Gætu konur á Íslandi lagt mér lið? Auður Guðjónsdóttir skrifar 18. ágúst 2011 09:00 Á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í nóvember nk. verður tekin til lokaafgreiðslu tillaga um mænuskaða, sem lögð var fram af Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2010. Í stórum dráttum er efni tillögunnar að Norðurlandaráð setji á stofn starfshóp lækna og vísindamanna sem hafi það hlutverk að skoða norrænar og aðrar rannsóknir og meðferðir á mænuskaða og gera tillögur um úrbætur. Tillagan lætur ekki mikið yfir sér en hljóti hún samþykki og verði henni komið í framkvæmd mun verða lagður grunnur að hnitmiðaðri leit að lækningu á mænuskaða. Ástæða þess að Íslandsdeildin lagði tillöguna fram er sú að mjög erfiðlega gengur að þróa lækningameðferð við mænuskaða í samanburði við ýmis önnur vísindasvið. Um 1.000 einstaklingar hljóta árlega skaða á mænu vegna slysa á Norðurlöndum og er aðalmeðferð þess fólks endurhæfing til sjálfsbjargar í hjólastól. Mænuskaði er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Hann skilur eftir sig innri og ytri lömun s.s. á skrokki og útlimum, lungum, þvagblöðru, ristli og kynfærum með tilheyrandi lífstíðarvandamálum. Hjólastóllinn er minnsta málið. Hjálp til læknavísindanna er hjálp til alls mannkynsEins og ýmsum er kunnugt þá lenti ein dætra minna í bílslysi og lamaðist. Síðan þá hef ég fylgst afar vel með því hvað gert er á alþjóðlegu vísindasviði mænuskaðans. Þess vegna er það trú mín að sú grunnþekking sem þarf til að breyta meðferð á mænuskaða í átt til lækningar, gæti nú þegar verið til staðar. Mikið vannýtt hugvit og mikil vannýtt vísindaþekking er þarna úti. Vitið og þekkingin liggur um víða veröld og því þarf að safna saman á einn stað svo mögulegt verði að skoða heildarmyndina af þess til bæru fólki. Einmitt það, að skoða heildarmyndina og að velta fyrir sér hvort mögulegt sé að móta lækningastefnu fyrir mænuskaða sem byggir á þeirri þekkingu sem nú þegar er til staðar, er hugsað sem hlutverk norræna starfshópsins, komist hann á legg. Slík skoðun myndi ekki einungis leiða til framfara í meðferð við mænuskaða heldur einnig í öllu taugakerfinu. Undanfarin ár hefur Mænuskaðastofnun Íslands safnað upplýsingum um hvers konar tilraunameðferðir eru gerðar á fólki sem hlotið hefur mænuskaða, hvar og af hverjum. Þær upplýsingar munu verða lagðar fram gangi allt eftir. Samtakamáttur kvenna á ÍslandiEins og dæmin sanna hafa konur á Íslandi löngum nýtt samtakamátt sinn til góðra verka. Þess vegna leyfi ég mér nú að leita til ykkar konur og bið ykkur að fylgja mér í lokaleiðangur minn við að reyna að hreyfa við heiminum fyrir mænuskaðann. Ég er orðin vegamóð og þarfnast allrar hjálpar sem mögulegt er svo takast megi að gera veröldinni þann greiða sem hún þarf svo sárlega á að halda. Því bið ég ykkur að setja nöfn ykkar og kennitölur á undirskriftalista á heimasíðunni http://is.isci.is og hvetja aðrar konur 16 ára og eldri til hins sama. Samtakamáttinn á að nota til að vekja athygli norrænna fjölmiðla, almennings og ráðamanna á Norðurlöndum á mænuskaðatillögunni og á nauðsyn þess að hún verði samþykkt og henni komið í framkvæmd. Allt er þetta í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar Íslands sem samþykkti á vordögum að Ísland skyldi ýta úr vör alþjóðlegri vitundarvakningu á mænuskaða. Í öllum löndum heims býr fólk sem hlotið hefur skaða á mænu og lamast. Í dag búa á Íslandi 123.712 konur 16 ára og eldri. Með nöfnum okkar og samtakamætti getum við lagt lið milljónum manna um allan heim, um alla framtíð, mannkyni til heilla og skrifað í leiðinni nafn lands okkar og þjóðar á spjöld sögunnar af góðum verkum. audur@isci.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í nóvember nk. verður tekin til lokaafgreiðslu tillaga um mænuskaða, sem lögð var fram af Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2010. Í stórum dráttum er efni tillögunnar að Norðurlandaráð setji á stofn starfshóp lækna og vísindamanna sem hafi það hlutverk að skoða norrænar og aðrar rannsóknir og meðferðir á mænuskaða og gera tillögur um úrbætur. Tillagan lætur ekki mikið yfir sér en hljóti hún samþykki og verði henni komið í framkvæmd mun verða lagður grunnur að hnitmiðaðri leit að lækningu á mænuskaða. Ástæða þess að Íslandsdeildin lagði tillöguna fram er sú að mjög erfiðlega gengur að þróa lækningameðferð við mænuskaða í samanburði við ýmis önnur vísindasvið. Um 1.000 einstaklingar hljóta árlega skaða á mænu vegna slysa á Norðurlöndum og er aðalmeðferð þess fólks endurhæfing til sjálfsbjargar í hjólastól. Mænuskaði er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Hann skilur eftir sig innri og ytri lömun s.s. á skrokki og útlimum, lungum, þvagblöðru, ristli og kynfærum með tilheyrandi lífstíðarvandamálum. Hjólastóllinn er minnsta málið. Hjálp til læknavísindanna er hjálp til alls mannkynsEins og ýmsum er kunnugt þá lenti ein dætra minna í bílslysi og lamaðist. Síðan þá hef ég fylgst afar vel með því hvað gert er á alþjóðlegu vísindasviði mænuskaðans. Þess vegna er það trú mín að sú grunnþekking sem þarf til að breyta meðferð á mænuskaða í átt til lækningar, gæti nú þegar verið til staðar. Mikið vannýtt hugvit og mikil vannýtt vísindaþekking er þarna úti. Vitið og þekkingin liggur um víða veröld og því þarf að safna saman á einn stað svo mögulegt verði að skoða heildarmyndina af þess til bæru fólki. Einmitt það, að skoða heildarmyndina og að velta fyrir sér hvort mögulegt sé að móta lækningastefnu fyrir mænuskaða sem byggir á þeirri þekkingu sem nú þegar er til staðar, er hugsað sem hlutverk norræna starfshópsins, komist hann á legg. Slík skoðun myndi ekki einungis leiða til framfara í meðferð við mænuskaða heldur einnig í öllu taugakerfinu. Undanfarin ár hefur Mænuskaðastofnun Íslands safnað upplýsingum um hvers konar tilraunameðferðir eru gerðar á fólki sem hlotið hefur mænuskaða, hvar og af hverjum. Þær upplýsingar munu verða lagðar fram gangi allt eftir. Samtakamáttur kvenna á ÍslandiEins og dæmin sanna hafa konur á Íslandi löngum nýtt samtakamátt sinn til góðra verka. Þess vegna leyfi ég mér nú að leita til ykkar konur og bið ykkur að fylgja mér í lokaleiðangur minn við að reyna að hreyfa við heiminum fyrir mænuskaðann. Ég er orðin vegamóð og þarfnast allrar hjálpar sem mögulegt er svo takast megi að gera veröldinni þann greiða sem hún þarf svo sárlega á að halda. Því bið ég ykkur að setja nöfn ykkar og kennitölur á undirskriftalista á heimasíðunni http://is.isci.is og hvetja aðrar konur 16 ára og eldri til hins sama. Samtakamáttinn á að nota til að vekja athygli norrænna fjölmiðla, almennings og ráðamanna á Norðurlöndum á mænuskaðatillögunni og á nauðsyn þess að hún verði samþykkt og henni komið í framkvæmd. Allt er þetta í samræmi við samþykkt ríkisstjórnar Íslands sem samþykkti á vordögum að Ísland skyldi ýta úr vör alþjóðlegri vitundarvakningu á mænuskaða. Í öllum löndum heims býr fólk sem hlotið hefur skaða á mænu og lamast. Í dag búa á Íslandi 123.712 konur 16 ára og eldri. Með nöfnum okkar og samtakamætti getum við lagt lið milljónum manna um allan heim, um alla framtíð, mannkyni til heilla og skrifað í leiðinni nafn lands okkar og þjóðar á spjöld sögunnar af góðum verkum. audur@isci.is
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun