Virðum réttindi Elín Björg Jónsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir og Eiríkur Jónsson: skrifa 24. mars 2011 09:51 Um nokkurt skeið hefur verið starfræktur vinnuhópur á grundvelli stöðugleikasáttmála, með það að markmiði að þróa nýtt, sameiginlegt lífeyriskerfi fyrir landsmenn. Þar hafa átt sæti fulltrúar launafólks jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði, atvinnurekendur, stjórnvöld og sveitarfélög. Starf hópsins hefur gengið vel og svo virðist sem aðilar séu í fyrsta skipti tilbúnir til viðræðna um framtíðarkerfi. Slíkar viðræður geta þó aðeins snúist um framtíðina, ekki áunnin kjarasamningsbundin réttindi. Opinberir starfsmenn hafa tekið þátt í þessu starfi af heilindum, virt réttindi annarra og ekki unnið að kröfugerð um málið á öðrum vettvangi. Hið sama verður ekki sagt um framgöngu Alþýðusambands Íslands, samherja BSRB, BHM og KÍ í réttindavörslu fyrir hönd launafólks. Það sást best á sameiginlegu minnisblaði sem ASÍ og SA lögðu fram 25. febrúar 2011 en sáu ekki ástæðu til að láta opinbera starfsmenn vita af fyrr en nokkrum vikum síðar. Í umræddu minnisblaði kveður við allt annan tón en í vinnuhópnum. ASÍ og SA krefjast þess að réttindi opinberra starfsmanna verði skert og lífeyriskerfi þeirra breytt. Það er alvarlegt að ASÍ skuli taka sér stöðu við hlið atvinnurekenda í kröfum sínum, ekki við hlið annarra félaga sinna í baráttu fyrir bættum réttindum launafólks. Raunar er umhugsunarefni hve samhljómur í málflutningi ASÍ og SA er orðinn ríkur, en það er önnur saga.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHMÞað er ólíðandi að samtök launafólks gangi fram með kröfu um skerðingu réttinda félaga í öðrum samtökum og forystu ASÍ væri sæmra að beina kröftum sínum að því að bæta réttindi eigin félagsmanna en að rýra réttindi annarra. Það er umhugsunarefni á hvaða vegferð kjarabaráttan er þegar slík vinnubrögð eru viðhöfð. Höfuðverkefni og skylda launþegahreyfingarinnar er að gera kjarasamninga, umbjóðendum sínum til hagsbóta, ekki að höggva í áunnin réttindi annarra. Opinberir starfsmenn hafa verið tilbúnir til viðræðna um nýtt lífeyrissjóðskerfi, en það er hins vegar forkastanlegt að þurfa að verjast árásum á réttindi sem eru afrakstur kjarabaráttu liðinna áratuga. Lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna hefur löngum verið notað til að réttlæta lakari laun en á almennum vinnumarkaði. Að sjálfsögðu vilja opinberir starfsmenn að allir njóti sem sambærilegastra lífeyriskjara, en sú eðlilega krafa hlýtur þá einnig að gilda um launakjör. Jöfn lífeyrisréttindi og jöfn launakjör hlýtur þá að vera sameiginleg krafa alls launafólks.Eiríkur Jónsson, formaður KÍMargt hefur verið rætt og ritað um stöðu lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna. Þar er hins vegar rétt að minna á að ástæða þess að safnast hafa upp byrðar fyrir ríkissjóð er sú að stjórnvöld sinntu ekki þeirri skyldu sinni að greiða inn í sjóðinn. Stjórnvöld nýttu það fjármagn sem eðlilegt hefði verið að nýta til greiðslu í lífeyrissjóðinn í önnur verkefni. Það var val stjórnmálamanna að greiða ekki jafnt og þétt inn í sjóðinn, ekki opinberra starfsmanna. Á stundum þar sem öll spjót standa á launafólki, niðurskurður og kaupmáttarrýrnun herjar á almenning, er nauðsyn á samstöðu launafólks. Umrætt minnisblað grefur undan þeirri samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur verið starfræktur vinnuhópur á grundvelli stöðugleikasáttmála, með það að markmiði að þróa nýtt, sameiginlegt lífeyriskerfi fyrir landsmenn. Þar hafa átt sæti fulltrúar launafólks jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði, atvinnurekendur, stjórnvöld og sveitarfélög. Starf hópsins hefur gengið vel og svo virðist sem aðilar séu í fyrsta skipti tilbúnir til viðræðna um framtíðarkerfi. Slíkar viðræður geta þó aðeins snúist um framtíðina, ekki áunnin kjarasamningsbundin réttindi. Opinberir starfsmenn hafa tekið þátt í þessu starfi af heilindum, virt réttindi annarra og ekki unnið að kröfugerð um málið á öðrum vettvangi. Hið sama verður ekki sagt um framgöngu Alþýðusambands Íslands, samherja BSRB, BHM og KÍ í réttindavörslu fyrir hönd launafólks. Það sást best á sameiginlegu minnisblaði sem ASÍ og SA lögðu fram 25. febrúar 2011 en sáu ekki ástæðu til að láta opinbera starfsmenn vita af fyrr en nokkrum vikum síðar. Í umræddu minnisblaði kveður við allt annan tón en í vinnuhópnum. ASÍ og SA krefjast þess að réttindi opinberra starfsmanna verði skert og lífeyriskerfi þeirra breytt. Það er alvarlegt að ASÍ skuli taka sér stöðu við hlið atvinnurekenda í kröfum sínum, ekki við hlið annarra félaga sinna í baráttu fyrir bættum réttindum launafólks. Raunar er umhugsunarefni hve samhljómur í málflutningi ASÍ og SA er orðinn ríkur, en það er önnur saga.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHMÞað er ólíðandi að samtök launafólks gangi fram með kröfu um skerðingu réttinda félaga í öðrum samtökum og forystu ASÍ væri sæmra að beina kröftum sínum að því að bæta réttindi eigin félagsmanna en að rýra réttindi annarra. Það er umhugsunarefni á hvaða vegferð kjarabaráttan er þegar slík vinnubrögð eru viðhöfð. Höfuðverkefni og skylda launþegahreyfingarinnar er að gera kjarasamninga, umbjóðendum sínum til hagsbóta, ekki að höggva í áunnin réttindi annarra. Opinberir starfsmenn hafa verið tilbúnir til viðræðna um nýtt lífeyrissjóðskerfi, en það er hins vegar forkastanlegt að þurfa að verjast árásum á réttindi sem eru afrakstur kjarabaráttu liðinna áratuga. Lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna hefur löngum verið notað til að réttlæta lakari laun en á almennum vinnumarkaði. Að sjálfsögðu vilja opinberir starfsmenn að allir njóti sem sambærilegastra lífeyriskjara, en sú eðlilega krafa hlýtur þá einnig að gilda um launakjör. Jöfn lífeyrisréttindi og jöfn launakjör hlýtur þá að vera sameiginleg krafa alls launafólks.Eiríkur Jónsson, formaður KÍMargt hefur verið rætt og ritað um stöðu lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna. Þar er hins vegar rétt að minna á að ástæða þess að safnast hafa upp byrðar fyrir ríkissjóð er sú að stjórnvöld sinntu ekki þeirri skyldu sinni að greiða inn í sjóðinn. Stjórnvöld nýttu það fjármagn sem eðlilegt hefði verið að nýta til greiðslu í lífeyrissjóðinn í önnur verkefni. Það var val stjórnmálamanna að greiða ekki jafnt og þétt inn í sjóðinn, ekki opinberra starfsmanna. Á stundum þar sem öll spjót standa á launafólki, niðurskurður og kaupmáttarrýrnun herjar á almenning, er nauðsyn á samstöðu launafólks. Umrætt minnisblað grefur undan þeirri samstöðu.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun