Þetta eru aðferðirnar sem hafa stundum gert borgarpólitíkina óþolandi. Yfirleitt nenna menn ekki að elta ólar við þessi endalausu auglýsingaatriði fólks sem hefur enga raunverulega gagnrýni (hvað þá lausnir) fram að færa, en með bókuninni í framkvæmda og eignaráði náði ósvífnin þó slíkum hæðum að ekki er annað hægt en að gera við það athugasemd. Hagkvæm verkefni fyrir lítiðBorgin hyggst leita húsa til að gera upp á vegum svo kallaðs Völundarverkefnis sem hefur verið ákaflega vel heppnað atvinnusköpunar og endurmenntunarverkefni. Að vísu hefur það aðallega skapað verkefni fyrir karlmenn úr byggingariðnaði og hönnuði. Líklega eru þær stéttir ekki efstar á blaði hjá Samfylkingarfulltrúunum. Hvergi er þó atvinnuleysið meira og varla hægt að setja út á að sköpuð séu verkefni fyrir menn sem eru tilbúnir til að mennta sig og vinna, fyrir sáralítil laun, við að fegra umhverfi borgarbúa og skapa verðmæti fyrir samfélagið. Fá verkefni geta talist eins hagkvæm fyrir borgina enda liggur kostnaðurinn fyrst og fremst í launum sem ella væru greiddur sem atvinnuleysisbætur. Hins vegar þarf að kaupa hús áður en þau eru lagfærð og seld aftur. Kostnaðurinn við það er afleiðing af hræðilegri skipulagsstefnu sem mörkuð var í Reykjavík undir forystu Samfylkingarinnar sem lengi hélt fast um þann málaflokk. Undir forystu flokksins var innleitt skipulag sem á sér enga hliðstæðu í sögulegum miðbæjum vestrænna borga undanfarin 40 árin. Reyndar hafði mönnum ekki dottið annað eins í hug í borginni frá 1962 þegar síðast var kynnt sambærileg nálgun í skipulagsmálum. Að kaupa loftið - skriðjökull við Hverfisgötu Þegar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra keypti Laugaveg 4-6 fyrir 580 milljónir (sem reyndar er óskiljanlega hátt verð) var ekki verið að kaupa húsin. Þau gat borgin fengið gefins. Það var verið að kaupa loft. Kaupa burt svo kallaðan „byggingarrétt" sem útdeilt hafði verið samkvæmt hinu nýja skipulagi. Búið var til loftbóluskipulag sem gaf hlutabréfabólunni ekkert eftir. Í borginni átti að færa hinar uppblásnu tölur í reikningum banka og eignarhaldsfélaga í stál og gler. Smátt og sjálfbært var úti. Stór verkefni sem þurftu stöðugt að stækka til að falla ekki saman voru inni. Undir forystu Samfylkingarinnar var skipulagssjóði borgarinnar breytt í fasteignabraskara sem keypti gömul og reisuleg hús til að rífa þau og selja lóðirnar undir skýjaborgir. Svo komu bankar og eignarhaldsfélög inn af fullum krafti og þá stóð aldeilis ekki á Samfylkingarfulltrúunum, sem nú hneykslast, að bæta í byggingarmagnið. Fjárfestingafélag átti að fá að byggja húsnæði á stærð við 3 Tollstjórahús við Laugaveg og við Hverfisgötu var gert ráð fyrir heilum skriðjökli. Skuggalegt skipulagÍbúar í Skuggahverfi voru hraktir úr íbúðum sínum og neyddir til að selja. Þeir sögðu svo sögu sína eftir að Samfylkingarfulltrúarnir höfðu tjáð sig einum of oft um það í fjölmiðlum hvað allt hefði verið unnið í góðu samráði við íbúa hverfisins. Enn er sama fólk við sama heygarðshornið. Í nýlegu fjölmiðlaatriði oddvita Samfylkingarinnar, birtist hann, til að lýsa því yfir að rannsaka þyrfti hvers vegna hefði verið skipulagt allt of mikið íbúðarhúsnæði í úthverfum Reykjavíkur. -Maðurinn sem átti hvað mestan þátt í að skipuleggja það. Það færi vel á því að næst þegar borgarfulltrúar Samfylkingarinnar búa sér til pólitískt leikatriði í aðdraganda kosninganna snúist það um annað en skipulagsmál.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun