Vaknið nátttröll 26. október 2011 06:00 Alkunna er að hér á Suðurnesjum er atvinnuleysi alvarlegast á landinu. Þversögnin er hins vegar sú að stærsta og raunhæfasta lausnin á atvinnuleysinu er rétt innan seilingar og hefur verið tilbúin undanfarin ár. Það sem á skortir er fyrst og fremst pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar til að standa við fjárfestingarsamning um álver í Helguvík og þar með vilji fjármálaráðherra til að létta sérhönnuðum pólitískum fjötrum af Landsvirkjun. Á nýlegum íbúafundi í Garðinum um atvinnu- og orkumál kom fram í máli Kristjáns L. Möller, formanns atvinnuveganefndar Alþingis, að Helguvík væri eina stóra atvinnuskapandi verkefnið á Íslandi sem tilbúið væri til framkvæmda næstu tvö árin. Umhverfismati væri lokið, starfsleyfi fengið, samningar klárir við birgja og verktaka, fjármögnun tryggð og búin. Það eina sem vantaði væri að ganga endanlega frá orkusölumálum til álversins. Ljóst væri að þar yrði Landsvirkjun að koma að málum til að hrinda þessu mikilvæga verkefni af stað. Viðræður hafa verið í gangi um verð og magn. Sú stefna Landsvirkjunar að fá sem hæst verð fyrir sína orku er sjálfsögð, þær áherslur eru alls ekki nýjar af nálinni. Hins vegar má benda á að LV stefnir á að selja 1.500 MW í framtíðinni þannig að 10% af því, 150 MW til Norðuráls í áföngum á næstu 4-5 árum, er mjög góður leikur. Það kemur hlutum af stað hér á Íslandi – og það er akkúrat það sem þarf nú. Endalaust má þrátta um verð en nú verður að loka þessum samningum. Það er þjóðþrifamál. Það má auglýsa eftir fólki til starfa í Helguvík helgina eftir að samningar nást. Hagvöxtur mun aukast og forsendur fjárlaga, sem eru harla veikar, munu jafnvel halda. Tvö þúsund heimili fá fyrirvinnu og afkoma hins opinbera batnar um a.m.k. 12 milljarða á ári. Pólítísk stóriðja þeirra sem reyna að ganga í augun á kjósendum sínum með öfgafullum fjötrum á atvinnuuppbyggingu skapar ekki atvinnu hér á Suðurnesjum. Tími framkvæmda við raunveruleg atvinnuskapandi verkefni er hins vegar löngu kominn. Hefjumst handa og vinnum allri þjóðinni gagn! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Alkunna er að hér á Suðurnesjum er atvinnuleysi alvarlegast á landinu. Þversögnin er hins vegar sú að stærsta og raunhæfasta lausnin á atvinnuleysinu er rétt innan seilingar og hefur verið tilbúin undanfarin ár. Það sem á skortir er fyrst og fremst pólitískur vilji ríkisstjórnarinnar til að standa við fjárfestingarsamning um álver í Helguvík og þar með vilji fjármálaráðherra til að létta sérhönnuðum pólitískum fjötrum af Landsvirkjun. Á nýlegum íbúafundi í Garðinum um atvinnu- og orkumál kom fram í máli Kristjáns L. Möller, formanns atvinnuveganefndar Alþingis, að Helguvík væri eina stóra atvinnuskapandi verkefnið á Íslandi sem tilbúið væri til framkvæmda næstu tvö árin. Umhverfismati væri lokið, starfsleyfi fengið, samningar klárir við birgja og verktaka, fjármögnun tryggð og búin. Það eina sem vantaði væri að ganga endanlega frá orkusölumálum til álversins. Ljóst væri að þar yrði Landsvirkjun að koma að málum til að hrinda þessu mikilvæga verkefni af stað. Viðræður hafa verið í gangi um verð og magn. Sú stefna Landsvirkjunar að fá sem hæst verð fyrir sína orku er sjálfsögð, þær áherslur eru alls ekki nýjar af nálinni. Hins vegar má benda á að LV stefnir á að selja 1.500 MW í framtíðinni þannig að 10% af því, 150 MW til Norðuráls í áföngum á næstu 4-5 árum, er mjög góður leikur. Það kemur hlutum af stað hér á Íslandi – og það er akkúrat það sem þarf nú. Endalaust má þrátta um verð en nú verður að loka þessum samningum. Það er þjóðþrifamál. Það má auglýsa eftir fólki til starfa í Helguvík helgina eftir að samningar nást. Hagvöxtur mun aukast og forsendur fjárlaga, sem eru harla veikar, munu jafnvel halda. Tvö þúsund heimili fá fyrirvinnu og afkoma hins opinbera batnar um a.m.k. 12 milljarða á ári. Pólítísk stóriðja þeirra sem reyna að ganga í augun á kjósendum sínum með öfgafullum fjötrum á atvinnuuppbyggingu skapar ekki atvinnu hér á Suðurnesjum. Tími framkvæmda við raunveruleg atvinnuskapandi verkefni er hins vegar löngu kominn. Hefjumst handa og vinnum allri þjóðinni gagn!
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun