Íbúalýðræði Gestur Svavarsson skrifar 3. september 2011 06:00 Það er ergilegt þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fram rökfærslu sem ekki stenst, eða þvætting sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það gildir líka um bæjarfulltrúann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur. Hún skrifaði á dögunum um íbúalýðræði. Í fyrsta lagi heldur hún því fram að íbúalýðræði, ákvæði um 25% hafi verið tekið upp í tengslum við álversstækkunina. Það er alls ekki rétt. Það ákvæði var sett inn vegna yfirgangs meirihluta Sjálfstæðisflokksins vegna skipulags á Hörðuvöllum á sínum tíma, af Samfylkingunni. Vinstri græn áttu þá ekki bæjarfulltrúa í bæjarstjórn en félagið beitti sér mjög fyrir því að kosningin um álversstækkunina færi fram, eins og síðar varð. Síðar segir hún réttilega að fjöldi bæjarbúa hafi safnað undirskriftum fyrir endurtekinni kosningu. Sjálfstæðisflokkurinn með ósættinuÞá var úr vöndu að ráða. Í fyrsta lagi var óljóst hvort álverið hefði nokkurn hug á að stækka í samræmi við þá deiliskipulagstillögu sem kosið var um á sínum tíma. Í öðru lagi er alls ekki víst að forsendur standist, ótal margt hefur breyst í umhverfinu og ekki víst að það umhverfismat sem lá að baki fyrri stækkunarhugmyndum ætti við vegna þess. Í þriðja lagi, sem er jú mikilvægast, þá er hæpið að það standist lög og rétt að hægt sé að kjósa um mál sem varða þriðja aðila. Þannig gæti ég til dæmis safnað undir-skriftum fyrir því að Rósa mætti hækka húsið sitt um eina hæð, á meðan Rósa hefði hins vegar ekki neinn sérstakan áhuga á því. Það sjá allir hvílík fásinna það væri. Það sýndi sig í sameiginlegri yfirlýsingu Alcan og Hafnarfjarðarbæjar að aðilar eru sammála um að ekki sé tímabært að kjósa aftur um mögulega stækkun álversins. Sú niðurstaða er fengin í sátt við fyrirtækið, og er niðurstaða þess, engu síður en bæjarstjórnar. Ég skil ekki af hverju bæjarfulltrúinn kýs að setja sig upp á móti sáttinni og með ósættinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er ergilegt þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins setja fram rökfærslu sem ekki stenst, eða þvætting sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Það gildir líka um bæjarfulltrúann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur. Hún skrifaði á dögunum um íbúalýðræði. Í fyrsta lagi heldur hún því fram að íbúalýðræði, ákvæði um 25% hafi verið tekið upp í tengslum við álversstækkunina. Það er alls ekki rétt. Það ákvæði var sett inn vegna yfirgangs meirihluta Sjálfstæðisflokksins vegna skipulags á Hörðuvöllum á sínum tíma, af Samfylkingunni. Vinstri græn áttu þá ekki bæjarfulltrúa í bæjarstjórn en félagið beitti sér mjög fyrir því að kosningin um álversstækkunina færi fram, eins og síðar varð. Síðar segir hún réttilega að fjöldi bæjarbúa hafi safnað undirskriftum fyrir endurtekinni kosningu. Sjálfstæðisflokkurinn með ósættinuÞá var úr vöndu að ráða. Í fyrsta lagi var óljóst hvort álverið hefði nokkurn hug á að stækka í samræmi við þá deiliskipulagstillögu sem kosið var um á sínum tíma. Í öðru lagi er alls ekki víst að forsendur standist, ótal margt hefur breyst í umhverfinu og ekki víst að það umhverfismat sem lá að baki fyrri stækkunarhugmyndum ætti við vegna þess. Í þriðja lagi, sem er jú mikilvægast, þá er hæpið að það standist lög og rétt að hægt sé að kjósa um mál sem varða þriðja aðila. Þannig gæti ég til dæmis safnað undir-skriftum fyrir því að Rósa mætti hækka húsið sitt um eina hæð, á meðan Rósa hefði hins vegar ekki neinn sérstakan áhuga á því. Það sjá allir hvílík fásinna það væri. Það sýndi sig í sameiginlegri yfirlýsingu Alcan og Hafnarfjarðarbæjar að aðilar eru sammála um að ekki sé tímabært að kjósa aftur um mögulega stækkun álversins. Sú niðurstaða er fengin í sátt við fyrirtækið, og er niðurstaða þess, engu síður en bæjarstjórnar. Ég skil ekki af hverju bæjarfulltrúinn kýs að setja sig upp á móti sáttinni og með ósættinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun