Uppnám í skóla- og frístundastarfi Kjartan Magnússon skrifar 20. apríl 2011 09:00 Borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar og Besta flokksins hefur mistekist að standa með farsælum hætti að hagræðingu í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. Ríkir uppnám í mörgum skólum og frístundaheimilum vegna óvandaðra tillagna meirihlutans um samrekstur og sameiningu þessara stofnana. Þessi vinnubrögð koma fram með flausturslegum vinnubrögðum, miklum flýti og ónógu samráði við hagsmunaaðila. Fyrir liggur fjöldi umsagna frá skólum, foreldrum, skólastjórnendum, starfsmönnum og fleiri aðilum vegna þessara tillagna. Í 90% tilvika er eindregin afstaða tekin gegn vinnubrögðum meirihlutans auk þess sem 12 þúsund foreldrar hafa mótmælt þessum áformum með undirskriftasöfnun. Ljóst er að margvísleg tækifæri liggja í auknu samstarfi og/eða samrekstri skóla og frístundaheimila en mikilvægt er að vandað sé til þeirrar vinnu og tryggt að ekki sé slakað á faglegum kröfum. Áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um breytingar á fyrirkomulagi skóla- og frístundastarfs yngstu barnanna, er nauðsynlegt að fram fari samráð og stefnumótunarvinna með aðkomu allra hagsmunaaðila. Vanhugsaðar tillögurSama dag og menntaráð og íþrótta- og tómstundaráð skiluðu umsögnum sínum vegna umræddra tillagna í síðustu viku, var meirihlutinn tilbúinn með nýjar breytingartillögur á yfirstjórn menntasviðs, leikskólasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs. Meirihlutinn kaus að leyna tillögunum fyrir þessum ráðum og taldi enga ástæðu til að fá þær í lýðræðislega umræðu. Tillögurnar voru síðan fluttar fyrirvaralaust í borgarráði daginn eftir (fimmtudag) og aukafundur boðaður í borgarráði á mánudagsmorgni svo hægt væri að samþykkja þær á methraða. Það er í takt við annað að stjórnkerfisnefnd borgarinnar, sem á að fjalla um allar slíkar breytingar, hefur ekki fundað í tvo mánuði. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hefur með illa unnum og vanhugsuðum tillögum valdið uppnámi í skóla- og frístundastarfi í borginni. Það er ótækt að meirihlutinn beiti svo óvönduðum vinnubrögðum í þessum mikilvæga málaflokki, sem snýr beint að þjónustu við börn og ungmenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar og Besta flokksins hefur mistekist að standa með farsælum hætti að hagræðingu í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. Ríkir uppnám í mörgum skólum og frístundaheimilum vegna óvandaðra tillagna meirihlutans um samrekstur og sameiningu þessara stofnana. Þessi vinnubrögð koma fram með flausturslegum vinnubrögðum, miklum flýti og ónógu samráði við hagsmunaaðila. Fyrir liggur fjöldi umsagna frá skólum, foreldrum, skólastjórnendum, starfsmönnum og fleiri aðilum vegna þessara tillagna. Í 90% tilvika er eindregin afstaða tekin gegn vinnubrögðum meirihlutans auk þess sem 12 þúsund foreldrar hafa mótmælt þessum áformum með undirskriftasöfnun. Ljóst er að margvísleg tækifæri liggja í auknu samstarfi og/eða samrekstri skóla og frístundaheimila en mikilvægt er að vandað sé til þeirrar vinnu og tryggt að ekki sé slakað á faglegum kröfum. Áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um breytingar á fyrirkomulagi skóla- og frístundastarfs yngstu barnanna, er nauðsynlegt að fram fari samráð og stefnumótunarvinna með aðkomu allra hagsmunaaðila. Vanhugsaðar tillögurSama dag og menntaráð og íþrótta- og tómstundaráð skiluðu umsögnum sínum vegna umræddra tillagna í síðustu viku, var meirihlutinn tilbúinn með nýjar breytingartillögur á yfirstjórn menntasviðs, leikskólasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs. Meirihlutinn kaus að leyna tillögunum fyrir þessum ráðum og taldi enga ástæðu til að fá þær í lýðræðislega umræðu. Tillögurnar voru síðan fluttar fyrirvaralaust í borgarráði daginn eftir (fimmtudag) og aukafundur boðaður í borgarráði á mánudagsmorgni svo hægt væri að samþykkja þær á methraða. Það er í takt við annað að stjórnkerfisnefnd borgarinnar, sem á að fjalla um allar slíkar breytingar, hefur ekki fundað í tvo mánuði. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins hefur með illa unnum og vanhugsuðum tillögum valdið uppnámi í skóla- og frístundastarfi í borginni. Það er ótækt að meirihlutinn beiti svo óvönduðum vinnubrögðum í þessum mikilvæga málaflokki, sem snýr beint að þjónustu við börn og ungmenni.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar