Segja Icesave-viðræðum lokið 22. febrúar 2011 04:45 „Það er búið að skrifa undir samninginn og viðræðum um hann er lokið. Málið er nú í höndum Íslendinga sjálfra,“ segir Niels Redeker, talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, í samtali við Fréttablaðið um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að neita að staðfesta Icesave-frumvarpið á sunnudag og vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Redeker segir hollensk stjórnvöld munu fylgjast með málinu og bíða þess að stjórnvöld hér upplýsi þau hollensku um næstu skref. Það hafði ekki verið gert síðdegis í gær og vissi hann ekki hvenær áætlað væri að landsmenn gengju til þjóðaratkvæðagreiðslu. Breskir fjölmiðlar voru nokkuð harðorðari vegna ákvörðunar forsetans. Breska dagblaðið The Guardian sagði í gær ákvörðunina geta valdið stjórnvöldum þar í landi hugarangri enda hefði ríkisstjórnin breska samþykkt að taka á sig hluta af kostnaðinum. Blaðið segir ákvörðun forsetans valda því að bresk og hollensk stjórnvöld verði að bíða lengur eftir því að fá upp í það sem þau greiddu innstæðueigendum í löndunum báðum eftir fall gamla Landsbankans. Bloomberg-fréttaveitan rifjar upp að þegar forsetinn hafi vísað fyrri Icesave-samningi til þjóðarinnar hafi matsfyrirtækið Fitch lækkað lánshæfiseinkunnir Íslands niður í ruslflokk og sé ríkisstjórnin enn með lélegt lánshæfi hjá hinum stóru matsfyrirtækjunum, Moody‘s og Standard & Poor‘s. Þá er því haldið fram að ákvörðun forsetans geti valdið því að samskipti stjórnvalda hér við Breta og Hollendinga verði stirðari en áður. Netmiðillinn Deutsche Welle bætir því við að málið geti sett stein í götu aðildarviðræðna íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið. Ekki náðist samband við breska fjármálaráðuneytið þegar eftir því var leitað í gær. Í flestum fjölmiðlum ytra var bent á að fyrri Icesave-samningur hefði verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpu ári. Þar sagði jafnframt að sá samningur sem nú lægi á borðinu væri talsvert hagstæðari en fyrri samningar. Eftir sölu eigna gamla Landsbankans upp í kröfur gætu á bilinu 250 til tæpra 300 milljóna evra fallið á íslenska ríkið. Það eru allt að 47 milljarðar íslenskra króna. jonab@frettabladid.is Fréttir Icesave Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
„Það er búið að skrifa undir samninginn og viðræðum um hann er lokið. Málið er nú í höndum Íslendinga sjálfra,“ segir Niels Redeker, talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, í samtali við Fréttablaðið um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að neita að staðfesta Icesave-frumvarpið á sunnudag og vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Redeker segir hollensk stjórnvöld munu fylgjast með málinu og bíða þess að stjórnvöld hér upplýsi þau hollensku um næstu skref. Það hafði ekki verið gert síðdegis í gær og vissi hann ekki hvenær áætlað væri að landsmenn gengju til þjóðaratkvæðagreiðslu. Breskir fjölmiðlar voru nokkuð harðorðari vegna ákvörðunar forsetans. Breska dagblaðið The Guardian sagði í gær ákvörðunina geta valdið stjórnvöldum þar í landi hugarangri enda hefði ríkisstjórnin breska samþykkt að taka á sig hluta af kostnaðinum. Blaðið segir ákvörðun forsetans valda því að bresk og hollensk stjórnvöld verði að bíða lengur eftir því að fá upp í það sem þau greiddu innstæðueigendum í löndunum báðum eftir fall gamla Landsbankans. Bloomberg-fréttaveitan rifjar upp að þegar forsetinn hafi vísað fyrri Icesave-samningi til þjóðarinnar hafi matsfyrirtækið Fitch lækkað lánshæfiseinkunnir Íslands niður í ruslflokk og sé ríkisstjórnin enn með lélegt lánshæfi hjá hinum stóru matsfyrirtækjunum, Moody‘s og Standard & Poor‘s. Þá er því haldið fram að ákvörðun forsetans geti valdið því að samskipti stjórnvalda hér við Breta og Hollendinga verði stirðari en áður. Netmiðillinn Deutsche Welle bætir því við að málið geti sett stein í götu aðildarviðræðna íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið. Ekki náðist samband við breska fjármálaráðuneytið þegar eftir því var leitað í gær. Í flestum fjölmiðlum ytra var bent á að fyrri Icesave-samningur hefði verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpu ári. Þar sagði jafnframt að sá samningur sem nú lægi á borðinu væri talsvert hagstæðari en fyrri samningar. Eftir sölu eigna gamla Landsbankans upp í kröfur gætu á bilinu 250 til tæpra 300 milljóna evra fallið á íslenska ríkið. Það eru allt að 47 milljarðar íslenskra króna. jonab@frettabladid.is
Fréttir Icesave Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira