Ríkið misskilur sig 16. september 2011 06:00 Nýlega varð konu það á að segja í yfirheyrslum að hún hefði misskilið sjálfa sig. Þetta orðalag vakti kátínu í netheimum og meðal áhugaheimspekinga. Á heimspekikaffihúsi var varpað fram spurningunni „er hægt að misskilja sjálfan sig?“. Eins og svo oft áður var niðurstaðan sú að svarið væri ansi háð því hvað átt væri við. Kannski má misskilja eða skorta fulla vitneskju um hvað maður átti við í fortíðinni. Þá væri hugsanlegt að misskilningur komi upp á milli mismunandi hluta sjálfsins, eða skilning skorti á eigin eiginleikum. Ef ómeðvitað er lokað fyrir upplýsingar eða þær síaðar gæti það leitt til misskilnings. Er hægt að bera persónu saman við ríkið? Við viljum helst að ríkisvaldið, Alþingi, embættismannakerfið og ráðuneytin séu samkvæm sjálfum sér og hvert öðru í orði og gerðum. Helst eiga þau ekki að vinna gegn yfirlýstum markmiðum sínum. En ríkið misskilur sjálft sig. Ríkið misskilur hjólreiðar Á sviði grænna og heilbrigðra samgangna er töluvert um að yfirvöld misskilji sig sjálf. Bæði ríki og sveitarfélög koma með flottar yfirlýsingar um auknar hjólreiðar og almenningssamgöngur, en nefna reyndar furðu sjaldan göngu sem samgöngumáta þó nærri 100% landsmanna gangi daglega styttri eða lengri leiðir. En hér skal sjónum samt beint að hjólreiðum. Á sviði hjólreiða misskilur ríkið sig og sama gildir um sveitarfélögin. Rétt eins og með einstaklinga má leiða líkum að því að skortur á vitneskju um eigin eiginleika, og ágæti eigin aðgerða, sé hluti af skýringunni. Þegar misskilningurinn á eðli hjólreiða er á nokkrum sviðum, eykst ósamræmið. Hjólreiðar eru samgöngumáti sem er í miklum vexti víða um heim. New York, Sevilla, London, Dublin og stórborgir í Kína gera til dæmis mikið fyrir hjólreiðar þessa dagana. Íslensk yfirvöld virðast ekki hafa fylgst með þessari þróun. Fjálglega er talað um grænar samgöngur, að draga úr innflutningi á orkugjöfum, að bæta lýðheilsu, bæta borgarbraginn, vinna gegn umferðarteppum, mengun, umferðarslysum, draga úr sóun, hagræða í útgjöldum hins opinbera, fyrirtækja og heimila. Auknar hjólreiðar eru hluti af lausninni en yfirvöld virðast nánast ekki fatta tenginguna. Yfirvöld draga lappirnar eða eru lygilega svifasein varðandi alvöru átak í að auka hjólreiðar. Yfirvöld virðast ekki trúa rökum og ábendingum um lausnir eða loka eyrunum fyrir þeim og sía út það sem snýr að mögulegum breytingum á ferðamáta. Sveitarfélög, ráðuneyti og embættismenn eru jafnvel að setja og leggja til reglur sem draga úr aðgengi til hjólreiða. Þau misskilja sjálf sig og eigin stefnu og auka misrétti milli hjólreiða og annars samgöngumáta í stað þess að auka jafnræði. Í stað þess að fagna auknum hjólreiðum og styðja við þær með betri aðbúnaði eru Vegagerðin og sveitarfélögin enn að sniglast áfram með að nota fyrstu ríkisfjárveitingarnar til uppbyggingar fyrir hjólreiðar sem löggjafinn veitti loks fyrir um fjórum árum. Innlendar og erlendar opinberar skýrslur sýna að fjárfestingar í hjólreiðum skili sér margfalt til baka og skili hagnaði nokkuð hratt, ólíkt orkuskiptum í samgöngum þar sem mörg óvissuatriði eru til staðar. Samt er eins og trúin á hjólreiðar sé ekki næg til að réttlæta einu sinni jafnræði til handa notendum reiðhjóla. Menn stefna að því að niðurgreiða „grænni“ bíla, veita áfram skattfrjálsa ökutækjastyrki og niðurgreiða bílastæði, en vilja á sama tíma ekki undanskilja reiðhjól, reiðhjólaviðgerðir eða samgöngustyrki, sem hvetja fólk til að nota annan fararmáta en einkabílinn, frá neinum sköttum. Ekki er heldur hvatt til aukinna hjólreiða í gegnum skattakerfið eins og tíðkast t.d. í Bretlandi. Opnar hjólaráðstefna samskiptin upp á gátt? Að sjálfsögðu eru líka mörg jákvæð teikn í loftinu, og nokkur skref stigin í rétta átt, líka hjá hinu opinbera. Í ár markast upphaf Samgönguviku 16. september af heilsdags ráðstefnu um samgönguhjólreiðar. Ráðstefnan verður haldin í Iðnó undir yfirskriftinni „Hjólum til framtíðar“. Innanríkisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkurborgar hafa boðað komu sína í pontu ásamt fleira góðu fólki. Ráðstefnan er frekar hógvær í sniðum en samt meðal þeirra metnaðarfyllstu um hjólreiðar á Íslandi hingað til. Þrír erlendir fyrirlesarar mæta, þar af tveir sem eru tengdir hjólasendiráðum Hollands og Danmerkur. Föstudaginn 16. september gefst tækifæri til að hefja vegferð til hugarfars þar sem hjólreiðar eru metnar að verðleikum sem mjög svo raunhæfur og hagkvæmur hluti af lausninni við mörgum af helstu vandamálunum sem samfélagið glímir við í dag. Lausn sem um leið veitir gleði og skapar nánd og manneskjulegra samfélag. Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er á vef Landssamtaka hjólreiðamanna; LHM.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nýlega varð konu það á að segja í yfirheyrslum að hún hefði misskilið sjálfa sig. Þetta orðalag vakti kátínu í netheimum og meðal áhugaheimspekinga. Á heimspekikaffihúsi var varpað fram spurningunni „er hægt að misskilja sjálfan sig?“. Eins og svo oft áður var niðurstaðan sú að svarið væri ansi háð því hvað átt væri við. Kannski má misskilja eða skorta fulla vitneskju um hvað maður átti við í fortíðinni. Þá væri hugsanlegt að misskilningur komi upp á milli mismunandi hluta sjálfsins, eða skilning skorti á eigin eiginleikum. Ef ómeðvitað er lokað fyrir upplýsingar eða þær síaðar gæti það leitt til misskilnings. Er hægt að bera persónu saman við ríkið? Við viljum helst að ríkisvaldið, Alþingi, embættismannakerfið og ráðuneytin séu samkvæm sjálfum sér og hvert öðru í orði og gerðum. Helst eiga þau ekki að vinna gegn yfirlýstum markmiðum sínum. En ríkið misskilur sjálft sig. Ríkið misskilur hjólreiðar Á sviði grænna og heilbrigðra samgangna er töluvert um að yfirvöld misskilji sig sjálf. Bæði ríki og sveitarfélög koma með flottar yfirlýsingar um auknar hjólreiðar og almenningssamgöngur, en nefna reyndar furðu sjaldan göngu sem samgöngumáta þó nærri 100% landsmanna gangi daglega styttri eða lengri leiðir. En hér skal sjónum samt beint að hjólreiðum. Á sviði hjólreiða misskilur ríkið sig og sama gildir um sveitarfélögin. Rétt eins og með einstaklinga má leiða líkum að því að skortur á vitneskju um eigin eiginleika, og ágæti eigin aðgerða, sé hluti af skýringunni. Þegar misskilningurinn á eðli hjólreiða er á nokkrum sviðum, eykst ósamræmið. Hjólreiðar eru samgöngumáti sem er í miklum vexti víða um heim. New York, Sevilla, London, Dublin og stórborgir í Kína gera til dæmis mikið fyrir hjólreiðar þessa dagana. Íslensk yfirvöld virðast ekki hafa fylgst með þessari þróun. Fjálglega er talað um grænar samgöngur, að draga úr innflutningi á orkugjöfum, að bæta lýðheilsu, bæta borgarbraginn, vinna gegn umferðarteppum, mengun, umferðarslysum, draga úr sóun, hagræða í útgjöldum hins opinbera, fyrirtækja og heimila. Auknar hjólreiðar eru hluti af lausninni en yfirvöld virðast nánast ekki fatta tenginguna. Yfirvöld draga lappirnar eða eru lygilega svifasein varðandi alvöru átak í að auka hjólreiðar. Yfirvöld virðast ekki trúa rökum og ábendingum um lausnir eða loka eyrunum fyrir þeim og sía út það sem snýr að mögulegum breytingum á ferðamáta. Sveitarfélög, ráðuneyti og embættismenn eru jafnvel að setja og leggja til reglur sem draga úr aðgengi til hjólreiða. Þau misskilja sjálf sig og eigin stefnu og auka misrétti milli hjólreiða og annars samgöngumáta í stað þess að auka jafnræði. Í stað þess að fagna auknum hjólreiðum og styðja við þær með betri aðbúnaði eru Vegagerðin og sveitarfélögin enn að sniglast áfram með að nota fyrstu ríkisfjárveitingarnar til uppbyggingar fyrir hjólreiðar sem löggjafinn veitti loks fyrir um fjórum árum. Innlendar og erlendar opinberar skýrslur sýna að fjárfestingar í hjólreiðum skili sér margfalt til baka og skili hagnaði nokkuð hratt, ólíkt orkuskiptum í samgöngum þar sem mörg óvissuatriði eru til staðar. Samt er eins og trúin á hjólreiðar sé ekki næg til að réttlæta einu sinni jafnræði til handa notendum reiðhjóla. Menn stefna að því að niðurgreiða „grænni“ bíla, veita áfram skattfrjálsa ökutækjastyrki og niðurgreiða bílastæði, en vilja á sama tíma ekki undanskilja reiðhjól, reiðhjólaviðgerðir eða samgöngustyrki, sem hvetja fólk til að nota annan fararmáta en einkabílinn, frá neinum sköttum. Ekki er heldur hvatt til aukinna hjólreiða í gegnum skattakerfið eins og tíðkast t.d. í Bretlandi. Opnar hjólaráðstefna samskiptin upp á gátt? Að sjálfsögðu eru líka mörg jákvæð teikn í loftinu, og nokkur skref stigin í rétta átt, líka hjá hinu opinbera. Í ár markast upphaf Samgönguviku 16. september af heilsdags ráðstefnu um samgönguhjólreiðar. Ráðstefnan verður haldin í Iðnó undir yfirskriftinni „Hjólum til framtíðar“. Innanríkisráðherra og borgarstjóri Reykjavíkurborgar hafa boðað komu sína í pontu ásamt fleira góðu fólki. Ráðstefnan er frekar hógvær í sniðum en samt meðal þeirra metnaðarfyllstu um hjólreiðar á Íslandi hingað til. Þrír erlendir fyrirlesarar mæta, þar af tveir sem eru tengdir hjólasendiráðum Hollands og Danmerkur. Föstudaginn 16. september gefst tækifæri til að hefja vegferð til hugarfars þar sem hjólreiðar eru metnar að verðleikum sem mjög svo raunhæfur og hagkvæmur hluti af lausninni við mörgum af helstu vandamálunum sem samfélagið glímir við í dag. Lausn sem um leið veitir gleði og skapar nánd og manneskjulegra samfélag. Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er á vef Landssamtaka hjólreiðamanna; LHM.is
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun