Real vann Valencia í hörkuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2011 00:01 Nordic Photos / Getty Images Real Madrid er aftur með þriggja stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram í Valencia en með sigri heimamanna, sem eru í þriðja sæti deildarinnar, hefði aðeins eitt stig skilið að efstu þrjú lið deildarinnar - Real, Barcelona og Valencia. En Madrídingar létu ekki segjast og hafa nú þriggja stiga forystu á Barcelona og átta stiga forystu á Valencia í þrijða sætinu. Karim Benzema kom Real Madrid yfir á 20. mínútu leiksins með afar laglegu marki. Xabi Alonso átti sendingu inn fyrir vörn heimamanna og skoraði Benzema með föstu viðstöðulausu skoti eftir að hafa lagt boltann fyrir sig. Þannig stóðu leikar næstu 52 mínúturnar og með ólíkindum að enginn leikmaður hafi fengið að líta rauða spjaldið, sérstaklega í upphafi síðari hálfleiks þegar sauð nokkrum sinnum upp úr á milli leikmanna. Einn þeirra sem hafði sig hvað mest frammi, varnarmaðurinn Sergio Ramos, sá svo um að skora næsta mark Real í leiknum en það gerði hann með skalla efti hornspyrnu Mesut Özil á 72. mínútu. Roberto Soldado, fyrrum leikmaður Real, hélt þó spennu í leiknum er hann skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok mark. Boltinn datt fyrir hann í teig gestanna og skoraði hann með föstu skoti í markhornið fjær. En þá var komið að Cristiano Ronaldo sem náði að vinna boltann af markverðinum Diego Alves í návígi eftir skógarhlaup þess síðarnefnda. Ronaldo skoraði fram hjá varnarmanni úr þröngu færi eftir að hafa skilið Alves eftir. Þó létu heimamenn ekki segjast og Soldado náði að skora aftur, í þetta sinn sjö mínútum fyrir leikslok. Pablo Hernandez gerði vel þegar hann náði til boltans við endalínuna og gaf fyrir markið þar sem Soldado náði að skora af stuttu færi. Real Madrid, sem hafði aðeins fengið á sig eitt deildarmark á útivelli á tímabilinu fyrir leikinn í kvöld, náði þó að halda forystunni til leiksloka. Það stóð þó mjög tæpt því á lokamínútu venjulegst leiktíma náði Soldado að koma knettinum í netið en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Valencia fékk svo tvær hornspyrnur á fimmtu mínútur uppbótartímans en eftir þá fyrri náði Iker Casillas að verja eftir skalla af stuttu færi. Heimamenn vildu einnig fá dæmda vítaspyrnu á Marcelo fyrir að handleika knöttinn en endursýningar í sjónvarpi gáfu til kynna að boltinn hafi ekki farið í hönd hans. Leikmenn Valencia voru engu að síður frá sér af bræði og mótmæltu kröftuglega í leikslok. Allt kom fyrir ekki og Real fagnaði góðum sigri. Spænski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Í beinni: Real Madrid - Real Sociedad | Ancelotti kvaddur Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Sjá meira
Real Madrid er aftur með þriggja stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram í Valencia en með sigri heimamanna, sem eru í þriðja sæti deildarinnar, hefði aðeins eitt stig skilið að efstu þrjú lið deildarinnar - Real, Barcelona og Valencia. En Madrídingar létu ekki segjast og hafa nú þriggja stiga forystu á Barcelona og átta stiga forystu á Valencia í þrijða sætinu. Karim Benzema kom Real Madrid yfir á 20. mínútu leiksins með afar laglegu marki. Xabi Alonso átti sendingu inn fyrir vörn heimamanna og skoraði Benzema með föstu viðstöðulausu skoti eftir að hafa lagt boltann fyrir sig. Þannig stóðu leikar næstu 52 mínúturnar og með ólíkindum að enginn leikmaður hafi fengið að líta rauða spjaldið, sérstaklega í upphafi síðari hálfleiks þegar sauð nokkrum sinnum upp úr á milli leikmanna. Einn þeirra sem hafði sig hvað mest frammi, varnarmaðurinn Sergio Ramos, sá svo um að skora næsta mark Real í leiknum en það gerði hann með skalla efti hornspyrnu Mesut Özil á 72. mínútu. Roberto Soldado, fyrrum leikmaður Real, hélt þó spennu í leiknum er hann skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok mark. Boltinn datt fyrir hann í teig gestanna og skoraði hann með föstu skoti í markhornið fjær. En þá var komið að Cristiano Ronaldo sem náði að vinna boltann af markverðinum Diego Alves í návígi eftir skógarhlaup þess síðarnefnda. Ronaldo skoraði fram hjá varnarmanni úr þröngu færi eftir að hafa skilið Alves eftir. Þó létu heimamenn ekki segjast og Soldado náði að skora aftur, í þetta sinn sjö mínútum fyrir leikslok. Pablo Hernandez gerði vel þegar hann náði til boltans við endalínuna og gaf fyrir markið þar sem Soldado náði að skora af stuttu færi. Real Madrid, sem hafði aðeins fengið á sig eitt deildarmark á útivelli á tímabilinu fyrir leikinn í kvöld, náði þó að halda forystunni til leiksloka. Það stóð þó mjög tæpt því á lokamínútu venjulegst leiktíma náði Soldado að koma knettinum í netið en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Valencia fékk svo tvær hornspyrnur á fimmtu mínútur uppbótartímans en eftir þá fyrri náði Iker Casillas að verja eftir skalla af stuttu færi. Heimamenn vildu einnig fá dæmda vítaspyrnu á Marcelo fyrir að handleika knöttinn en endursýningar í sjónvarpi gáfu til kynna að boltinn hafi ekki farið í hönd hans. Leikmenn Valencia voru engu að síður frá sér af bræði og mótmæltu kröftuglega í leikslok. Allt kom fyrir ekki og Real fagnaði góðum sigri.
Spænski boltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Í beinni: Real Madrid - Real Sociedad | Ancelotti kvaddur Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Sjá meira