Leikið með leikskóla Eyrún Magnúsdóttir skrifar 18. febrúar 2011 14:56 Hugmyndir starfshóps á vegum menntaráðs borgarinnar um sameiningar leikskóla og grunnskóla eru óljósar og fáir vita í hverju þær felast. Foreldrar hafa heyrt orðróm, stjórnendur fengið bréf um að hugsanlega verði þeirra störf lögð niður og einhver konar samráð hefur víst verið haft í formi lokaðra funda sem litlum sögum fer af. Engar sameiningartillögur hafa verið birtar opinberlega. Engar tölur hafa birst um hve miklu sameiningar í skólakerfinu muni skila borginni. Engar skýringar hafa fengist á því hvaða mælikvarðar eru notaðir þegar metið er hvaða leikskóla og/eða skóla hentar að sameina og hverja ekki. Engar faglegar röksemdir hafa verið kynntar. Foreldrar sem nú rísa upp gegn hugmyndunum gera það ekki vegna almennrar andstöðu við allar breytingar, eins og formaður menntaráðs hefur gefið í skyn. Þeir gera það vegna þess að upplýsingar og röksemdir skortir. Hugtökum eins og „tækifæri til endurskipulagningar"og „samráðsferli" er kastað á loft án þess að ljóst sé hver tækifærin eru eða í hverju samráðið felst. Foreldrar ekki upplýstir fyrr en eftir á Þegar undirritaðri barst sá orðrómur að sameina ætti leikskóla sonarins öðrum leikskóla í næsta skólahverfi og leitaði upplýsinga hjá leikskólasviði um málið fékkst þetta svar í tölvupósti: „Foreldrar verða ekki upplýstir fyrr en frekari ákvarðanir liggja fyrir." Á hitafundi um skólamál í Ráðhúsinu í gærkvöld sem um 500 foreldrum reykvískra barna sóttu varð þetta viðhorf borgarinnar til aðkomu foreldra enn skýrara. Fyrst á að taka hinar „kjarkmiklu" ákvarðanir um niðurskurð og sameiningar og að því loknu verða þær rökstuddar og foreldrar upplýstir. Í millitíðinni eigum við að bíða, treysta borgaryfirvöldum og embættismönnum, en umfram allt: ekki vera hrædd við breytingar. Upplýsingar um niðurskurðinn og hinar meintu sameiningar eru þó svo mikið á reiki að bæði fræðslustjóri og fulltrúi meirihlutans í menntaráði hafa séð sig knúna til að leiðrétta „misskilning" fjölmiðla á málinu á síðustu dögum. Hvernig er hægt að misskilja upplýsingar sem ekki liggja fyrir? Hvers vegna liggja þessar upplýsingar ekki fyrir svo bæði foreldrar, fjölmiðlafólk og aðrir geti sett sig inn í málin? Ráðdeildarsömum stjórnendum fórnað Það er vandséð hvernig uppsagnir leikskólastjóra eiga að koma Reykjavíkurborg út úr fjárhagskröggum. Mun líklegra er að breytingarnar leiði til fækkunar starfsfólks með verðmæta reynslu af stjórnun leikskóla. Hættan á flótta úr stétt leikskólakennara í kjölfar uppsagna leikskólastjóra og sameininga er raunveruleg og ætti að vera áhyggjuefni borgarfulltrúa. Það er óskhyggja að telja að hægt sé að hrókera til leikskólastjórum með áratugareynslu án þess að kvarnist úr hópnum. Og Reykjavíkurborg má ekki við því að missa fagfólk út af leikskólunum, líkt og sviðsstjóri leikskólasviðs benti sjálf á á fundi með foreldrum. Á sama tíma og kjörnir fulltrúar borgarinnar létu um árabil viðgangast að gullkálfurinn Orkuveita Reykjavíkur steypti sér í botnlausar skuldir þá stýrðu leikskólastjórar sínum einingum af ráðdeild og gerðu það besta úr takmörkuðum fjármunum – og það ekki á neinum ofurlaunum. Benda má á að í greinargerð með fjárhagsáætlun borgarinnar kemur fram að síðustu ár hafa 98% leikskóla borgarinnar jafnan skilað rekstrinum af sér án þess að fara meira en 3% fram úr þeim fjárhagsramma sem þeim er settur. Ætli allar „rekstrareiningar" (svo gripið sé til stofnanamáls) borgarinnar geti stært sig af svona árangri? Borgarstjóri Reykjavíkur gerði hina skuldum vöfnu Orkuveitu raunar að umtalsefni á fundinum í Ráðhúsinu í gær þegar hann sagði niðurskurð óumflýjanlegan, m.a. vegna ábyrgðar á skuldum Orkuveiturinnar. Hins vegar fylgdu engar skýringar því hvernig tugmilljóna króna meintur sparnaður í skólum og leikskólum hjálpar til við að takast á við 240 milljarða króna skuldir OR. Tilraunahagræðing og börnin að veði Tveggja ára sonur minn hefur alltaf verið aðeins yfir kúrfu í þyngd og lengd, enda stór og hraustur strákur. Eftir fundinn í Ráðhúsinu í gærkvöld er mér orðið ljóst að hann er einnig nokkuð yfir kúrfu í kostnaði fyrir borgina, hann er óhagkvæmur í rekstri og stjórnendakostnaður við drenginn er of hár. Hann er í frekar fámennum leikskóla og þarf því nauðsynlega á hagræðingu að halda. Ef ég mótmæli þá er ég óttaslegin, svo notað sé orðfæri formanns menntaráðs sem verður tíðrætt um ótta foreldra við breytingar. Ef ég dreg í efa útreikninga borgarinnar um að óhagræði hljótist af syni mínum í sínum litla leikskóla þá stend ég í vegi fyrir „kjarkmiklum ákvörðunum." Kjarkurinn felst víst í því að þora að fella sem flest leik- og grunnskólabörn inn í fyrirfram ákveðna kúrfu sem hentar buddu borgarinnar þessa stundina, óháð afleiðingum til frambúðar. Það er ekki kjarkmikið hjá meirihlutanum í borginni að þora ekki að leggja fram hugmyndir sínar um umfangsmiklar og óafturkræfar breytingar á högum yngstu borgaranna. Það er heldur ekki merki um ótta foreldra og starfsfólks í grunn- og leikskólum að andmæla óljósum og illa kynntum breytingum. Í máli sviðsstjóra leikskólasviðs á fundinum í gær kom fram að ekki væri hægt að meta árangur af sameiningum fyrr en 3 árum eftir að skólar/leikskólar hafa verið sameinaðir. Það ku vera sá reynslutími sem þafr til að hægt sé að meta hvort slíkur gjörningur heppnist vel eða illa. Má bjóða einhverjum að skrá barnið sitt í þriggja ára tilraunahagræðingarverkefni borgarinnar með óljósum afleiðingum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Magnúsdóttir Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Hugmyndir starfshóps á vegum menntaráðs borgarinnar um sameiningar leikskóla og grunnskóla eru óljósar og fáir vita í hverju þær felast. Foreldrar hafa heyrt orðróm, stjórnendur fengið bréf um að hugsanlega verði þeirra störf lögð niður og einhver konar samráð hefur víst verið haft í formi lokaðra funda sem litlum sögum fer af. Engar sameiningartillögur hafa verið birtar opinberlega. Engar tölur hafa birst um hve miklu sameiningar í skólakerfinu muni skila borginni. Engar skýringar hafa fengist á því hvaða mælikvarðar eru notaðir þegar metið er hvaða leikskóla og/eða skóla hentar að sameina og hverja ekki. Engar faglegar röksemdir hafa verið kynntar. Foreldrar sem nú rísa upp gegn hugmyndunum gera það ekki vegna almennrar andstöðu við allar breytingar, eins og formaður menntaráðs hefur gefið í skyn. Þeir gera það vegna þess að upplýsingar og röksemdir skortir. Hugtökum eins og „tækifæri til endurskipulagningar"og „samráðsferli" er kastað á loft án þess að ljóst sé hver tækifærin eru eða í hverju samráðið felst. Foreldrar ekki upplýstir fyrr en eftir á Þegar undirritaðri barst sá orðrómur að sameina ætti leikskóla sonarins öðrum leikskóla í næsta skólahverfi og leitaði upplýsinga hjá leikskólasviði um málið fékkst þetta svar í tölvupósti: „Foreldrar verða ekki upplýstir fyrr en frekari ákvarðanir liggja fyrir." Á hitafundi um skólamál í Ráðhúsinu í gærkvöld sem um 500 foreldrum reykvískra barna sóttu varð þetta viðhorf borgarinnar til aðkomu foreldra enn skýrara. Fyrst á að taka hinar „kjarkmiklu" ákvarðanir um niðurskurð og sameiningar og að því loknu verða þær rökstuddar og foreldrar upplýstir. Í millitíðinni eigum við að bíða, treysta borgaryfirvöldum og embættismönnum, en umfram allt: ekki vera hrædd við breytingar. Upplýsingar um niðurskurðinn og hinar meintu sameiningar eru þó svo mikið á reiki að bæði fræðslustjóri og fulltrúi meirihlutans í menntaráði hafa séð sig knúna til að leiðrétta „misskilning" fjölmiðla á málinu á síðustu dögum. Hvernig er hægt að misskilja upplýsingar sem ekki liggja fyrir? Hvers vegna liggja þessar upplýsingar ekki fyrir svo bæði foreldrar, fjölmiðlafólk og aðrir geti sett sig inn í málin? Ráðdeildarsömum stjórnendum fórnað Það er vandséð hvernig uppsagnir leikskólastjóra eiga að koma Reykjavíkurborg út úr fjárhagskröggum. Mun líklegra er að breytingarnar leiði til fækkunar starfsfólks með verðmæta reynslu af stjórnun leikskóla. Hættan á flótta úr stétt leikskólakennara í kjölfar uppsagna leikskólastjóra og sameininga er raunveruleg og ætti að vera áhyggjuefni borgarfulltrúa. Það er óskhyggja að telja að hægt sé að hrókera til leikskólastjórum með áratugareynslu án þess að kvarnist úr hópnum. Og Reykjavíkurborg má ekki við því að missa fagfólk út af leikskólunum, líkt og sviðsstjóri leikskólasviðs benti sjálf á á fundi með foreldrum. Á sama tíma og kjörnir fulltrúar borgarinnar létu um árabil viðgangast að gullkálfurinn Orkuveita Reykjavíkur steypti sér í botnlausar skuldir þá stýrðu leikskólastjórar sínum einingum af ráðdeild og gerðu það besta úr takmörkuðum fjármunum – og það ekki á neinum ofurlaunum. Benda má á að í greinargerð með fjárhagsáætlun borgarinnar kemur fram að síðustu ár hafa 98% leikskóla borgarinnar jafnan skilað rekstrinum af sér án þess að fara meira en 3% fram úr þeim fjárhagsramma sem þeim er settur. Ætli allar „rekstrareiningar" (svo gripið sé til stofnanamáls) borgarinnar geti stært sig af svona árangri? Borgarstjóri Reykjavíkur gerði hina skuldum vöfnu Orkuveitu raunar að umtalsefni á fundinum í Ráðhúsinu í gær þegar hann sagði niðurskurð óumflýjanlegan, m.a. vegna ábyrgðar á skuldum Orkuveiturinnar. Hins vegar fylgdu engar skýringar því hvernig tugmilljóna króna meintur sparnaður í skólum og leikskólum hjálpar til við að takast á við 240 milljarða króna skuldir OR. Tilraunahagræðing og börnin að veði Tveggja ára sonur minn hefur alltaf verið aðeins yfir kúrfu í þyngd og lengd, enda stór og hraustur strákur. Eftir fundinn í Ráðhúsinu í gærkvöld er mér orðið ljóst að hann er einnig nokkuð yfir kúrfu í kostnaði fyrir borgina, hann er óhagkvæmur í rekstri og stjórnendakostnaður við drenginn er of hár. Hann er í frekar fámennum leikskóla og þarf því nauðsynlega á hagræðingu að halda. Ef ég mótmæli þá er ég óttaslegin, svo notað sé orðfæri formanns menntaráðs sem verður tíðrætt um ótta foreldra við breytingar. Ef ég dreg í efa útreikninga borgarinnar um að óhagræði hljótist af syni mínum í sínum litla leikskóla þá stend ég í vegi fyrir „kjarkmiklum ákvörðunum." Kjarkurinn felst víst í því að þora að fella sem flest leik- og grunnskólabörn inn í fyrirfram ákveðna kúrfu sem hentar buddu borgarinnar þessa stundina, óháð afleiðingum til frambúðar. Það er ekki kjarkmikið hjá meirihlutanum í borginni að þora ekki að leggja fram hugmyndir sínar um umfangsmiklar og óafturkræfar breytingar á högum yngstu borgaranna. Það er heldur ekki merki um ótta foreldra og starfsfólks í grunn- og leikskólum að andmæla óljósum og illa kynntum breytingum. Í máli sviðsstjóra leikskólasviðs á fundinum í gær kom fram að ekki væri hægt að meta árangur af sameiningum fyrr en 3 árum eftir að skólar/leikskólar hafa verið sameinaðir. Það ku vera sá reynslutími sem þafr til að hægt sé að meta hvort slíkur gjörningur heppnist vel eða illa. Má bjóða einhverjum að skrá barnið sitt í þriggja ára tilraunahagræðingarverkefni borgarinnar með óljósum afleiðingum?
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun