Gerendur taki ábyrgð á sjálfum sér 15. desember 2011 06:00 Ég er ein af þeim manneskjum sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn. Eins og svo oft tengdist gerandinn inn í fjölskylduna mína. Ég er líka dæmigerður þolandi sem tók á sig ábyrgðina á ofbeldinu, bar sökina og skömmina í hljóði. Ég réði ekkert við að burðast með ljótu sjálfsmyndina mína en hafði bara alls ekki hugmynd um það. Vissi ekki að ég yfirgaf sjálfa mig daginn sem ofbeldið hófst, hætti að lifa en varð snillingur í að lifa af. Ég afbar það einfaldlega ekki að vera ljóta ég. Mín leið til að þrauka gegnum líf mitt var að gera öðrum lífið bærilegt. Gleyma sjálfri mér í lífi fólksins í kringum mig, drekka í mig þakklæti þess og safna þeim prikum í sarpinn minn. En það var sama hversu þakklætis- og viðurkenningarprikin mín urðu mörg, þau gerðu aldrei misheppnuðu mig að fallegri manneskju. Þannig upplifði ég líf mitt fram að þrítugu, þegar ég loks hrundi og fékk hjálp. Þá komst ég ekki lengur hjá því að mæta sjálfri mér. Sem betur fer, því þá sá ég að litla ljóta barnið ég hefur aldrei verið til. Og að það er ekkert athugavert við mig. Sá sem framdi á mér ofbeldi þegar ég var lítið barn notaði á mig sömu aðferð og allir gera sem meiða börn. Kom ábyrgðinni á því yfir á mig og kom því rækilega til skila að ef ég vogaði mér nokkurn tímann að segja frá þá kæmust allir að því hve vond manneskja ég væri. Mér yrði úthýst af þeim sem ég elskaði. Það er ekkert skrýtið að ég skuli hafa yfirgefið sjálfa mig sem barn. Þvílíkur léttir að segja frá og skila ofbeldinu heim til sín. Geta talað um líf mitt eins og það raunverulega var. Vera aftur ég sjálf, með tilfinningar, væntingar og alvöru bros. Allt breyttist og það fóru að vaxa falleg blóm í garðinum mínum. Líka þótt sumt af því gerðist sem gerandinn hótaði mér ef ég segði frá. Mér var úthýst af fólki sem ég elskaði. Sumir lokuðu strax á mig og sögðu að ég væri klikkuð, vond og lygin. Það var mikið sjokk. Aðrir komu því til skila að ég ætti stuðning þeirra, ef ég gerði ekki þá kröfu að saga mín hefði einhver áhrif á líf þeirra. Það þýddi að ég mátti vera ég sjálf í völdum aðstæðum. Ekki þar sem það gat verið óþægilegt fyrir aðra að taka skýra afstöðu með sögu minni. Mér þykir leiðinlegt að segja frá því að ég lét stilla mér svona upp, allt of lengi. En ekki lengur og aldrei framar. Ég á líka yndislegt fólk að, manneskjur sem yfirgáfu mig aldrei fyrir að segja satt og fólk sem hefur komið inn í líf mitt eftir að ég fór að standa með sjálfri mér. Það mikilvægasta er að ég lifi mínu eigin lífi. Sama hvernig það var og er eða hvað aðrir hafa um það að segja. Er það ekki lygilegt að í upplýstu samfélagi skuli ekki enn vera búið að létta þeirri kröfu af þolendum kynferðislegs ofbeldis að þeir burðist með ábyrgð gerendanna? En ég skynja breytingar í loftinu. Breytingar sem skila einhverju til minnar kynslóðar og miklu inn í framtíðina. Ég trúi að í gegnum átökin í umræðunni skilji æ fleiri hversu alvarlegt og algengt kynferðisofbeldi er, hvernig það þrífst í þöggun og hvað það getur þýtt fyrir þolendur að segja frá. Það er líka að síast í gegn hvernig við verðum öll að opna á þann möguleika að okkar eigin ástvinir geti allt eins verið gerendur og þolendur. Að við þurfum að byggja upp kjark til að líta ekki undan þeim veruleika. Svo munstrið haldi ekki áfram inn í framtíðina, í börnunum okkar. Þessi þróun verður samt ekki af sjálfu sér, heldur kristallast í einstaklingsbyltingunum sem eru í gangi. Við þurfum svo mikið á þessum byltingum að halda. Ég sé fólk forherðast í átökunum en sem betur fer sé ég fleiri breytast, læra. Ég skynja framþróun. Svo kemur að því að við getum talað um gerendur án þess að annað hvort upphefja þá í afneitun eða útskúfa þeim sem úrhrökum. Við munum láta þá og leyfa þeim að taka ábyrgð á sjálfum sér. Þá fyrst frelsar samfélagið þolendur undan því hlutverki að bera ábyrgðina fyrir gerendur. Við erum nefnilega hjarðdýr og þótt við þolendur náum því kýrskýrt að ábyrgðin er engan veginn okkar, þá búum við í samfélagi manna sem þarf jafnframt að losa okkur undan þeirri ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Ég er ein af þeim manneskjum sem urðu fyrir kynferðislegu ofbeldi sem barn. Eins og svo oft tengdist gerandinn inn í fjölskylduna mína. Ég er líka dæmigerður þolandi sem tók á sig ábyrgðina á ofbeldinu, bar sökina og skömmina í hljóði. Ég réði ekkert við að burðast með ljótu sjálfsmyndina mína en hafði bara alls ekki hugmynd um það. Vissi ekki að ég yfirgaf sjálfa mig daginn sem ofbeldið hófst, hætti að lifa en varð snillingur í að lifa af. Ég afbar það einfaldlega ekki að vera ljóta ég. Mín leið til að þrauka gegnum líf mitt var að gera öðrum lífið bærilegt. Gleyma sjálfri mér í lífi fólksins í kringum mig, drekka í mig þakklæti þess og safna þeim prikum í sarpinn minn. En það var sama hversu þakklætis- og viðurkenningarprikin mín urðu mörg, þau gerðu aldrei misheppnuðu mig að fallegri manneskju. Þannig upplifði ég líf mitt fram að þrítugu, þegar ég loks hrundi og fékk hjálp. Þá komst ég ekki lengur hjá því að mæta sjálfri mér. Sem betur fer, því þá sá ég að litla ljóta barnið ég hefur aldrei verið til. Og að það er ekkert athugavert við mig. Sá sem framdi á mér ofbeldi þegar ég var lítið barn notaði á mig sömu aðferð og allir gera sem meiða börn. Kom ábyrgðinni á því yfir á mig og kom því rækilega til skila að ef ég vogaði mér nokkurn tímann að segja frá þá kæmust allir að því hve vond manneskja ég væri. Mér yrði úthýst af þeim sem ég elskaði. Það er ekkert skrýtið að ég skuli hafa yfirgefið sjálfa mig sem barn. Þvílíkur léttir að segja frá og skila ofbeldinu heim til sín. Geta talað um líf mitt eins og það raunverulega var. Vera aftur ég sjálf, með tilfinningar, væntingar og alvöru bros. Allt breyttist og það fóru að vaxa falleg blóm í garðinum mínum. Líka þótt sumt af því gerðist sem gerandinn hótaði mér ef ég segði frá. Mér var úthýst af fólki sem ég elskaði. Sumir lokuðu strax á mig og sögðu að ég væri klikkuð, vond og lygin. Það var mikið sjokk. Aðrir komu því til skila að ég ætti stuðning þeirra, ef ég gerði ekki þá kröfu að saga mín hefði einhver áhrif á líf þeirra. Það þýddi að ég mátti vera ég sjálf í völdum aðstæðum. Ekki þar sem það gat verið óþægilegt fyrir aðra að taka skýra afstöðu með sögu minni. Mér þykir leiðinlegt að segja frá því að ég lét stilla mér svona upp, allt of lengi. En ekki lengur og aldrei framar. Ég á líka yndislegt fólk að, manneskjur sem yfirgáfu mig aldrei fyrir að segja satt og fólk sem hefur komið inn í líf mitt eftir að ég fór að standa með sjálfri mér. Það mikilvægasta er að ég lifi mínu eigin lífi. Sama hvernig það var og er eða hvað aðrir hafa um það að segja. Er það ekki lygilegt að í upplýstu samfélagi skuli ekki enn vera búið að létta þeirri kröfu af þolendum kynferðislegs ofbeldis að þeir burðist með ábyrgð gerendanna? En ég skynja breytingar í loftinu. Breytingar sem skila einhverju til minnar kynslóðar og miklu inn í framtíðina. Ég trúi að í gegnum átökin í umræðunni skilji æ fleiri hversu alvarlegt og algengt kynferðisofbeldi er, hvernig það þrífst í þöggun og hvað það getur þýtt fyrir þolendur að segja frá. Það er líka að síast í gegn hvernig við verðum öll að opna á þann möguleika að okkar eigin ástvinir geti allt eins verið gerendur og þolendur. Að við þurfum að byggja upp kjark til að líta ekki undan þeim veruleika. Svo munstrið haldi ekki áfram inn í framtíðina, í börnunum okkar. Þessi þróun verður samt ekki af sjálfu sér, heldur kristallast í einstaklingsbyltingunum sem eru í gangi. Við þurfum svo mikið á þessum byltingum að halda. Ég sé fólk forherðast í átökunum en sem betur fer sé ég fleiri breytast, læra. Ég skynja framþróun. Svo kemur að því að við getum talað um gerendur án þess að annað hvort upphefja þá í afneitun eða útskúfa þeim sem úrhrökum. Við munum láta þá og leyfa þeim að taka ábyrgð á sjálfum sér. Þá fyrst frelsar samfélagið þolendur undan því hlutverki að bera ábyrgðina fyrir gerendur. Við erum nefnilega hjarðdýr og þótt við þolendur náum því kýrskýrt að ábyrgðin er engan veginn okkar, þá búum við í samfélagi manna sem þarf jafnframt að losa okkur undan þeirri ábyrgð.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun