Mannréttindi fyrir alla? Anna Lára Steindal skrifar 27. ágúst 2011 06:00 Það er þekkt staðreynd að þegar kreppir að skapast jarðvegur fyrir aukna fordóma og togstreitu í garð innflytjenda. Einnig kennir reynslan að veruleg hætta er á því að þeir hópar sem einhverra hluta vegna eru berskjaldaðir fari verr út úr efnahagskreppu en aðrir hópar í samfélaginu. Blikur eru á lofti um að þetta sé einmitt raunin í íslenskum veruleika. Það er staðreynd sem Íslendingar standa frammi fyrir í dag og mikilvægt er að bregðast við fljótt svo tryggja megi mannréttindi og virðingu allra sem samfélag okkar byggja. Það getur verið gagnlegt að skoða tölur og aðstæður í einu meðalstóru sveitarfélagi þar sem tiltölulega auðvelt er að hafa yfirsýn til þess að glöggva sig á stöðu mála. Atvinnuleysi útbreiddara meðal innflytjendaÁ Akranesi búa nú 389 íbúar af erlendum uppruna, 6% af íbúafjölda bæjarins. Þar á meðal eru 56 börn á leik- og grunnskólalaldri og hefur börnum af erlendum uppruna fjölgað mikið undanfarin þrjú til fjögur ár. Þegar þetta er ritað eru 255 manns á Akranesi án atvinnu, þar af 43 innflytjendur. 26 konur og 17 karlar, sem eru tæp 17% einstaklinga án atvinnu í bænum á meðan atvinnuleysi mælist í heildina um 8%. Undanfarin tvö ár hafa félagsþjónustan á Akranesi og Rauði krossinn á Akranesi orðið vör við vaxandi vanda innflytjendafjölskyldna. Fátækt og atvinnuleysi er útbreiddara meðal innflytjenda en innfæddra og þvert á það sem margir áttu von á hefur innflytjendum ekki fækkað að neinu marki síðan kreppan skall á. Hér hefur erlent launafólk unnið sér inn réttindi og þegar litið er til þess að atvinnuástand í heimalandinu er oft mjög slæmt er eðlilegt að fólk ákveði að dvelja áfram á Íslandi og nýta sér áunnin réttindi. Við þetta bætist svo að margir innflytjendur eru hér í eignarfjötrum og komast hvergi þótt þeir vildu vegna þess að þeir eiga hér eignir sem ekki hefur tekist að selja. SkuggaskýrslaÁ Akranesi hefur fjöldi innflytjenda nánast haldist óbreyttur en samsetning hópsins hefur breyst, einhleypir verkamenn hafa í nokkrum mæli leitað á önnur mið en fjölskyldumenn sem áður sáu fyrir fjölskyldum sínum í heimalandinu hafa nú fengið konur sínar og börn til Íslands. Það er reynsla þeirra sem sinna fjölskyldum á Akranesi, s.s. félagsráðgjafa og skólastjórnenda, að vísbendingar séu á lofti um að rík ástæða sé til að hafa áhyggjur af aðstæðum hluta þessara barna. Skuggaskýrsla sem Barnaheill, Mannréttindaskrifstofa Íslands og UNICEF kynntu fyrir nokkum vikum renna enn styrkari stoðum undir þetta og sama gildir um skýrslu Rauða kross Íslands, Hvar þrengir að? sem kynnt var á vormánuðum 2010. Þá er brottfall nemenda af erlendum uppruna úr framhaldsnámi áhyggjuefni, en af 21 nemanda sem hófu nám á haustönn 2010 í Fjölbrautaskóla Vesturlands hættu 6 námi áður en haustönn lauk og einn hefur hætt námi á vorönn. Brottfall nemenda af erlendum uppruna á síðasta námsári var því ríflega 30%, sem hlýtur að teljast óásættanlegt, ekki síst þegar litið er til þess að það sem tekur við nemendum sem hætta námi er atvinnuleysi. Einnig eru vísbendingar á lofti um að hluti þeirra kvenna af erlendum uppruna sem eru án atvinnu og án tengslanets búi við mjög bágar aðstæður, fátækt, einsemd og einangrun og skerta möguleika til þess að bæta aðstæður sínar. Með Rauða krossinum á Akranesi starfa ríflega eitt hundrað sjálfboðaliðar af erlendum uppruna að fjölbreyttum verkefnum. Þeir hafa margir deilt með okkur þeirri upplifun sinni að aðgengi að þjónustu og upplýsingum hafi minnkað og lífsbaráttan í þessu annars góða landi harðnað verulega fyrir fólk af erlendum uppruna. Forsenda þess að njóta þeirra mannréttinda sem íbúum á Íslandi eru tryggð í mannréttindasáttmálum og stjórnarskrá er að tryggja gott aðgengi að upplýsingum og þjónustu og að stjórnvöld geri sitt ítrasta til þess að jafnrétti sé ástundað í reynd. Því er þessi þróun verulegt áhyggjuefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Það er þekkt staðreynd að þegar kreppir að skapast jarðvegur fyrir aukna fordóma og togstreitu í garð innflytjenda. Einnig kennir reynslan að veruleg hætta er á því að þeir hópar sem einhverra hluta vegna eru berskjaldaðir fari verr út úr efnahagskreppu en aðrir hópar í samfélaginu. Blikur eru á lofti um að þetta sé einmitt raunin í íslenskum veruleika. Það er staðreynd sem Íslendingar standa frammi fyrir í dag og mikilvægt er að bregðast við fljótt svo tryggja megi mannréttindi og virðingu allra sem samfélag okkar byggja. Það getur verið gagnlegt að skoða tölur og aðstæður í einu meðalstóru sveitarfélagi þar sem tiltölulega auðvelt er að hafa yfirsýn til þess að glöggva sig á stöðu mála. Atvinnuleysi útbreiddara meðal innflytjendaÁ Akranesi búa nú 389 íbúar af erlendum uppruna, 6% af íbúafjölda bæjarins. Þar á meðal eru 56 börn á leik- og grunnskólalaldri og hefur börnum af erlendum uppruna fjölgað mikið undanfarin þrjú til fjögur ár. Þegar þetta er ritað eru 255 manns á Akranesi án atvinnu, þar af 43 innflytjendur. 26 konur og 17 karlar, sem eru tæp 17% einstaklinga án atvinnu í bænum á meðan atvinnuleysi mælist í heildina um 8%. Undanfarin tvö ár hafa félagsþjónustan á Akranesi og Rauði krossinn á Akranesi orðið vör við vaxandi vanda innflytjendafjölskyldna. Fátækt og atvinnuleysi er útbreiddara meðal innflytjenda en innfæddra og þvert á það sem margir áttu von á hefur innflytjendum ekki fækkað að neinu marki síðan kreppan skall á. Hér hefur erlent launafólk unnið sér inn réttindi og þegar litið er til þess að atvinnuástand í heimalandinu er oft mjög slæmt er eðlilegt að fólk ákveði að dvelja áfram á Íslandi og nýta sér áunnin réttindi. Við þetta bætist svo að margir innflytjendur eru hér í eignarfjötrum og komast hvergi þótt þeir vildu vegna þess að þeir eiga hér eignir sem ekki hefur tekist að selja. SkuggaskýrslaÁ Akranesi hefur fjöldi innflytjenda nánast haldist óbreyttur en samsetning hópsins hefur breyst, einhleypir verkamenn hafa í nokkrum mæli leitað á önnur mið en fjölskyldumenn sem áður sáu fyrir fjölskyldum sínum í heimalandinu hafa nú fengið konur sínar og börn til Íslands. Það er reynsla þeirra sem sinna fjölskyldum á Akranesi, s.s. félagsráðgjafa og skólastjórnenda, að vísbendingar séu á lofti um að rík ástæða sé til að hafa áhyggjur af aðstæðum hluta þessara barna. Skuggaskýrsla sem Barnaheill, Mannréttindaskrifstofa Íslands og UNICEF kynntu fyrir nokkum vikum renna enn styrkari stoðum undir þetta og sama gildir um skýrslu Rauða kross Íslands, Hvar þrengir að? sem kynnt var á vormánuðum 2010. Þá er brottfall nemenda af erlendum uppruna úr framhaldsnámi áhyggjuefni, en af 21 nemanda sem hófu nám á haustönn 2010 í Fjölbrautaskóla Vesturlands hættu 6 námi áður en haustönn lauk og einn hefur hætt námi á vorönn. Brottfall nemenda af erlendum uppruna á síðasta námsári var því ríflega 30%, sem hlýtur að teljast óásættanlegt, ekki síst þegar litið er til þess að það sem tekur við nemendum sem hætta námi er atvinnuleysi. Einnig eru vísbendingar á lofti um að hluti þeirra kvenna af erlendum uppruna sem eru án atvinnu og án tengslanets búi við mjög bágar aðstæður, fátækt, einsemd og einangrun og skerta möguleika til þess að bæta aðstæður sínar. Með Rauða krossinum á Akranesi starfa ríflega eitt hundrað sjálfboðaliðar af erlendum uppruna að fjölbreyttum verkefnum. Þeir hafa margir deilt með okkur þeirri upplifun sinni að aðgengi að þjónustu og upplýsingum hafi minnkað og lífsbaráttan í þessu annars góða landi harðnað verulega fyrir fólk af erlendum uppruna. Forsenda þess að njóta þeirra mannréttinda sem íbúum á Íslandi eru tryggð í mannréttindasáttmálum og stjórnarskrá er að tryggja gott aðgengi að upplýsingum og þjónustu og að stjórnvöld geri sitt ítrasta til þess að jafnrétti sé ástundað í reynd. Því er þessi þróun verulegt áhyggjuefni.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun