Svo gæti farið að fjölmargir leikmenn NBA-deildarinnar spili í Evrópu í vetur. Það er nefnilega verkbann í NBA-deildinni sem stendur og ef það ílengist munu margir fara til Evrópu í millitíðinni.
Deron Williams hjá New Jersey Nets hefur þegar samþykkt að fara til Besiktas í Tyrklandi meðan á verkbanninu stendur. Besiktas vill meira og er nú á eftir Kobe Bryant.
Kobe segist vera opinn fyrir því að spila í Evrópu og hann mun hitta forráðamenn Besiktas eftir helgi. Félagið getur ekki greitt honum sömu laun og Lakers en hann fær samt væna summu fyrir að spila. Þess má líka geta að Kobe er nýbúinn að skrifa undir risaauglýsingasamning við tyrkneska flugfélagið Turkish Airlines.
Williams mun fá 23 milljónir á mánuði hjá félaginu.
Körfubolti